Plastrusl finnst á botni dýpsta svæðis sjávar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. maí 2019 22:57 Myndin er ekki úr leiðangri Vescovo en gríðarlegt magn af plasti er í sjónum. vísir/getty Bandaríkjamaðurinn Victor Vescovo fann plastrusl á botninum á dýpsta svæði sjávar, Maríanadjúpálnum í Kyrrahafinu, þegar hann kafaði þangað niður á dögunum. Vescovo náði að kafa niður á 11 kílómetra dýpi sem er mesta dýpi sem maðurinn hefur náð að kafa niður á. Í umfjöllun BBC um leiðangur Vescovo kemur fram að hann hafi varið fjórum klukkustundum í það að skoða sjávarbotninn í kafbátnum sínum sem er sérsmíðaður til þess að þola þann mikla þrýsting sem er á svo miklu dýpi. Vescovo fann sjávarlífverur í leiðangrinum en hann fann einnig plastrusl, nammibréf og plastpoka, svo jafnvel á svona miklu dýpi eru áhrif mannsins á plánetuna augljós. Milljónir tonna af plasti fara í sjóinn ár hvert en vísindamenn vita lítið um hvað verður síðan um það. Leiðangur Vescovo í Maríanadjúpálinn var sá þriðji sem menn hafa lagt í á þetta svæði. Þeir fyrstu sem köfuðu niður á svæðið voru þir Don Walsh, bandarískur sjóhermaður, og svissneski verkfræðingurinn Jaques Piccard. Árið 2012 fór síðan bandaríski leikstjórinn James Cameron í köfunarleiðangur í djúpálinn. „Ég get eiginlega ekki lýst því hversu spennt við öllum erum vegna þessa afreks,“ er haft eftir Vescovo á vef BBC. „Bæði kafbáturinn og móðurskipið, og hið ótrúlega hæfileikaríka teymi leiðangursins, lyfti sjávartækninni á næsta stig með því að kafa hratt og endurtekið á dýpsta og hrjúfasta svæði sjávarins,“ segir Vescovo en teymið kafaði alls fimm sinnum niður í djúpálinn. Vescovo telur að í leiðangrinum hafi uppgötvast nokkrar nýjar lífverur sem og nýjar bergtegundir en vegna plastsins sem fannst á sjávarbotninum ætla vísindamenn að kanna hvort að örplast sé að finna í þeim lífverum sem lifa á svæðinu. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sýna að örplast í umhverfi okkar er mikið vandamál og það finnst jafnvel í sjávarlífverum sem lifa á miklu dýpi. Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir „Kvíði hjá krökkum út af einhverju sem við höfum skapað“ Þrátt fyrir að það sé jákvætt að börn og ungmenni séu upplýst um loftslagsmál er það engin lausn að börn séu haldin loftslagskvíða og upplifi andvökunætur. 13. maí 2019 11:47 Bjarga þarf skordýrum svo bjarga megi mannkyninu Það þarf að bjarga skordýrum heimsins svo bjarga megi mannkyninu. Þetta segir Anne Sverdrup-Thygeson, einn fremsti skordýrafræðingur heims og prófessor við Norska lífvísindaháskólann. 7. maí 2019 08:00 Telur plastpokabannið vindhögg Framkvæmdastjóri PMT segir frumvarp umhverfisráðherra vanhugsað. 10. maí 2019 10:37 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Victor Vescovo fann plastrusl á botninum á dýpsta svæði sjávar, Maríanadjúpálnum í Kyrrahafinu, þegar hann kafaði þangað niður á dögunum. Vescovo náði að kafa niður á 11 kílómetra dýpi sem er mesta dýpi sem maðurinn hefur náð að kafa niður á. Í umfjöllun BBC um leiðangur Vescovo kemur fram að hann hafi varið fjórum klukkustundum í það að skoða sjávarbotninn í kafbátnum sínum sem er sérsmíðaður til þess að þola þann mikla þrýsting sem er á svo miklu dýpi. Vescovo fann sjávarlífverur í leiðangrinum en hann fann einnig plastrusl, nammibréf og plastpoka, svo jafnvel á svona miklu dýpi eru áhrif mannsins á plánetuna augljós. Milljónir tonna af plasti fara í sjóinn ár hvert en vísindamenn vita lítið um hvað verður síðan um það. Leiðangur Vescovo í Maríanadjúpálinn var sá þriðji sem menn hafa lagt í á þetta svæði. Þeir fyrstu sem köfuðu niður á svæðið voru þir Don Walsh, bandarískur sjóhermaður, og svissneski verkfræðingurinn Jaques Piccard. Árið 2012 fór síðan bandaríski leikstjórinn James Cameron í köfunarleiðangur í djúpálinn. „Ég get eiginlega ekki lýst því hversu spennt við öllum erum vegna þessa afreks,“ er haft eftir Vescovo á vef BBC. „Bæði kafbáturinn og móðurskipið, og hið ótrúlega hæfileikaríka teymi leiðangursins, lyfti sjávartækninni á næsta stig með því að kafa hratt og endurtekið á dýpsta og hrjúfasta svæði sjávarins,“ segir Vescovo en teymið kafaði alls fimm sinnum niður í djúpálinn. Vescovo telur að í leiðangrinum hafi uppgötvast nokkrar nýjar lífverur sem og nýjar bergtegundir en vegna plastsins sem fannst á sjávarbotninum ætla vísindamenn að kanna hvort að örplast sé að finna í þeim lífverum sem lifa á svæðinu. Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sýna að örplast í umhverfi okkar er mikið vandamál og það finnst jafnvel í sjávarlífverum sem lifa á miklu dýpi.
Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir „Kvíði hjá krökkum út af einhverju sem við höfum skapað“ Þrátt fyrir að það sé jákvætt að börn og ungmenni séu upplýst um loftslagsmál er það engin lausn að börn séu haldin loftslagskvíða og upplifi andvökunætur. 13. maí 2019 11:47 Bjarga þarf skordýrum svo bjarga megi mannkyninu Það þarf að bjarga skordýrum heimsins svo bjarga megi mannkyninu. Þetta segir Anne Sverdrup-Thygeson, einn fremsti skordýrafræðingur heims og prófessor við Norska lífvísindaháskólann. 7. maí 2019 08:00 Telur plastpokabannið vindhögg Framkvæmdastjóri PMT segir frumvarp umhverfisráðherra vanhugsað. 10. maí 2019 10:37 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
„Kvíði hjá krökkum út af einhverju sem við höfum skapað“ Þrátt fyrir að það sé jákvætt að börn og ungmenni séu upplýst um loftslagsmál er það engin lausn að börn séu haldin loftslagskvíða og upplifi andvökunætur. 13. maí 2019 11:47
Bjarga þarf skordýrum svo bjarga megi mannkyninu Það þarf að bjarga skordýrum heimsins svo bjarga megi mannkyninu. Þetta segir Anne Sverdrup-Thygeson, einn fremsti skordýrafræðingur heims og prófessor við Norska lífvísindaháskólann. 7. maí 2019 08:00
Telur plastpokabannið vindhögg Framkvæmdastjóri PMT segir frumvarp umhverfisráðherra vanhugsað. 10. maí 2019 10:37