Game of Thrones: Heitt í kolunum í Westeros Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2019 08:45 Raaaarrrr, ég er dreki, raaaaaarrrrr. Ég nenni þessu svo engan veginn og trúi því ekki að fólk sé að slysast í þessar umfjallanir án þess að hafa horft. Eeeen.... Hér að neðan verður fjallað um fimmta þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones. Ef þú lesandi góður vilt ekki vita hvað gerðist þar og ýmislegt fleira, er best að þú lokir þessum glugga hið snarasta. Við erum að fara að tala um allt mögulegt og erum ekki viss um að þú ráðir við þetta. Síðasti séns. Jæja. Einn þáttur eftir. Sá fimmti var rosalegt sjónvarp að mínu viti og ég hef ekki hugmynd um hver framvindan verður. Meira um það seinna þó. Það helsta sem ég lærði af þessum þætti er að sex þættir eru ekki nóg til að ljúka þessari seríu. Þar að auki lærði ég að það er enginn riddari á hvítum hesti í heimi Game of Thrones og heimurinn er ekki svartur og hvítur. Meira að segja Jon Snow hefur nú tekið þátt í einhverjum versta stríðsglæp Westeros. Ég lærði líka að #CleganeBowl var alveg eins æðislegt og mig grunaði í öll þessi ár. Ef ég á að segja satt frá þá á ég erfitt með að muna eftir fyrri hluta þáttarins og hvað gerðist, þar sem seinni hlutinn situr fast í manni en ég geri mitt besta. Glósurnar eru að koma sér ansi vel núna. Þátturinn byrjaði á æsispennandi máta þar sem geldingurinn Varys var að skrifa bréf og tala við barn um það að drottningin neitaði að borða. Það var þó áhugavert að sjá hvað hann var að skrifa. Það sem var sýnilegt var:„…ekki eini Targaryen eftir. Rhaegar og Lyanna… sonur þeirra er lifandi og var falinn af Eddard Stark… hann er sannur erfingi Járnkrúnunnar…“ Þarna er Varys augljóslega að segja einhverjum frá því hver Jon Snow er raunverulega og þar með að framfylgja áætlun Sönsu Stark. Hver veit? Mögulega var hann að segja öllum frá því hver Jon er. Jon gerði honum þó ljóst að hann vildi ekkert með krúnuna hafa. Það virðist þó ekki hafa virkað á Varys.Það fór lítið fyrir því en ég er nokkuð viss um að hann hafi líka verið að reyna að ráða Daenerys af dögum. Þegar Varys var að tala við stúlkuna um að Daenerys vildi ekki borða, virtist vera dagur og hann sagði; „Við reynum aftur í kvöldmatnum“. Hún var lafandi hrædd og hann þurfti að stappa í hana stálinu. Fyrir mér vísar þetta samtal til þess að Varys hafi verið að reyna að láta þetta barn, sem fram kom að var að vinna í eldhúsinu, eitra fyrir Daenerys. Hún hefði varla verið svona stressuð ef hún átti bara að kanna hvort drottningin væri að borða.Sendi kannski fullt af bréfum Varys hélt áfram að skrifa, seinna tók hann á móti Jon við komu hans til Dragonstone og það var komið kvöld, eða jafnvel nótt þegar hann var handtekinn. Þá var Varys enn að skrifa og það er ekki óraunhæft að gera ráð fyrir því að mögulega hafi hann skrifað haug af bréfum og sent hrafna út um alla heimsálfuna. Ef svo er, þá vita eflaust flestir lávarðar Westeros hver Jon er og þeir vita einnig að Daenerys er gjörsamlega gengin af göflunum. Í stað þess að tryggja stöðu sína í sessi, hefur Daenerys grafið undan sjálfri sér og styrkt stöðu Jon. Nema auðvitað ef að lávarðar Westeros eru hræddir við að hallir þeirra og borgir verði brenndar til ösku. Það gæti verið mögulegt.Það var líka áhugavert að sjá að þegar Tyrion sagði Daenerys frá því að Varys hefði svikið hana, var hún búin að sjá það fyrir og fannst það til marks um að Jon hefði svikið hana með því að segja Sönsu og Aryu frá uppruna sínum, þvert á óskir hennar. Fyrst hún var búin að sjá þetta fyrir og grunaði að Varys myndi svíkja sig er skiljanlegt að hún borðaði ekki. Þá var hún einnig að prófa Tyrion og athuga hvort hann myndi segja eitthvað. Ef ég er að meta þetta rétt. Þetta var í rauninni fyrsti þátturinn sem ég sá almennilega að hún var að ganga af göflunum en seinna í þættinum fór það ekkert á milli mála. The Mad Queen er komin í hús og hún gerði nákvæmlega það sem hún lofaði að gera fyrir nokkrum þáttaröðum. Kannski er ég bara vitlaus, því það eru einhvern veginn allir og ömmur þeirra að garga af húsþökum að þeir hafi séð þetta fyrir. Daenerys rústaði svo sannarlega hjólinu sem hún sagðist ætla að brjóta en nú er ég aftur kominn fram úr sjálfum mér.Tyrion grunaði í hvað stefndi og gerði tilraun til að koma í veg fyrir það með því að frelsa bróður sinn Jaime sem hafði verið handsamaður (handa-pun eru best) á leiðinni suður til King‘s Landing. Tyrion tókst að losa hann úr haldi og jafnvel koma honum úr herbúðum Dany-liða og sagði honum að sannfæra Cersei um að gefast upp og flýja frá King‘s Landing. Gjörsamlega galin áætlun sem var aldrei að fara að virka enda virkaði það ekki. Jaime tókst ekki að komast að Cersei fyrr en orrustan var búin og dóu þau í faðmlögum þegar höllin hrundi yfir þau. Það var aðallega tvennt sem fór í taugarnar á mér þarna. Bæði Euron og Cersei fengu óþolandi óviðeigandi og auðvelda dauðdaga. Cersei dó í faðmi Jaime en hann átti að drepa hana. Ég veit ekki hve oft ég hef skrifað um spádóminn um að „litli bróðir“ Cersei myndi drepa hana en það var það eina sem átti eftir að rætast af þessum spádómum.Spádómurinn sagði til um að þegar hún væri að drukkna í eigin tárum myndi yngri bróðir hennar vefja höndunum um hálsinn á henni og kyrkja úr henni lífið. Þessi spádómur kom reyndar aðeins fram í bókunum og þetta var ákveðið tvist á hann, hvernig þau dóu, en mér finnst einhvern veginn eins og hún hefði þurft að deyja í augsýn annarra. Allir hinir í Kings Landing voru reyndar að drepast líka en ég hefði viljað eitthvað húllumhæ. Lena Heady segir í viðtali við EW að þetta sé líklega í eina skiptið sem Cersei sé sátt og mér finnst hún ekkert eiga það skilið.Þetta var samt skemmtilega póetískt. Þau komu saman í heiminn, eyddu tíma sínum í heiminum saman og fóru saman. Jæja. Ég er búinn að sannfæra sjálfan mig. Þetta var fínt.Drullusokkurinn sem dó bara Hitt er Euron. Í fyrsta lagi það að hann hafi lifað af árás Daenerys og tekist að synda alla leið í land. Það var asnalegt og þjónaði engum tilgangi. Hann var ekki pyntaður eða neitt. Hann var bara stunginn og dó. Allt of þægilegur dauðdagi fyrir einstaklega óþolandi drullusokk. Hann hefði mátt kveljast eitthvað eða bara drepast í eldhafinu út á sjó. Hver var tilgangur þessa atriðis ef Jaime drapst ekki einu sinni vegna þessara sára? Lokaorðin hans Euron rættust ekki einu sinni, þó þau hafi verið semi töff. Jaime Lannister tókst líka að drepa tvo konunga á ævinni. Ekki slæmt það.Áður en við byrjum á orrustunni vil ég tala aðeins um bardaga Sandor Clegane við lík bróður síns. Hann var geggjaður og aðdragandinn einnig. Arya fór með Sandor til King‘s Landing með því markmiði að drepa Cersei. Sandor sá þó í hvað stefndi og sagði Aryu að koma sér í burtu, því sama hvað gerðist myndi það enda illa fyrir hana. „Viltu verða eins og ég,“ sagði hann og það einkar vel. Arya er líklegast eina manneskjan sem Sandor hefur þótt vænt um og jafnvel elskað. Þetta var voða sætt og Sandor sýndi að hann var krútt inn við beinið. Með þessu vildi hann bjarga henni frá því að líf hennar snerist um ofbeldi og morð. Svo hún yrði ekki eins og hann sjálfur. Það var líka magnað að sjá Fjallið neita að fylgja skipunum Cersei og Qyburn og jafnvel drepa ógeðið. Það þykir mér til marks um að hann hafi verið með frjálsan vilja allan tímann. Það að Fjallið reyndi að drepa Sandor með sömu aðferð og hann drap Oberyn Martell á sínum tíma er líka til marks um einhvers konar vilja. Sandor tókst þó ætlunarverk sitt en eins og hann vissi komst hann ekki lifandi frá því. Mér fannst þetta fínn endir hjá Sandor og honum tókst að hjálpa vinkonu sinni.S8 Ep 5: The Hound's GiftÞá komum við að orrustunni um King‘s Landing. Hún var rosaleg og byrjaði af miklum krafti. Daenerys kom eins og þruma úr heiðskíru lofti niður á Járnflotann og brenndi hann eins og hann lagði sig. Bara ef Drogon hefði líka geta flogið hærra en fimmtíu metra yfir sjávarmáli þegar Járnflotinn sat fyrir þeim í síðasta þætti. Það hefði hjálpað mikið til. Burtséð frá þessu nöldri, þá var þetta einfaldlega mjög töff atriði og mikið sjónarspil. Það var þó meira töff hvernig fór með Gullnu herdeildina. Jon, Grey Worm og félagar stóðu svo lengi andspænis þeim án þess að gera neitt að þetta var nánast vandræðalegt. Þar til Drogon og Dany mættu á staðinn. Gullna herdeildin my ass. Þessum atvinnuhermönnum var gjörsamlega slátrað og það auðveldlega.Loksins var ágætis taktík í gangi í Game of Thrones. Samt ekki. Taktíkin var beisiklí; „Ég kem, drep ógeðslega marga, brýt niður hliðið og þið spænið inn í borgina og gerið eitthvað.“ Virkaði samt fínt. Það var samt annað sem virkaði engan veginn. Það var að ef bjöllum borgarinnar yrði hringt væri það til marks um uppgjöf. Hermenn Cersei kölluðu eftir því að bjöllunum yrði hringt í góða mínútu áður en það gerðist og ég veit ekki með ykkur en spennan í stofunni heima hjá mér var gífurleg. Ég var reyndar bara einn en andrúmsloftið var rafmagnað. Þegar bjöllurnar loksins hringdu var ég mjög ánægður með lífið. Daenerys var ekki óð eftir allt saman og allir gátu verið hamingjusamir til æviloka. En nei, sú tilfinning varði ekki lengi. Ég hefði skilið það ef Daenerys hefði farið og brennt Red Keep til grunna en það var ákveðið overkill að þurrka bara borgina út.Mér fannst Emilia Clark sýna mjög góðan leik í þessu atriði, þó ég sé enginn sérfræðingur. Lena Heady er þó geggjuð sem Cersei. Hvernig hún fór úr því að vera hrokafull, yfir í að vera vonsvikinn yfir því að tapa, yfir í að vera lafandi hrædd við að sjá eyðilegginguna og átta sig á því að hún sé ekki lengur „the baddest bitch in town“, ef svo má að orði komast. Þetta er einfaldlega magnað atriði. Þarna sjáum við að stríð eru ekki falleg og að hetjurnar okkar eru ekki saklausar. Þó Daenerys hafi gengið af göflunum var ekkert sem þvingaði her Jon og Dany til að ganga af göflunum einnig. Það rann æði á liðið og úr varð eitt heljarinnar blóðbað. Daenerys er ein og einangruð. Bestu vinir hennar eru dauðir. Hún er reið yfir því hver Jon er og að hann hafi sagt frá því. Það hefur mikið gengið á hjá henni og þetta voru í rauninni skilaboðin frá Missandei, rétt áður en hún var drepin. Dracarys! Grey Worm virðist þó vera orðinn alveg jafn klikkaður og Daenerys. Þegar Jon reyndi að stöðva herinn gaf GW honum ekkert lítið ógnvekjandi lúkk. Það mun eitthvað gerast á milli þeirra.Hér má sjá þau Emiliu Clarke, Kit Harington, Peter