Lífið

Friðrik Ómar kippir Íslendingum niður á jörðina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Friðrik spáir Íslandi 12.sætinu.
Friðrik spáir Íslandi 12.sætinu.
Hatari stígur á sviðið í Expo-höllinni á þriðjudagskvöldið og flytur þá lagið Hatrið mun sigra á fyrra undankvöldinu en sveitin er 13. á svið.

Friðrik Ómar og Regína Ósk eru reynsluboltar þegar kemur að Eurovision og tóku þau saman þátt árið 2008 í Belgrad. Þá fluttu þau lagið This Is My Life og gerðu það algjörlega óaðfinnanlega. Þau voru fyrstu gestir Júrógarðsins árið 2019 en þátturinn var tekinn upp hér á landi í vikunni og kom þátturinn út í gær.

Regína Ósk er nokkuð bjartsýn og spáir Hatara fimmta sætinu. En Friðrik Ómar kippir Íslendingum aftur á móti niður á jörðina.

„Ég spái að við fljúgum áfram á fyrra kvöldinu og verðum með þeim efstu en þegar líður á tel ég að fólki finnist þetta ekki eins spennandi á lokakvöldinu og við lendum í 12.sæti,“ sagði Friðrik Ómar en hér að neðan má sjá þáttinn. Spá þeirra kemur undir lok þáttarins.

Friðrik Ómar mætir í Júrógarðinn á miðvikudaginn þar sem farið verður yfir frammistöðu Hatara eftir fyrra undankvöldið.

Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Tel Aviv næstu daga. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Júrógarðurinn er í boði Domino´s.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×