Allt það helsta sem þú þarft að vita fyrir undanúrslitakvöldið í Tel Aviv Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 14. maí 2019 16:00 Matthías Tryggvi Haraldsson er annar söngvara Hatara. Hér er hann á góðri stundu með fjölskyldu sinni í dag. Vísir/Kolbeinn Tumi Sautján þjóðir taka þátt í fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision í Tel Aviv klukkan 19 að íslenskum tíma í kvöld. Hatari með lag sitt Hatrið mun sigra er þrettánda atriði á svið en tíu komast áfram í úrslit. Vegur til jafns atkvæði dómnefnda og símakosning. Keppnin fer nú fram í 64. skiptið og verða kynnarnir fjórir eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag, tvær konur og tveir karlar. Skemmtiatriðin verða úr smiðju heimamanna þar sem bæði Netta Barzilai og Dana International munu troða upp. Netta vann sem kunnugt er keppnina í Lissabon í fyrra með lagi sínu Toy, sem sumir hafa nefnt hænulagið, og mun hún flytja breytta útgáfu af laginu. Dana International varð heimsfræg árið 1998 þegar hún vann keppnina með lagi sínu Viva.Dana ætlar að flytja ábreiðu af laginu Just the way you are sem Bruno Mars hefur gert frægt. Á meðan lagið er flutt stendur til að sína myndir úr svokallaðri kossamyndavél í keppnishöllinni. Mikil spenna er fyrir kvöldinu enda Ísland ekki komist upp úr undanúrslitum undanfarin fjögur ár. Meiri bjartsýni ríkir í ár en undanfarin ár enda hefur atriði Hatara vakið mikið umtal og athygli.Myndbandið við Hatrið mun sigra hefur fengið tæplega 700 þúsund áhorf á YouTube.Röð laganna í kvöld er eftirfarandi: 1. Kýpur - Tamta með lagið Replay 2. Svartfjallaland - D mol með lagið Heaven 3. Finnland - Darude feat. Sebastian Rejman með lagið Look Away 4. Pólland - Tulia með lagið Fire of Love (Pali się) 5. Slóvenía - Zala Kralj & Gašper Šantl með lagið Sebi 6. Tékkland - Lake Malawi með lagið Friend Of A Friend 7. Ungverjaland - Joci Pápa með lagið Az Én Apám 8. Hvíta-Rússland - ZENA með lagið Like It 9. Serbía - Nevene Božović með lagið Kruna 10. Belgía - Eliot með lagið Wake Up 11. Georgía - Oto Nemsadze með lagið Keep On Going 12. Ástralía - Kate Miller-Heidke með lagið Zero Gravity 13. Ísland - Hatari með lagið Hatrið mun sigra 14. Eistland - Victor Crone með lagið Storm 15. Portúgal - Conan Osiris með lagið Telemóveis 16. Grikkland - Katerine Duska með lagið Better Love 17. San Marínó - Serhat með lagið Say Na Na NaÞeir sem eru búsettir í löndunum 17 sem flytja atriði sín í kvöld, til viðbótar við Ísrael, Spán og Frakkland, geta greitt atkvæði í síma í kvöld. Kynnar kvöldsins munu tilkynna þegar opnað hefur verið fyrir símakosninguna en það verður í framhaldi af því að allar þjóðirnar hafa komið fram. Dómarar hafa þegar greitt atkvæði en þeir fylgdust með dómararennslinu í gærkvöldi. Niðurstaða þeirra verður ekki gerð kunngjör fyrr en í kvöld. Ísrael, Spánn og Frakkland þurfa ekki að taka þátt í undankeppninni frekar en Bretland, Þýskaland og Ítalíu. Lög þeirra verða þó kynnt á undanúrslitakvöldunum. Lög Ísraels, Spánar og Frakklands í kvöld en lög Bretlands, Þýskalands og Ítalíu á fimmtudaginn.Vísir verður með beina textalýsingu frá undanúrslitakvöldinu en Stefán Árni Pálsson, blaðamaður Vísis, fylgist grannt með gangi mála. Hann ræddi við Gísla Martein Baldursson, kynni