Mörg NBA lið liggja á bæn í kvöld til að fá tækifæri til að velja þennan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2019 22:30 Zion Williamson. Getty/Patrick Smith Zion Williamson er einn mest spennandi leikmaður sem hefur verið í boði í sögu nýliðavals NBA-deildarinnar í körfubolta. Það vilja öll lið í NBA-deildinnu fá til sín þennan svakalegaskemmtilega leikmann. Það er ekki nóg með að Zion Williamson er frábær í körfubolta þá hafa samfélagsmiðlar séð til þess að hann er þegar orðinn einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna. Það hefur líklega ekki verið meiri væntingar gerðar til eins nýliða síðan að LeBron James kom inn í deildina árið 2003. Zion er 200 sentimetrar á hæð, 129 kíló og er með þvílíkan sprengi- og stökkkraft. Það er nánast 99,9 prósent öruggt að Zion verði valinn fyrstur í nýliðavalinu í sumar og því skiptir kvöldið í kvöld mjög miklu máli. Í kvöld kemur nefnilega í ljós hvaða lið fær fyrsta valréttinn í nýliðavalinu 2019. Hlutirnir gætu breyst fljótt fyrir það félag sem fengi Zion Williamson til sín. New York Knicks er dæmi um félag þar sem margir vilja sjá Zion Williamson spila en Knicks hefur hæstar líkur á því að fá fyrsta valrétt ásamt Cleveland Cavaliers og Phoenix Suns. Hér fyrir neðan má sjá allar 62 troðslur Zion Williamson með Duka háskólaliðinu í vetur. Þar sést vel að þetta er enginn venjulegur táningur en Zion er enn bara átján ára gamall.Every Knicks fan is rewatching all 62 of Zion's dunks before the lottery tonight pic.twitter.com/Vgty4ghhSE — Yahoo Sports (@YahooSports) May 14, 2019Hér fyrir neðan má síðan sjá líkurnar á að hvert félag fái fyrsta valrétt. Aðeins koma til greina félögin sem komust ekki í úrslitakeppni NBA-deildarinnar á þessu tímabili. New York Knicks 14% Cleveland Cavaliers 14% Phoenix Suns 14% Chicago Bulls 12,5% Atlanta Hawks 10,5% Washington Wizards 9% New Orleans Pelicans 6% Memphis Grizzlies 6% Dallas Mavericks 6% Minnesota Timberwolves 3% Los Angeles Lakers 2% Charlotte Hornets 1% Miami Heat 1% Sacramento Kings 1% Nýliðavalið fer fram 20. júní næstkomandi. Phoenix Suns vann lotteríið í fyrra og valdi þá DeAndre Ayton. NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Zion Williamson er einn mest spennandi leikmaður sem hefur verið í boði í sögu nýliðavals NBA-deildarinnar í körfubolta. Það vilja öll lið í NBA-deildinnu fá til sín þennan svakalegaskemmtilega leikmann. Það er ekki nóg með að Zion Williamson er frábær í körfubolta þá hafa samfélagsmiðlar séð til þess að hann er þegar orðinn einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna. Það hefur líklega ekki verið meiri væntingar gerðar til eins nýliða síðan að LeBron James kom inn í deildina árið 2003. Zion er 200 sentimetrar á hæð, 129 kíló og er með þvílíkan sprengi- og stökkkraft. Það er nánast 99,9 prósent öruggt að Zion verði valinn fyrstur í nýliðavalinu í sumar og því skiptir kvöldið í kvöld mjög miklu máli. Í kvöld kemur nefnilega í ljós hvaða lið fær fyrsta valréttinn í nýliðavalinu 2019. Hlutirnir gætu breyst fljótt fyrir það félag sem fengi Zion Williamson til sín. New York Knicks er dæmi um félag þar sem margir vilja sjá Zion Williamson spila en Knicks hefur hæstar líkur á því að fá fyrsta valrétt ásamt Cleveland Cavaliers og Phoenix Suns. Hér fyrir neðan má sjá allar 62 troðslur Zion Williamson með Duka háskólaliðinu í vetur. Þar sést vel að þetta er enginn venjulegur táningur en Zion er enn bara átján ára gamall.Every Knicks fan is rewatching all 62 of Zion's dunks before the lottery tonight pic.twitter.com/Vgty4ghhSE — Yahoo Sports (@YahooSports) May 14, 2019Hér fyrir neðan má síðan sjá líkurnar á að hvert félag fái fyrsta valrétt. Aðeins koma til greina félögin sem komust ekki í úrslitakeppni NBA-deildarinnar á þessu tímabili. New York Knicks 14% Cleveland Cavaliers 14% Phoenix Suns 14% Chicago Bulls 12,5% Atlanta Hawks 10,5% Washington Wizards 9% New Orleans Pelicans 6% Memphis Grizzlies 6% Dallas Mavericks 6% Minnesota Timberwolves 3% Los Angeles Lakers 2% Charlotte Hornets 1% Miami Heat 1% Sacramento Kings 1% Nýliðavalið fer fram 20. júní næstkomandi. Phoenix Suns vann lotteríið í fyrra og valdi þá DeAndre Ayton.
NBA Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira