Sara Björk segist vera stolt af tímabilinu þar sem mikið gekk á bak við tjöldin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2019 19:30 Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar titlinum með hinni sænsku Nillu Fischer. Getty/ Thomas Eisenhuth Sara Björk Gunnarsdóttir, Íþróttamaður ársins 2018, varð á dögunum tvöfaldur meistari með þýska liðinu VfL Wolfsburg en þetta er þriðja árið í röð sem hún er bæði þýskur meistari og þýskur bikarmeistari. Sara Björk hefur nú unnið sjö meistaratitla í Svíþjóð og í Þýskalandi (og tólf titla samtals) síðan að hún fór út í atvinnumennsku fyrir rúmum átta árum síðan. Sara varð fjórum sinnum sænskur meistari með LdB FC Malmö (seinna Rosengård). Sara Björk fagnar þessu frábæra tímabili inn á fésbókarsíðu sinni í dag en vill að stuðningsfólk sitt og aðdáendur átti sig á því að árangur kemur ekki að sjálfum sér. Það hefur nefnilega greinilega mikið verið í gangi á bak við tjöldin á þessu tímabili. Sara Björk skrifar færslu sína á ensku en hana má sjá hér fyrir neðan. „Oft sér fólk bara titlana og sigurstundirnar í lok tímabils,“ skrifaði Sara Björk og hélt svo áfram: „Það sem fólk sér ekki er öll vinnan og tileinkunin. Fólk sér ekki það sem lagt er á sig aukalega utan vallar. Fólk sér ekki vonbrigðin og áföllin sem þurfti að yfirvinna. Fólk sér ekki andlegu pressuna eða kvíðann sem maður þarf að takast á við. Fólk sér ekki agann eða fórnir manns eða það að þurfa að glíma við miklar væntingar í hverjum leik,“ skrifaði Sara. „Þetta er allt sem gerist á bak við tjöldin. Þetta er það sem gerir okkur að leikmönnum og það er þarna sem ég mæli árangur. Annað ár að baki með mikla vinnu á bak við tjöldin og tvo titla. Ég er stolt,“ skrifaði íslenski landsliðsfyrirliðinn í uppgjöri sínu á eftirminnilegu tímabili. Þýski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, Íþróttamaður ársins 2018, varð á dögunum tvöfaldur meistari með þýska liðinu VfL Wolfsburg en þetta er þriðja árið í röð sem hún er bæði þýskur meistari og þýskur bikarmeistari. Sara Björk hefur nú unnið sjö meistaratitla í Svíþjóð og í Þýskalandi (og tólf titla samtals) síðan að hún fór út í atvinnumennsku fyrir rúmum átta árum síðan. Sara varð fjórum sinnum sænskur meistari með LdB FC Malmö (seinna Rosengård). Sara Björk fagnar þessu frábæra tímabili inn á fésbókarsíðu sinni í dag en vill að stuðningsfólk sitt og aðdáendur átti sig á því að árangur kemur ekki að sjálfum sér. Það hefur nefnilega greinilega mikið verið í gangi á bak við tjöldin á þessu tímabili. Sara Björk skrifar færslu sína á ensku en hana má sjá hér fyrir neðan. „Oft sér fólk bara titlana og sigurstundirnar í lok tímabils,“ skrifaði Sara Björk og hélt svo áfram: „Það sem fólk sér ekki er öll vinnan og tileinkunin. Fólk sér ekki það sem lagt er á sig aukalega utan vallar. Fólk sér ekki vonbrigðin og áföllin sem þurfti að yfirvinna. Fólk sér ekki andlegu pressuna eða kvíðann sem maður þarf að takast á við. Fólk sér ekki agann eða fórnir manns eða það að þurfa að glíma við miklar væntingar í hverjum leik,“ skrifaði Sara. „Þetta er allt sem gerist á bak við tjöldin. Þetta er það sem gerir okkur að leikmönnum og það er þarna sem ég mæli árangur. Annað ár að baki með mikla vinnu á bak við tjöldin og tvo titla. Ég er stolt,“ skrifaði íslenski landsliðsfyrirliðinn í uppgjöri sínu á eftirminnilegu tímabili.
Þýski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Sjá meira