á RÚV, um þau lög sem líklegust eru til að veita Hatara samkeppni í kvöld. Eurovision Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Sautján þjóðir taka þátt í fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision í Tel Aviv klukkan 19 að íslenskum tíma í kvöld. Hatari með lag sitt Hatrið mun sigra er þrettánda atriði á svið en tíu komast áfram í úrslit. Vegur til jafns atkvæði dómnefnda og símakosning. Keppnin fer nú fram í 64. skiptið og verða kynnarnir fjórir eins og fjallað var um á Vísi fyrr í dag, tvær konur og tveir karlar. Skemmtiatriðin verða úr smiðju heimamanna þar sem bæði Netta Barzilai og Dana International munu troða upp. Netta vann sem kunnugt er keppnina í Lissabon í fyrra með lagi sínu Toy, sem sumir hafa nefnt hænulagið, og mun hún flytja breytta útgáfu af laginu. Dana International varð heimsfræg árið 1998 þegar hún vann keppnina með lagi sínu Viva.Dana ætlar að flytja ábreiðu af laginu Just the way you are sem Bruno Mars hefur gert frægt. Á meðan lagið er flutt stendur til að sína myndir úr svokallaðri kossamyndavél í keppnishöllinni. Mikil spenna er fyrir kvöldinu enda Ísland ekki komist upp úr undanúrslitum undanfarin fjögur ár. Meiri bjartsýni ríkir í ár en undanfarin ár enda hefur atriði Hatara vakið mikið umtal og athygli.Myndbandið við Hatrið mun sigra hefur fengið tæplega 700 þúsund áhorf á YouTube.Röð laganna í kvöld er eftirfarandi: 1. Kýpur - Tamta með lagið Replay 2. Svartfjallaland - D mol með lagið Heaven 3. Finnland - Darude feat. Sebastian Rejman með lagið Look Away 4. Pólland - Tulia með lagið Fire of Love (Pali się) 5. Slóvenía - Zala Kralj & Gašper Šantl með lagið Sebi 6. Tékkland - Lake Malawi með lagið Friend Of A Friend 7. Ungverjaland - Joci Pápa með lagið Az Én Apám 8. Hvíta-Rússland - ZENA með lagið Like It 9. Serbía - Nevene Božović með lagið Kruna 10. Belgía - Eliot með lagið Wake Up 11. Georgía - Oto Nemsadze með lagið Keep On Going 12. Ástralía - Kate Miller-Heidke með lagið Zero Gravity 13. Ísland - Hatari með lagið Hatrið mun sigra 14. Eistland - Victor Crone með lagið Storm 15. Portúgal - Conan Osiris með lagið Telemóveis 16. Grikkland - Katerine Duska með lagið Better Love 17. San Marínó - Serhat með lagið Say Na Na NaÞeir sem eru búsettir í löndunum 17 sem flytja atriði sín í kvöld, til viðbótar við Ísrael, Spán og Frakkland, geta greitt atkvæði í síma í kvöld. Kynnar kvöldsins munu tilkynna þegar opnað hefur verið fyrir símakosninguna en það verður í framhaldi af því að allar þjóðirnar hafa komið fram. Dómarar hafa þegar greitt atkvæði en þeir fylgdust með dómararennslinu í gærkvöldi. Niðurstaða þeirra verður ekki gerð kunngjör fyrr en í kvöld. Ísrael, Spánn og Frakkland þurfa ekki að taka þátt í undankeppninni frekar en Bretland, Þýskaland og Ítalíu. Lög þeirra verða þó kynnt á undanúrslitakvöldunum. Lög Ísraels, Spánar og Frakklands í kvöld en lög Bretlands, Þýskalands og Ítalíu á fimmtudaginn.Vísir verður með beina textalýsingu frá undanúrslitakvöldinu en Stefán Árni Pálsson, blaðamaður Vísis, fylgist grannt með gangi mála. Hann ræddi við Gísla Martein Baldursson, kynni á RÚV, um þau lög sem líklegust eru til að veita Hatara samkeppni í kvöld.
Eurovision Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira