Fölskvalaus gleði hjá foreldrunum þegar kynnirinn öskraði Iceland Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 14. maí 2019 22:15 Frægasta foreldrafélag landsins, hið nýstofnaða Foreldrafélag Hatara, var eðlilega í skýjunum fyrir utan Expo Tel Aviv höllina í kvöld þegar ljóst var að Hatari væri kominn í úrslit Eurovision. „Hverjir eru bestir? Hatari! Hverjir eru langbestir? Hatari!!!“ hrópaði Sigurður Gunnarsson handboltakempa og faðir Sólbjartar dansara. Um þetta eru þau öll sammála en líðan þeirra var ansi ólík þegar tilkynnt var hvaða tíu þjóðir af þeim sautján sem kepptu í kvöld kæmust áfram. Ástralía fékk langbestu viðbrögðin í salnum í kvöld en erfitt var að ráða í viðbrögð við öðrum atriðum. Hatari fékk klapp á pari við flest atriðin og erfitt að rýna í niðurstöðuna. Ekki hjálpaði til að þegar sjö lönd höfðu verið tilkynnt var Hatari ekki kominn á blað. En áttunda þjóðin var Ísland.Hatarabolirnir eru bæði hvítri og svartir. Fjölskyldurnar standa þétt við bak Hatara.Vísir/Kolbeinn Tumi„Hræðilega, hræðilega, hræðilega,“ sagði Rán Tryggvadóttir, móðir Klemensar Hannigan um líðan sína. Fjölskylda Matthíasar Tryggva Haraldssonar var kokhraust. Haraldur Flosi Tryggvason faðir hans sagði þetta hafa verið formsatriði. „Við vissum alveg að þetta myndi gerast,“ sagði Jórunn Elenóra Haraldsdóttir, systir Matthíasar, með þetta allt á hreinu. Ágústa Kristín Andersen, eiginkona Haraldar, missti aldrei trúna. „Ég hélt í vonina allan tímann en á tímabili hélt ég að ég þyrfti að fá mér einhverjar sprengjutöflur,“ sagði Ágústa. Foreldrafélagið klæðist allt bolum úr smiðju Hatara, að frátöldum Haraldi Flosa sem gæti verið nýkominn úr fríi til Hawaii. Svo litrík er skyrta hans. „Þetta er SKYRTAN! Ég vil þakka Ingu fyrir að hafa keypt þessa skyrtu,“ sagði Jórunn Elenóra og má telja líklegt að Haraldur klæðist skyrtunni fram að úrslitakvöldinu á laugardag. Hún gæti þó þurft að fara í þvott gangi spár um 30 stiga hita næstu daga eftir. Spáin að Hatari færi áfram rættist sannarlega. Eurovision Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Sjá meira
Frægasta foreldrafélag landsins, hið nýstofnaða Foreldrafélag Hatara, var eðlilega í skýjunum fyrir utan Expo Tel Aviv höllina í kvöld þegar ljóst var að Hatari væri kominn í úrslit Eurovision. „Hverjir eru bestir? Hatari! Hverjir eru langbestir? Hatari!!!“ hrópaði Sigurður Gunnarsson handboltakempa og faðir Sólbjartar dansara. Um þetta eru þau öll sammála en líðan þeirra var ansi ólík þegar tilkynnt var hvaða tíu þjóðir af þeim sautján sem kepptu í kvöld kæmust áfram. Ástralía fékk langbestu viðbrögðin í salnum í kvöld en erfitt var að ráða í viðbrögð við öðrum atriðum. Hatari fékk klapp á pari við flest atriðin og erfitt að rýna í niðurstöðuna. Ekki hjálpaði til að þegar sjö lönd höfðu verið tilkynnt var Hatari ekki kominn á blað. En áttunda þjóðin var Ísland.Hatarabolirnir eru bæði hvítri og svartir. Fjölskyldurnar standa þétt við bak Hatara.Vísir/Kolbeinn Tumi„Hræðilega, hræðilega, hræðilega,“ sagði Rán Tryggvadóttir, móðir Klemensar Hannigan um líðan sína. Fjölskylda Matthíasar Tryggva Haraldssonar var kokhraust. Haraldur Flosi Tryggvason faðir hans sagði þetta hafa verið formsatriði. „Við vissum alveg að þetta myndi gerast,“ sagði Jórunn Elenóra Haraldsdóttir, systir Matthíasar, með þetta allt á hreinu. Ágústa Kristín Andersen, eiginkona Haraldar, missti aldrei trúna. „Ég hélt í vonina allan tímann en á tímabili hélt ég að ég þyrfti að fá mér einhverjar sprengjutöflur,“ sagði Ágústa. Foreldrafélagið klæðist allt bolum úr smiðju Hatara, að frátöldum Haraldi Flosa sem gæti verið nýkominn úr fríi til Hawaii. Svo litrík er skyrta hans. „Þetta er SKYRTAN! Ég vil þakka Ingu fyrir að hafa keypt þessa skyrtu,“ sagði Jórunn Elenóra og má telja líklegt að Haraldur klæðist skyrtunni fram að úrslitakvöldinu á laugardag. Hún gæti þó þurft að fara í þvott gangi spár um 30 stiga hita næstu daga eftir. Spáin að Hatari færi áfram rættist sannarlega.
Eurovision Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Sjá meira