Dinklage og Jacob Anderson ræða þessa umbreytingu Daenerys. Það er sérstaklega áhugavert að heyra sjónarhorn Clarke.S8 Ep 5: The Mad QueenManni finnst samt eins og Dany og Drogon hefðu átt að drepa haug af eigin mönnum í þessu eldhafi þeirra, en það er annað mál. Í atriðinu hér að ofan, frá King's Landing, er tilvísun í gamlan þátt í fjórðu þáttaröð þegar Bran fékk sýn og sá skugga eins dreka yfir King‘s Landing. Hann sá líka konungs/drottningarsal Red Keep í rústum og snjókomu, sem hægt er að færa rök fyrir að hafi verið aska. Þó þetta hafi alltaf verið snjór.Daenerys fékk sambærilega sýn í annarri þáttaröð þar sem hún sá konungssalinn í rúst og allt út í snjó. Kannski ösku en pottþétt snjó.Magnaður eldur Aftur að eldi Drogon. Það er eitt varðandi hann sem pirraði mig ekki, af því að þetta var ógeðslega flott, en það stuðaði mig aðeins. Það var hvernig eldurinn frá drekanum virtist sprengja allt sem hann snerti í tætlur. Hver andardráttur var eins og sprengja en eldur virkar ekki þannig og hefur ekki gert það í sögum GRRM hingað til. Tökum Harrenhal sem dæmi. Það er stærðarinnar kastali í Riverlands sem Harren Hoare lét byggja. The Ironborn stjórnuðu Riverlands þá með harðri hendi. Við sáum hann í fyrstu þremur þáttaröðunum. Til dæmis hélt Tywin Lannister til þar um tíma þegar hann var í stríði við Robb Stark og Arya var einmitt þar líka á þeim tíma. Good times. Þegar Aegon Targaryen, sá fyrsti, kom til Westeros fór hann til Harrenhal og sagði Harren, sem var kallaður Harren Black, að gefast upp eða deyja. Harren sagði honum kurteisislega að fokka sér. Allavega eins kurteisislega og maður getur ímyndað sér að konungur Ironborn geti verið. Aegon gæti ekki tekið Harrenhal með svo litlum her og benti Harren honum einnig á það að steinn brenni ekki. Að endingu beitti Aegon nánast sama bragði og Deanerys beitti gegn Ironborn í þættinum sem við erum að tala um. Hann kom fljúgandi úr háloftunum á drekanum Balerion og baðaði kastalann í eldi. Steinarnir í kastalanum brunnu ekki en þeir hitnuðu verulega, samkvæmt sögunum, og kastalinn varð að nokkurs konar ofni. Mennirnir á veggjum kastalans brunnu en þeir sem voru inni í kastalanum bökuðust.Hér að neðan má sjá þessa sögu. Allt myndbandið er reyndar mjög skemmtilegt en það er langt.Hvað gerist svo? Það er erfitt að reyna að spá fyrir um hvað sé að fara að gerast og ég skil ekki hvernig þessu á að ljúka með einum þætti til viðbótar. Það má vel vera að Daenerys sé bara búin að ná stjórninni og muni stýra Westeros sem harðstjóri. Það kemur alveg til greina, þó okkur gruni ef til vill öll að hún verði drepin. Ég held svei mér þá að ég yrði sáttur við það. Ég yrði líka sáttur við að Westeros færi í ruglið aftur og konungsríkinu yrði skipt upp. Nýr konungur í hverju horni. Sansa gæti tekið yfir stjórn Norðursins, Riverlands og Vale. Þá væri hún að stjórna stærðarinnar konungsríki. Manni þykir líklegast að Jon muni drepa Daenerys en af því að mér þykir það líklegt, þykir mér hæpið að það gerist. Ég er ekki viss um að ég sé að koma þessu skiljanlega frá mér en framleiðendur þáttanna virðast leggja mikið á sig þessa dagana til að snúa upp á væntingar áhorfenda. Ég er nefnilega líka þeirrar skoðunar að Jon muni deyja og því hef ég ekki hugmynd um hver ætti að verða konungur. Tyrion er einhvern veginn orðinn of bugaður og ég held að hann sé ekki nægilega virtur til að taka við. Gendry á ef til vill rétt á því en það er ólíklegt að lávarðarnir myndu standa við bakið á honum. Sansa á mikið af bandamönnum. Hún gæti svo sem orðið drottning. Segjum sem svo að Jon drepi Daenerys. Arya er reyndar líkleg líka og því þykir mér það hæpið en: Hvað þá? Drogon myndi eflaust ekkert fyrirgefa það og hvað þá Unsullied og Dothraki. Það þyrfti ef til vill eina orrustu til viðbótar en það er enginn her til staðar sem gæti sigrað þá. Aftur. Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta á eftir að fara og skil ekki hvernig þetta á að klárast í einum þætti.Hvað varð um veturinn? Random pæling sem kemur þáttunum kannski ekkert við. Í endalok síðustu þáttaraðar var farið að snjóa í King's Landing en það var ekki að sjá nokkurn snjó eða að það væri eitthvað kalt þar í borg. Hvað varð um veturinn þegar Næturkonungurinn var drepinn? Framleiðendur þáttanna og GRRM hafa gefið ótrúlega lítið upp varðandi hve mikill tími hefur liðið í þáttunum og í raun vitum við lítið sem ekkert um sólarhringinn eða árstíðir í söguheimi Game of Thrones. Nánast það eina sem hefur komið fram í bókunum er að mánuðir virðast taldir í tunglum. Við vitum ekki hve margir dagar eru á milli tungla (kvartílaskipta) né hve mörg tungl eru í ári. Árstíðir eru ekki einu sinni góður mælikvarði á tíma í Westeros, því veturinn skellur á eftir handahófi og þeir eru mislangir. Sumir hafa varið í mörg ár, samkvæmt gömlum sögum. Í bókinni The World of Ice and Fire segir að maesterarnir í The Citadel hafi lengi reynt að átta sig á því hvernig hægt væri að spá til um komu vetrar, án árangurs. Það er eiginlega bara útskýrt á þann veg að einhverjir galdrar hafi fokkað í árstíðunum. Þær hafi mögulega áður verið reglulegar. Þetta er eitthvað sem mig langar að vita, hvort að dauði Næturkonungsins hafi fært allt í eðlilegt horf eða af hverju veturinn er í svona miklu rugli þarna. Það kemur þáttunum þó lítið sem ekkert við. Bara persónuleg forvitni sem ég er að þvinga ykkur til að lesa.Punktar og vangaveltur -Eina vitið hefði verið að hafa fleiri þætti í þessari þáttaröð og sýna fall Daenerys betur, því frá mínum bæjardyrum séð, fór hún allt of hratt frá því að virðast við ágæta heilaheilsu í það að vera snælduóð og drepa milljón manns. Þó þeir hefðu bara verið með einn eða tvo þætti til viðbótar, þá held ég að það hefði bætt þetta mikið. Ég geri mér grein fyrir því að það er búið að tísa þetta í mörg ár en þetta virtist bara skella á einhvern veginn þrátt fyrir það. Sérstaklega með tilliti til síðustu þáttaraðar. Ég man ekki til þess að hafa orðið var við neitt annað en að hún væri ánægð og í toppstandi. Fyrir utan það auðvitað að drekinn hennar var drepinn en það var einhvern veginn hlaupið fram hjá því. Í örfáum þáttum sáum við persónu sem höfum fylgst með og jafnvel dáð í mörg ár breytast í algjört skrímsli og það er ósköp eðlilegt að margir telji sig svikna. Frá mínum bæjardyrum séð er þó ljóst að við vorum aldrei að fara að fá gamla góða Game of Thrones. Það er verið að klára þetta og eftir tveggja ára bið er það smá sárt. D&D voru greinilega komnir í vandræði með söguna, eins og GRRM. Sex þættir eru þó augljóslega ekki nóg. -Þessi þáttur sýndi samt enn og aftur að þegar kemur að myndatöku, tæknibrellum og góðri sjónvarpsgerð eru engir sem eru á sama leveli og GOT. -Ég veit að það kom fram í síðasta þætti að einungis helmingur Dothraki hefði drepist í heimska áhlaupinu þarna en það bara meikar ekkert sens. Hvar í helvítinu hafa allir þessir gaurar verið? -Það var töff að sjá gamlar birgðir af Wildfire springa hér og þar í King‘s Landing. Ég geri ráð fyrir að þetta sé frá því að Aerys Targaryen, brjálaði pabbi brjáluðu Daenerys, lét koma efninu fyrir víðs vegar um borgina á árum áður. -Aerys vildi einmitt brenna borgina eins og hún lagði sig. Dóttir hans varð við því. -Hvað varð um Bronn? Er hann að fara að stinga upp kollinum í næsta þætti og krefjast þess að fá Highgarden? Það er ekki fræðilegur að Daenerys muni verða við því og Tyrion verður ekki í stöðu til að stinga upp á því, ef hún bara drepur hann ekki. Ég er mjög forvitinn á hvað verður um Bronn, því hann á eftir að koma aftur. -Hvað er að gerast í Dorne? Þessi nýi prins sem var nefndur um daginn ætti að sitja á stærðarinnar her, eftir margra ára átök annarsstaðar í Westeros og gæti skipt miklu máli. Hann mun þó ekki gera það. -Mig grunar að ég (við öll) séum að fara að verða fyrir vonbrigðum í næstu viku. Það verða engin makleg málagjöld og enginn mun lifa hamingjusamur til æviloka. Hér er svo myndband af D.B. Weiss og David Benioff ræða þáttinn, eins og þeir gera alltaf. Áhugaverð innsýn í framleiðsluferlið og ferðalag Aryu í gegnum King‘s Landing. Þeir segja frá því að hennar sjónarhorn var notað til að fanga eyðilegginguna almennilega og það er óhætt að segja að það hafi virkað vel, þó það hafi verið undarlegt hve mikið hún þoldi og að hún hafi yfir höfuð lifað af.Endum á stiklunni fyrir næsta þátt, sem segir þó merkilega lítið. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Game of Thrones: Sorgleg en tímabær endalok Leikarar hinna gífurlega vinsælu þátta, Game of Thrones, eru einkar sorgmæddir yfir því að þættirnir séu að klárast þó þeim þyki tímabært að binda enda á þennan langa kafla. 11. mars 2019 11:30 Hver er versti stríðsglæpamaður Game of Thrones? Nú þegar það styttist í síðustu þáttaröð Game of Thrones er nauðsynlegt að svara stóru spurningunum sem eru á allra vörum. 9. apríl 2019 21:15 Game of Thrones: Hvað getur maður sagt? Hér verður farið yfir þriðja þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones, sem var eitthvað það besta sem boðið hefur verið upp á í sjónvarpi, þó margt hafi farið í taugarnar á undirrituðum. 30. apríl 2019 08:45 Game of Thrones: Allt í rugli í Westeros? Hér verður fjallað um fjórða þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones. Ekki lesa þetta ef þið eruð ekki búin að horfa. 7. maí 2019 08:45 Game of Thrones: Ballið byrjar á ný, loksins Guðirnir eru góðir. Game of Thrones er byrjað á ný. 16. apríl 2019 08:45 Game of Thrones: Lognið á undan storminum Hér er farið yfir vendingar í öðrum þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones. 24. apríl 2019 08:45 Hver er lykillinn að velgengni Game of Thrones? Hvað er það við GOT sem nær til þessara mismunandi hópa, þvert á aldur, áhugasvið og drullusokka-stig? 20. mars 2019 08:45 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Ég nenni þessu svo engan veginn og trúi því ekki að fólk sé að slysast í þessar umfjallanir án þess að hafa horft. Eeeen.... Hér að neðan verður fjallað um fimmta þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones. Ef þú lesandi góður vilt ekki vita hvað gerðist þar og ýmislegt fleira, er best að þú lokir þessum glugga hið snarasta. Við erum að fara að tala um allt mögulegt og erum ekki viss um að þú ráðir við þetta. Síðasti séns. Jæja. Einn þáttur eftir. Sá fimmti var rosalegt sjónvarp að mínu viti og ég hef ekki hugmynd um hver framvindan verður. Meira um það seinna þó. Það helsta