Íslenskir hjúkrunarfræðingar í 100 ár á alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga Guðbjörg Pálsdóttir skrifar 11. maí 2019 10:16 Þær voru ekki margar, konurnar sem hittust í bakherbergi í Fjalarkettinum í Reykjavík eitt nóvemberkvöld fyrir tæpri öld og ákváðu að stofna félag. Konurnar áttu það sameiginlegt að hafa lagt stund á hjúkrun eða starfað við umönnun sjúklinga og var tilgangur félagsins að hjálpa stúlkum sem vildu fullnuma sig í hjúkrun en fyrstu tvö ár námsins gátu þær lært hér heima en síðasta árið í Danmörku. Hugsjónin um góða menntun hjúkrunarkvenna varð kveikjan að fyrsta félagi hjúkrunarkvenna, síðar hjúkrunarfræðinga og allar götur síðan hafa hjúkrunarfræðinga unnið að því að hjúkrunarmenntun sé í hæsta gæðaflokki hér á landi og hefur sem dæmi hjúkrunarfræði verið kennd á háskólastigi frá 1973. Það hefur orðið raunin enda er t.d. hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands í 100. til 150. sæti af öllum hjúkrunarfræðideildum í heiminum í dag. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar í ár hundrað ára afmæli en félagið er eitt elsta fag- og stéttarfélag kvenna hér á landi. Þó mikið vatn hafi runnið til sjávar frá stofnun félagsins, hefur það alla tíð barist fyrir bættum kjörum og mannsæmandi launum fyrir hjúkrunarfræðinga en 97% þeirra eru konur. Þeirri baráttu er alls ekki lokið og skýtur að vissu leyti skökku við þar sem Ísland er talið það land sem stendur hvað fremst á heimsvísu þegar rætt er um jöfn laun og stöðu kynjanna. Hjúkrunarfræðingar hafa þó áorkað miklu í íslensku heilbrigðikerfi og átt ómetanlegt framlag til heilbrigðisþjónustu landsmanna. Hjúkrunarfræðingar eru fjölmennasta heilbrigðisstéttin og hafa oft verið nefndir hryggjarstykkið í heilbrigðiskerfinu. Þeir gegna mikilvægu hlutverki á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar, fylgja landsmönnum frá vöggu til grafar og sinna þeim á jafnvel þeirra bestu og verstu stundum lífsins. Þó mikið hafi áunnist í viðurkenningu á störfum hjúkrunarfræðinga í íslensku heilbrigðiskerfi erum við enn eftirbátar annarra framsækinna þjóða. Þróun heilbrigðismála á 21. öldinni mun hafa það í för með sér að hjúkrunarfræðingar munu í framtíðinni gegna enn stærra hlutverki innan heilbrigðiskerfisins en nú er. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett fram eindregin tilmæli um að framlag hjúkrunarfræðinga sé styrkt enn frekar með betri nýtingu á þekkingu og reynslu þeirra í heilbrigðiskerfinu. Leiðtogar heimsins hafa verið hvattir til að fjárfesta í hjúkrun til að hámarka framlag hjúkrunarfræðinga og tryggja þannig öllu fólki rétt til heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags þeirra. Til að vekja enn frekari athygli á mikilvægi málsins mun WHO helga árið 2020 hjúkrunarfræðingum. Skýrslur Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) síðustu tvö ár eru á sömu nótum. Breyttar áherslur í heilbrigðiskerfinu og betri nýting á þekkingu og reynslu hjúkrunarfræðinga í starfi, skilar sömu gæðum og bættu aðgengi að heilbrigðisþjónustu, sem og styttri biðtíma. Hér er því kjörið tækifæri fyrir íslensk stjórnvöld, því með auknu vægi hjúkrunar geta þau tryggt fjárhaglega hagkvæmari og betri heilbrigðisþjónustu en veitt er í dag. Í tilefni af aldarafmælinu mun Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagna árinu áfram með ýmsum viðburðum. Á morgun, 12. maí, er alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga og af því tilefni verður haldin messa í Grafarvogskirkju þar sem hjúkrunarfræðinga munu taka virkan þátt í athöfninni. Einnig má þar nefna sögusýninguna Hjúkrun í fortíð, nútíð og framtíð sem haldin verður í Árbæjarsafni og er öllum landsmönnum opin. Sýningin verður opnuð á kvenréttindadaginn 19. júní en þessi dagur er merkilegur í sögu hjúkrunarfræðinga því á þeim degi árið 1933 undirritaði Kristján X. hjúkrunarkvennalög sem gerðu starf hjúkrunarkvenna á Íslandi lögverndað. Sérstök fjölskylduhátíð verður fyrir landsmenn 15. ágúst en sýningin mun standa fram í október 2019. Jafnframt verður ráðstefna, Hjúkrun 2019, haldin á Akureyri 26. -27. september með yfirskriftinni Framtíð, frumkvæði og forvarnir Getur hjúkrun bjargað heilbrigðiskerfinu?Ljóst er að margt hefur áunnist á síðustu 100 árum en áfram mun Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga taka þátt í og hafa frumkvæði að umræðu um hjúkrunar- og heilbrigðismál með hagsmuni skjólstæðinganna að leiðarljósi. Til hamingju kæru hjúkrunarfræðingar.Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjörg Pálsdóttir Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Þær voru ekki margar, konurnar sem hittust í bakherbergi í Fjalarkettinum í Reykjavík eitt nóvemberkvöld fyrir tæpri öld og ákváðu að stofna félag. Konurnar áttu það sameiginlegt að hafa lagt stund á hjúkrun eða starfað við umönnun sjúklinga og var tilgangur félagsins að hjálpa stúlkum sem vildu fullnuma sig í hjúkrun en fyrstu tvö ár námsins gátu þær lært hér heima en síðasta árið í Danmörku. Hugsjónin um góða menntun hjúkrunarkvenna varð kveikjan að fyrsta félagi hjúkrunarkvenna, síðar hjúkrunarfræðinga og allar götur síðan hafa hjúkrunarfræðinga unnið að því að hjúkrunarmenntun sé í hæsta gæðaflokki hér á landi og hefur sem dæmi hjúkrunarfræði verið kennd á háskólastigi frá 1973. Það hefur orðið raunin enda er t.d. hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands í 100. til 150. sæti af öllum hjúkrunarfræðideildum í heiminum í dag. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar í ár hundrað ára afmæli en félagið er eitt elsta fag- og stéttarfélag kvenna hér á landi. Þó mikið vatn hafi runnið til sjávar frá stofnun félagsins, hefur það alla tíð barist fyrir bættum kjörum og mannsæmandi launum fyrir hjúkrunarfræðinga en 97% þeirra eru konur. Þeirri baráttu er alls ekki lokið og skýtur að vissu leyti skökku við þar sem Ísland er talið það land sem stendur hvað fremst á heimsvísu þegar rætt er um jöfn laun og stöðu kynjanna. Hjúkrunarfræðingar hafa þó áorkað miklu í íslensku heilbrigðikerfi og átt ómetanlegt framlag til heilbrigðisþjónustu landsmanna. Hjúkrunarfræðingar eru fjölmennasta heilbrigðisstéttin og hafa oft verið nefndir hryggjarstykkið í heilbrigðiskerfinu. Þeir gegna mikilvægu hlutverki á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar, fylgja landsmönnum frá vöggu til grafar og sinna þeim á jafnvel þeirra bestu og verstu stundum lífsins. Þó mikið hafi áunnist í viðurkenningu á störfum hjúkrunarfræðinga í íslensku heilbrigðiskerfi erum við enn eftirbátar annarra framsækinna þjóða. Þróun heilbrigðismála á 21. öldinni mun hafa það í för með sér að hjúkrunarfræðingar munu í framtíðinni gegna enn stærra hlutverki innan heilbrigðiskerfisins en nú er. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett fram eindregin tilmæli um að framlag hjúkrunarfræðinga sé styrkt enn frekar með betri nýtingu á þekkingu og reynslu þeirra í heilbrigðiskerfinu. Leiðtogar heimsins hafa verið hvattir til að fjárfesta í hjúkrun til að hámarka framlag hjúkrunarfræðinga og tryggja þannig öllu fólki rétt til heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags þeirra. Til að vekja enn frekari athygli á mikilvægi málsins mun WHO helga árið 2020 hjúkrunarfræðingum. Skýrslur Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) síðustu tvö ár eru á sömu nótum. Breyttar áherslur í heilbrigðiskerfinu og betri nýting á þekkingu og reynslu hjúkrunarfræðinga í starfi, skilar sömu gæðum og bættu aðgengi að heilbrigðisþjónustu, sem og styttri biðtíma. Hér er því kjörið tækifæri fyrir íslensk stjórnvöld, því með auknu vægi hjúkrunar geta þau tryggt fjárhaglega hagkvæmari og betri heilbrigðisþjónustu en veitt er í dag. Í tilefni af aldarafmælinu mun Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fagna árinu áfram með ýmsum viðburðum. Á morgun, 12. maí, er alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga og af því tilefni verður haldin messa í Grafarvogskirkju þar sem hjúkrunarfræðinga munu taka virkan þátt í athöfninni. Einnig má þar nefna sögusýninguna Hjúkrun í fortíð, nútíð og framtíð sem haldin verður í Árbæjarsafni og er öllum landsmönnum opin. Sýningin verður opnuð á kvenréttindadaginn 19. júní en þessi dagur er merkilegur í sögu hjúkrunarfræðinga því á þeim degi árið 1933 undirritaði Kristján X. hjúkrunarkvennalög sem gerðu starf hjúkrunarkvenna á Íslandi lögverndað. Sérstök fjölskylduhátíð verður fyrir landsmenn 15. ágúst en sýningin mun standa fram í október 2019. Jafnframt verður ráðstefna, Hjúkrun 2019, haldin á Akureyri 26. -27. september með yfirskriftinni Framtíð, frumkvæði og forvarnir Getur hjúkrun bjargað heilbrigðiskerfinu?Ljóst er að margt hefur áunnist á síðustu 100 árum en áfram mun Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga taka þátt í og hafa frumkvæði að umræðu um hjúkrunar- og heilbrigðismál með hagsmuni skjólstæðinganna að leiðarljósi. Til hamingju kæru hjúkrunarfræðingar.Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun