Innlent

Greiða atkvæði um þungunarrof

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Atkvæðagreiðsla fer fram um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur í dag.
Atkvæðagreiðsla fer fram um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur í dag.
Atkvæði verða greidd á Alþingi í dag um frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þungunarrof. Miklar deilur hafa staðið um það ákvæði frumvarpsins að heimila þungunarrof fram á 22. viku meðgöngu óháð því hvaða ástæður liggja að baki.

Við þriðju umræðu málsins í dag verða meðal annars greidd atkvæði um breytingartillögur, annars vegar frá Páli Magnússyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, og hins vegar frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, þingmanni Miðflokksins.

Leggur Páll til að þungunarrof verði heimilað fram á 20. viku en Anna Kolbrún leggur til að miðað verði við 18. viku meðgöngu. Þá hafa þingmenn Flokks fólksins lýst yfir mikilli andstöðu við efni frumvarpsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×