sem ég lærði af þessum þætti er að sex þættir eru ekki nóg til að ljúka þessari seríu. Þar að auki lærði ég að það er enginn riddari á hvítum hesti í heimi Game of Thrones og heimurinn er ekki svartur og hvítur. Meira að segja Jon Snow hefur nú tekið þátt í einhverjum versta stríðsglæp Westeros. Ég lærði líka að #CleganeBowl var alveg eins æðislegt og mig grunaði í öll þessi ár. Ef ég á að segja satt frá þá á ég erfitt með að muna eftir fyrri hluta þáttarins og hvað gerðist, þar sem seinni hlutinn situr fast í manni en ég geri mitt besta. Glósurnar eru að koma sér ansi vel núna. Þátturinn byrjaði á æsispennandi máta þar sem geldingurinn Varys var að skrifa bréf og tala við barn um það að drottningin neitaði að borða. Það var þó áhugavert að sjá hvað hann var að skrifa. Það sem var sýnilegt var:„…ekki eini Targaryen eftir. Rhaegar og Lyanna… sonur þeirra er lifandi og var falinn af Eddard Stark… hann er sannur erfingi Járnkrúnunnar…“ Þarna er Varys augljóslega að segja einhverjum frá því hver Jon Snow er raunverulega og þar með að framfylgja áætlun Sönsu Stark. Hver veit? Mögulega var hann að segja öllum frá því hver Jon er. Jon gerði honum þó ljóst að hann vildi ekkert með krúnuna hafa. Það virðist þó ekki hafa virkað á Varys.Það fór lítið fyrir því en ég er nokkuð viss um að hann hafi líka verið að reyna að ráða Daenerys af dögum. Þegar Varys var að tala við stúlkuna um að Daenerys vildi ekki borða, virtist vera dagur og hann sagði; „Við reynum aftur í kvöldmatnum“. Hún var lafandi hrædd og hann þurfti að stappa í hana stálinu. Fyrir mér vísar þetta samtal til þess að Varys hafi verið að reyna að láta þetta barn, sem fram kom að var að vinna í eldhúsinu, eitra fyrir Daenerys. Hún hefði varla verið svona stressuð ef hún átti bara að kanna hvort drottningin væri að borða.Sendi kannski fullt af bréfum Varys hélt áfram að skrifa, seinna tók hann á móti Jon við komu hans til Dragonstone og það var komið kvöld, eða jafnvel nótt þegar hann var handtekinn. Þá var Varys enn að skrifa og það er ekki óraunhæft að gera ráð fyrir því að mögulega hafi hann skrifað haug af bréfum og sent hrafna út um alla heimsálfuna. Ef svo er, þá vita eflaust flestir lávarðar Westeros hver Jon er og þeir vita einnig að Daenerys er gjörsamlega gengin af göflunum. Í stað þess að tryggja stöðu sína í sessi, hefur Daenerys grafið undan sjálfri sér og styrkt stöðu Jon. Nema auðvitað ef að lávarðar Westeros eru hræddir við að hallir þeirra og borgir verði brenndar til ösku. Það gæti verið mögulegt.Það var líka áhugavert að sjá að þegar Tyrion sagði Daenerys frá því að Varys hefði svikið hana, var hún búin að sjá það fyrir og fannst það til marks um að Jon hefði svikið hana með því að segja Sönsu og Aryu frá uppruna sínum, þvert á óskir hennar. Fyrst hún var búin að sjá þetta fyrir og grunaði að Varys myndi svíkja sig er skiljanlegt að hún borðaði ekki. Þá var hún einnig að prófa Tyrion og athuga hvort hann myndi segja eitthvað. Ef ég er að meta þetta rétt. Þetta var í rauninni fyrsti þátturinn sem ég sá almennilega að hún var að ganga af göflunum en seinna í þættinum fór það ekkert á milli mála. The Mad Queen er komin í hús og hún gerði nákvæmlega það sem hún lofaði að gera fyrir nokkrum þáttaröðum. Kannski er ég bara vitlaus, því það eru einhvern veginn allir og ömmur þeirra að garga af húsþökum að þeir hafi séð þetta fyrir. Daenerys rústaði svo sannarlega hjólinu sem hún sagðist ætla að brjóta en nú er ég aftur kominn fram úr sjálfum mér.Tyrion grunaði í hvað stefndi og gerði tilraun til að koma í veg fyrir það með því að frelsa bróður sinn Jaime sem hafði verið handsamaður (handa-pun eru best) á leiðinni suður til King‘s Landing. Tyrion tókst að losa hann úr haldi og jafnvel koma honum úr herbúðum Dany-liða og sagði honum að sannfæra Cersei um að gefast upp og flýja frá King‘s Landing. Gjörsamlega galin áætlun sem var aldrei að fara að virka enda virkaði það ekki. Jaime tókst ekki að komast að Cersei fyrr en orrustan var búin og dóu þau í faðmlögum þegar höllin hrundi yfir þau. Það var aðallega tvennt sem fór í taugarnar á mér þarna. Bæði Euron og Cersei fengu óþolandi óviðeigandi og auðvelda dauðdaga. Cersei dó í faðmi Jaime en hann átti að drepa hana. Ég veit ekki hve oft ég hef skrifað um spádóminn um að „litli bróðir“ Cersei myndi drepa hana en það var það eina sem átti eftir að rætast af þessum spádómum.Spádómurinn sagði til um að þegar hún væri að drukkna í eigin tárum myndi yngri bróðir hennar vefja höndunum um hálsinn á henni og kyrkja úr henni lífið. Þessi spádómur kom reyndar aðeins fram í bókunum og þetta var ákveðið tvist á hann, hvernig þau dóu, en mér finnst einhvern veginn eins og hún hefði þurft að deyja í augsýn annarra. Allir hinir í Kings Landing voru reyndar að drepast líka en ég hefði viljað eitthvað húllumhæ. Lena Heady segir í viðtali við EW að þetta sé líklega í eina skiptið sem Cersei sé sátt og mér finnst hún ekkert eiga það skilið.Þetta var samt skemmtilega póetískt. Þau komu saman í heiminn, eyddu tíma sínum í heiminum saman og fóru saman. Jæja. Ég er búinn að sannfæra sjálfan mig. Þetta var fínt.Drullusokkurinn sem dó bara Hitt er Euron. Í fyrsta lagi það að hann hafi lifað af árás Daenerys og tekist að synda alla leið í land. Það var asnalegt og þjónaði engum tilgangi. Hann var ekki pyntaður eða neitt. Hann var bara stunginn og dó. Allt of þægilegur dauðdagi fyrir einstaklega óþolandi drullusokk. Hann hefði mátt kveljast eitthvað eða bara drepast í eldhafinu út á sjó. Hver var tilgangur þessa atriðis ef Jaime drapst ekki einu sinni vegna þessara sára? Lokaorðin hans Euron rættust ekki einu sinni, þó þau hafi verið semi töff. Jaime Lannister tókst líka að drepa tvo konunga á ævinni. Ekki slæmt það.Áður en við byrjum á orrustunni vil ég tala aðeins um bardaga Sandor Clegane við lík bróður síns. Hann var geggjaður og aðdragandinn einnig. Arya fór með Sandor til King‘s Landing með því markmiði að drepa Cersei. Sandor sá þó í hvað stefndi og sagði Aryu að koma sér í burtu, því sama hvað gerðist myndi það enda illa fyrir hana. „Viltu verða eins og ég,“ sagði hann og það einkar vel. Arya er líklegast eina manneskjan sem Sandor hefur þótt vænt um og jafnvel elskað. Þetta var voða sætt og Sandor sýndi að hann var krútt inn við beinið. Með þessu vildi hann bjarga henni frá því að líf hennar snerist um ofbeldi og morð. Svo hún yrði ekki eins og hann sjálfur. Það var líka magnað að sjá Fjallið neita að fylgja skipunum Cersei og Qyburn og jafnvel drepa ógeðið. Það þykir mér til marks um að hann hafi verið með frjálsan vilja allan tímann. Það að Fjallið reyndi að drepa Sandor með sömu aðferð og hann drap Oberyn Martell á sínum tíma er líka til marks um einhvers konar vilja. Sandor tókst þó ætlunarverk sitt en eins og hann vissi komst hann ekki lifandi frá því. Mér fannst þetta fínn endir hjá Sandor og honum tókst að hjálpa vinkonu sinni.S8 Ep 5: The Hound's GiftÞá komum við að orrustunni um King‘s Landing. Hún var rosaleg og byrjaði af miklum krafti. Daenerys kom eins og þruma úr heiðskíru lofti niður á Járnflotann og brenndi hann eins og hann lagði sig. Bara ef Drogon hefði líka geta flogið hærra en fimmtíu metra yfir sjávarmáli þegar Járnflotinn sat fyrir þeim í síðasta þætti. Það hefði hjálpað mikið til. Burtséð frá þessu nöldri, þá var þetta einfaldlega mjög töff atriði og mikið sjónarspil. Það var þó meira töff hvernig fór með Gullnu herdeildina. Jon, Grey Worm og félagar stóðu svo lengi andspænis þeim án þess að gera neitt að þetta var nánast vandræðalegt. Þar til Drogon og Dany mættu á staðinn. Gullna herdeildin my ass. Þessum atvinnuhermönnum var gjörsamlega slátrað og það auðveldlega.Loksins var ágætis taktík í gangi í Game of Thrones. Samt ekki. Taktíkin var beisiklí; „Ég kem, drep ógeðslega marga, brýt niður hliðið og þið spænið inn í borgina og gerið eitthvað.“ Virkaði samt fínt. Það var samt annað sem virkaði engan veginn. Það var að ef bjöllum borgarinnar yrði hringt væri það til marks um uppgjöf. Hermenn Cersei kölluðu eftir því að bjöllunum yrði hringt í góða mínútu áður en það gerðist og ég veit ekki með ykkur en spennan í stofunni heima hjá mér var gífurleg. Ég var reyndar bara einn en andrúmsloftið var rafmagnað. Þegar bjöllurnar loksins hringdu var ég mjög ánægður með lífið. Daenerys var ekki óð eftir allt saman og allir gátu verið hamingjusamir til æviloka. En nei, sú tilfinning varði ekki lengi. Ég hefði skilið það ef Daenerys hefði farið og brennt Red Keep til grunna en það var ákveðið overkill að þurrka bara borgina út.Mér fannst Emilia Clark sýna mjög góðan leik í þessu atriði, þó ég sé enginn sérfræðingur. Lena Heady er þó geggjuð sem Cersei. Hvernig hún fór úr því að vera hrokafull, yfir í að vera vonsvikinn yfir því að tapa, yfir í að vera lafandi hrædd við að sjá eyðilegginguna og átta sig á því að hún sé ekki lengur „the baddest bitch in town“, ef svo má að orði komast. Þetta er einfaldlega magnað atriði. Þarna sjáum við að stríð eru ekki falleg og að hetjurnar okkar eru ekki saklausar. Þó Daenerys hafi gengið af göflunum var ekkert sem þvingaði her Jon og Dany til að ganga af göflunum einnig. Það rann æði á liðið og úr varð eitt heljarinnar blóðbað. Daenerys er ein og einangruð. Bestu vinir hennar eru dauðir. Hún er reið yfir því hver Jon er og að hann hafi sagt frá því. Það hefur mikið gengið á hjá henni og þetta voru í rauninni skilaboðin frá Missandei, rétt áður en hún var drepin. Dracarys! Grey Worm virðist þó vera orðinn alveg jafn klikkaður og Daenerys. Þegar Jon reyndi að stöðva herinn gaf GW honum ekkert lítið ógnvekjandi lúkk. Það mun eitthvað gerast á milli þeirra.Hér má sjá þau Emiliu Clarke, Kit Harington, Peter Dinklage og Jacob Anderson ræða þessa umbreytingu Daenerys. Það er sérstaklega áhugavert að heyra sjónarhorn Clarke.S8 Ep 5: The Mad QueenManni finnst samt eins og Dany og Drogon hefðu átt að drepa haug af eigin mönnum í þessu eldhafi þeirra, en það er annað mál. Í atriðinu hér að ofan, frá King's Landing, er tilvísun í gamlan þátt í fjórðu þáttaröð þegar Bran fékk sýn og sá skugga eins dreka yfir King‘s Landing. Hann sá líka konungs/drottningarsal Red Keep í rústum og snjókomu, sem hægt er að færa rök fyrir að hafi verið aska. Þó þetta hafi alltaf verið snjór.Daenerys fékk sambærilega sýn í annarri þáttaröð þar sem hún sá konungssalinn í rúst og allt út í snjó. Kannski ösku en pottþétt snjó.Magnaður eldur Aftur að eldi Drogon. Það er eitt varðandi hann sem pirraði mig ekki, af því að þetta var ógeðslega flott, en það stuðaði mig aðeins. Það var hvernig eldurinn frá drekanum virtist sprengja allt sem hann snerti í tætlur. Hver andardráttur var eins og sprengja en eldur virkar ekki þannig og hefur ekki gert það í sögum GRRM hingað til. Tökum Harrenhal sem dæmi. Það er stærðarinnar kastali í Riverlands sem Harren Hoare lét byggja. The Ironborn stjórnuðu Riverlands þá með harðri hendi. Við sáum hann í fyrstu þremur þáttaröðunum. Til dæmis hélt Tywin Lannister til þar um tíma þegar hann var í stríði við Robb Stark og Arya var einmitt þar líka á þeim tíma. Good times. Þegar Aegon Targaryen, sá fyrsti, kom til Westeros fór hann til Harrenhal og sagði Harren, sem var kallaður Harren Black, að gefast upp eða deyja. Harren sagði honum kurteisislega að fokka sér. Allavega eins kurteisislega og maður getur ímyndað sér að konungur Ironborn geti verið. Aegon gæti ekki tekið Harrenhal með svo litlum her og benti Harren honum einnig á það að steinn brenni ekki. Að endingu beitti Aegon nánast sama bragði og Deanerys beitti gegn Ironborn í þættinum sem við erum að tala um. Hann kom fljúgandi úr háloftunum á drekanum Balerion og baðaði kastalann í eldi. Steinarnir í kastalanum brunnu ekki en þeir hitnuðu verulega, samkvæmt sögunum, og kastalinn varð að nokkurs konar ofni. Mennirnir á veggjum kastalans brunnu en þeir sem voru inni í kastalanum bökuðust.Hér að neðan má sjá þessa sögu. Allt myndbandið er reyndar mjög skemmtilegt en það er langt.Hvað gerist svo? Það er erfitt að reyna að spá fyrir um hvað sé að fara að gerast og ég skil ekki hvernig þessu á að ljúka með einum þætti til viðbótar. Það má vel vera að Daenerys sé bara búin að ná stjórninni og muni stýra Westeros sem harðstjóri. Það kemur alveg til greina, þó okkur gruni ef til vill öll að hún verði drepin. Ég held svei mér þá að ég yrði sáttur við það. Ég yrði líka sáttur við að Westeros færi í ruglið aftur og konungsríkinu yrði skipt upp. Nýr konungur í hverju horni. Sansa gæti tekið yfir stjórn Norðursins, Riverlands og Vale. Þá væri hún að stjórna stærðarinnar konungsríki. Manni þykir líklegast að Jon muni drepa Daenerys en af því að mér þykir það líklegt, þykir mér hæpið að það gerist. Ég er ekki viss um að ég sé að koma þessu skiljanlega frá mér en framleiðendur þáttanna virðast leggja mikið á sig þessa dagana til að snúa upp á væntingar áhorfenda. Ég er nefnilega líka þeirrar skoðunar að Jon muni deyja og því hef ég ekki hugmynd um hver ætti að verða konungur. Tyrion er einhvern veginn orðinn of bugaður og ég held að hann sé ekki nægilega virtur til að taka við. Gendry á ef til vill rétt á því en það er ólíklegt að lávarðarnir myndu standa við bakið á honum. Sansa á mikið af bandamönnum. Hún gæti svo sem orðið drottning. Segjum sem svo að Jon drepi Daenerys. Arya er reyndar líkleg líka og því þykir mér það hæpið en: Hvað þá? Drogon myndi eflaust ekkert fyrirgefa það og hvað þá Unsullied og Dothraki. Það þyrfti ef til vill eina orrustu til viðbótar en það er enginn her til staðar sem gæti sigrað þá. Aftur. Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta á eftir að fara og skil ekki hvernig þetta á að klárast í einum þætti.Hvað varð um veturinn? Random pæling sem kemur þáttunum kannski ekkert við. Í endalok síðustu þáttaraðar var farið að snjóa í King's Landing en það var ekki að sjá nokkurn snjó eða að það væri eitthvað kalt þar í borg. Hvað varð um veturinn þegar Næturkonungurinn var drepinn? Framleiðendur þáttanna og GRRM hafa gefið ótrúlega lítið upp varðandi hve mikill tími hefur liðið í þáttunum og í raun vitum við lítið sem ekkert um sólarhringinn eða árstíðir í söguheimi Game of Thrones. Nánast það eina sem hefur komið fram í bókunum er að mánuðir virðast taldir í tunglum. Við vitum ekki hve margir dagar eru á milli tungla (kvartílaskipta) né hve mörg tungl eru í ári. Árstíðir eru ekki einu sinni góður mælikvarði á tíma í Westeros, því veturinn skellur á eftir handahófi og þeir eru mislangir. Sumir hafa varið í mörg ár, samkvæmt gömlum sögum. Í bókinni The World of Ice and Fire segir að maesterarnir í The Citadel hafi lengi reynt að átta sig á því hvernig hægt væri að spá til um komu vetrar, án árangurs. Það er eiginlega bara útskýrt á þann veg að einhverjir galdrar hafi fokkað í árstíðunum. Þær hafi mögulega áður verið reglulegar. Þetta er eitthvað sem mig langar að vita, hvort að dauði Næturkonungsins hafi fært allt í eðlilegt horf eða af hverju veturinn er í svona miklu rugli þarna. Það kemur þáttunum þó lítið sem ekkert við. Bara persónuleg forvitni sem ég er að þvinga ykkur til að lesa.Punktar og vangaveltur -Eina vitið hefði verið að hafa fleiri þætti í þessari þáttaröð og sýna fall Daenerys betur, því frá mínum bæjardyrum séð, fór hún allt of hratt frá því að virðast við ágæta heilaheilsu í það að vera snælduóð og drepa milljón manns. Þó þeir hefðu bara verið með einn eða tvo þætti til viðbótar, þá held ég að það hefði bætt þetta mikið. Ég geri mér grein fyrir því að það er búið að tísa þetta í mörg ár en þetta virtist bara skella á einhvern veginn þrátt fyrir það. Sérstaklega með tilliti til síðustu þáttaraðar. Ég man ekki til þess að hafa orðið var við neitt annað en að hún væri ánægð og í toppstandi. Fyrir utan það auðvitað að drekinn hennar var drepinn en það var einhvern veginn hlaupið fram hjá því. Í örfáum þáttum sáum við persónu sem höfum fylgst með og jafnvel dáð í mörg ár breytast í algjört skrímsli og það er ósköp eðlilegt að margir telji sig svikna. Frá mínum bæjardyrum séð er þó ljóst að við vorum aldrei að fara að fá gamla góða Game of Thrones. Það er verið að klára þetta og eftir tveggja ára bið er það smá sárt. D&D voru greinilega komnir í vandræði með söguna, eins og GRRM. Sex þættir eru þó augljóslega ekki nóg. -Þessi þáttur sýndi samt enn og aftur að þegar kemur að myndatöku, tæknibrellum og góðri sjónvarpsgerð eru engir sem eru á sama leveli og GOT. -Ég veit að það kom fram í síðasta þætti að einungis helmingur Dothraki hefði drepist í heimska áhlaupinu þarna en það bara meikar ekkert sens. Hvar í helvítinu hafa allir þessir gaurar verið? -Það var töff að sjá gamlar birgðir af Wildfire springa hér og þar í King‘s Landing. Ég geri ráð fyrir að þetta sé frá því að Aerys Targaryen, brjálaði pabbi brjáluðu Daenerys, lét koma efninu fyrir víðs vegar um borgina á árum áður. -Aerys vildi einmitt brenna borgina eins og hún lagði sig. Dóttir hans varð við því. -Hvað varð um Bronn? Er hann að fara að stinga upp kollinum í næsta þætti og krefjast þess að fá Highgarden? Það er ekki fræðilegur að Daenerys muni verða við því og Tyrion verður ekki í stöðu til að stinga upp á því, ef hún bara drepur hann ekki. Ég er mjög forvitinn á hvað verður um Bronn, því hann á eftir að koma aftur. -Hvað er að gerast í Dorne? Þessi nýi prins sem var nefndur um daginn ætti að sitja á stærðarinnar her, eftir margra ára átök annarsstaðar í Westeros og gæti skipt miklu máli. Hann mun þó ekki gera það. -Mig grunar að ég (við öll) séum að fara að verða fyrir vonbrigðum í næstu viku. Það verða engin makleg málagjöld og enginn mun lifa hamingjusamur til æviloka. Hér er svo myndband af D.B. Weiss og David Benioff ræða þáttinn, eins og þeir gera alltaf. Áhugaverð innsýn í framleiðsluferlið og ferðalag Aryu í gegnum King‘s Landing. Þeir segja frá því að hennar sjónarhorn var notað til að fanga eyðilegginguna almennilega og það er óhætt að segja að það hafi virkað vel, þó það hafi verið undarlegt hve mikið hún þoldi og að hún hafi yfir höfuð lifað af.Endum á stiklunni fyrir næsta þátt, sem segir þó merkilega lítið.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Game of Thrones: Sorgleg en tímabær endalok Leikarar hinna gífurlega vinsælu þátta, Game of Thrones, eru einkar sorgmæddir yfir því að þættirnir séu að klárast þó þeim þyki tímabært að binda enda á þennan langa kafla. 11. mars 2019 11:30 Hver er versti stríðsglæpamaður Game of Thrones? Nú þegar það styttist í síðustu þáttaröð Game of Thrones er nauðsynlegt að svara stóru spurningunum sem eru á allra vörum. 9. apríl 2019 21:15 Game of Thrones: Hvað getur maður sagt? Hér verður farið yfir þriðja þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones, sem var eitthvað það besta sem boðið hefur verið upp á í sjónvarpi, þó margt hafi farið í taugarnar á undirrituðum. 30. apríl 2019 08:45 Game of Thrones: Allt í rugli í Westeros? Hér verður fjallað um fjórða þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones. Ekki lesa þetta ef þið eruð ekki búin að horfa. 7. maí 2019 08:45 Game of Thrones: Ballið byrjar á ný, loksins Guðirnir eru góðir. Game of Thrones er byrjað á ný. 16. apríl 2019 08:45 Game of Thrones: Lognið á undan storminum Hér er farið yfir vendingar í öðrum þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones. 24. apríl 2019 08:45 Hver er lykillinn að velgengni Game of Thrones? Hvað er það við GOT sem nær til þessara mismunandi hópa, þvert á aldur, áhugasvið og drullusokka-stig? 20. mars 2019 08:45 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Game of Thrones: Sorgleg en tímabær endalok Leikarar hinna gífurlega vinsælu þátta, Game of Thrones, eru einkar sorgmæddir yfir því að þættirnir séu að klárast þó þeim þyki tímabært að binda enda á þennan langa kafla. 11. mars 2019 11:30
Hver er versti stríðsglæpamaður Game of Thrones? Nú þegar það styttist í síðustu þáttaröð Game of Thrones er nauðsynlegt að svara stóru spurningunum sem eru á allra vörum. 9. apríl 2019 21:15
Game of Thrones: Hvað getur maður sagt? Hér verður farið yfir þriðja þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones, sem var eitthvað það besta sem boðið hefur verið upp á í sjónvarpi, þó margt hafi farið í taugarnar á undirrituðum. 30. apríl 2019 08:45
Game of Thrones: Allt í rugli í Westeros? Hér verður fjallað um fjórða þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones. Ekki lesa þetta ef þið eruð ekki búin að horfa. 7. maí 2019 08:45
Game of Thrones: Ballið byrjar á ný, loksins Guðirnir eru góðir. Game of Thrones er byrjað á ný. 16. apríl 2019 08:45
Game of Thrones: Lognið á undan storminum Hér er farið yfir vendingar í öðrum þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones. 24. apríl 2019 08:45
Hver er lykillinn að velgengni Game of Thrones? Hvað er það við GOT sem nær til þessara mismunandi hópa, þvert á aldur, áhugasvið og drullusokka-stig? 20. mars 2019 08:45