Hilmar Örn vann sterkt mót í Bandaríkjunum Hjörvar Ólafsson skrifar 13. maí 2019 16:45 Hilmar Örn Jónsson. vísir/andri marinó Hilmar Örn Jónsson, nýbakaður Íslandsmethafi í sleggjukasti, varð um helgina ACC-svæðismeistari í Bandaríkjunum. Hilmar Örn stundar nám og keppir fyrir University of Virginia. Hann hefur átt frábært keppnistímabil og í lok apríl bætti hann ellefu ára gamalt Íslandsmet í sleggjukasti. Hilmar átti flotta kastseríu í gær og átti fjögur köst yfir 72 metra. Það lengsta var 72,84 metrar. Hilmar varð ACC-svæðismeistari fjórða árið í röð og varð sá fyrsti í sögu svæðisins til að vera svæðismeistari í sleggjukasti öll fjögur keppnisárin sín. Aðeins hefur einum öðrum tekist það í öðrum greinum. Íþróttamálum í Bandaríkjunum er þannig háttað að landinu er skipt upp í svæði. Skóli Hilmars er hluti af Atlantic Coast Conference sem samanstendur af 15 sterkum skólum. Með góðum árangri þar komast einstaklingar í fjórðungsundankeppni þar sem 64 bestu úr hverri grein keppa um að komast í lokameistaramótið. Tólf efstu úr fjórðungsundankeppninni komast á það mót þar sem sigurvegari mótsins verður bandarískur meistari. Hilmar er því kominn áfram í fjórðungsundankeppnina. Ef vel tekst til hjá honum þar mun hann keppa á lokameistaramótinu sem fer fram í byrjun júní. Til að eiga möguleika á titli þarf heimsklassa árangur. Íslandsmet Hilmars er 75,26 metrar og sem stendur er hann í þrettánda sæti heimslistans árið 2019. Þetta er besta tímabil Hilmars Arnar frá upphafi og því verður spennandi að fylgjast með honum á komandi vikum. Birtist í Fréttablaðinu Íþróttir Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirsótt Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, snóker, íshokkí og enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Amorim segir leikmenn sína hrædda Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Sjá meira
Hilmar Örn Jónsson, nýbakaður Íslandsmethafi í sleggjukasti, varð um helgina ACC-svæðismeistari í Bandaríkjunum. Hilmar Örn stundar nám og keppir fyrir University of Virginia. Hann hefur átt frábært keppnistímabil og í lok apríl bætti hann ellefu ára gamalt Íslandsmet í sleggjukasti. Hilmar átti flotta kastseríu í gær og átti fjögur köst yfir 72 metra. Það lengsta var 72,84 metrar. Hilmar varð ACC-svæðismeistari fjórða árið í röð og varð sá fyrsti í sögu svæðisins til að vera svæðismeistari í sleggjukasti öll fjögur keppnisárin sín. Aðeins hefur einum öðrum tekist það í öðrum greinum. Íþróttamálum í Bandaríkjunum er þannig háttað að landinu er skipt upp í svæði. Skóli Hilmars er hluti af Atlantic Coast Conference sem samanstendur af 15 sterkum skólum. Með góðum árangri þar komast einstaklingar í fjórðungsundankeppni þar sem 64 bestu úr hverri grein keppa um að komast í lokameistaramótið. Tólf efstu úr fjórðungsundankeppninni komast á það mót þar sem sigurvegari mótsins verður bandarískur meistari. Hilmar er því kominn áfram í fjórðungsundankeppnina. Ef vel tekst til hjá honum þar mun hann keppa á lokameistaramótinu sem fer fram í byrjun júní. Til að eiga möguleika á titli þarf heimsklassa árangur. Íslandsmet Hilmars er 75,26 metrar og sem stendur er hann í þrettánda sæti heimslistans árið 2019. Þetta er besta tímabil Hilmars Arnar frá upphafi og því verður spennandi að fylgjast með honum á komandi vikum.
Birtist í Fréttablaðinu Íþróttir Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirsótt Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, snóker, íshokkí og enski boltinn Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Amorim segir leikmenn sína hrædda Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Sjá meira