Höfnum ekki sársaukanum Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 15. maí 2019 07:00 Nú hefur Alþingi samþykkt frumvarp um þungunarrof að undangenginni dæmigerðri íslenskri þjóðfélagsumræðu. Andstæðum hefur verið stillt upp með femínista og sérfræðinga á sviði heilbrigðismála á öðrum væng en Ingu Sæland, Agnesi biskup og trúað fólk á hinum. Samhliða hefur þess verið gætt að halda framlagi ÖBÍ og Siðfræðistofnunar HÍ utan við opinbera umræðu. Á meðan Siðfræðistofnun lagði til að jöfnum höndum yrði horft á þrjá þætti; sjálfsákvörðunarrétt kvenna, siðferðilega stöðu fósturs í móðurkviði og viðhorf til fötlunar, hefur umræðan hverfst um fyrsta atriðið. Ég held að öll þjóðin geti tekið undir þá afstöðu Siðfræðistofnunar að þungunarrof sé sársaukamál sem þurfi vandaða og opna umræðu. Enn fremur segir þar: „Ferlið sem fylgir síðkomnu þungunarrofi er erfitt líkamlega og andlega og því fylgir mikil sorg. Þegar staðið er andspænis þessum valkostum leggur fólk mat á upplýsingar um fóstrið og notar þær til að spá fyrir um lífsgæði verðandi barns, foreldra og fjölskyldu. Sú túlkun er ekki einungis læknisfræðileg.“ Umliðna áratugi hefur sjötta hverju fóstri verið eytt hér á landi. Það er sorgarefni allrar þjóðarinnar sem ekki verður leyst með neinni löggjöf. Við þurfum að lyfta upp sjálfsákvörðunarrétti kvenna og hafna allri skömmun. En jafnframt verðum við að horfast í augu við hið háa flækju- og sársaukastig þessara mála. Stundum standa mæður og feður frammi fyrir afarkostum og treysta sér ekki til að taka við ófæddum börnum. Ég votta öllum sem fundið hafa sig knúin til að stíga það skref samúð mína. Við berum öll ábyrgð á að bæta kjör barna, auka valkosti fólks og gefa verðandi foreldrum skýr skilaboð um samstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Skoðun Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Skoðun Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Nú hefur Alþingi samþykkt frumvarp um þungunarrof að undangenginni dæmigerðri íslenskri þjóðfélagsumræðu. Andstæðum hefur verið stillt upp með femínista og sérfræðinga á sviði heilbrigðismála á öðrum væng en Ingu Sæland, Agnesi biskup og trúað fólk á hinum. Samhliða hefur þess verið gætt að halda framlagi ÖBÍ og Siðfræðistofnunar HÍ utan við opinbera umræðu. Á meðan Siðfræðistofnun lagði til að jöfnum höndum yrði horft á þrjá þætti; sjálfsákvörðunarrétt kvenna, siðferðilega stöðu fósturs í móðurkviði og viðhorf til fötlunar, hefur umræðan hverfst um fyrsta atriðið. Ég held að öll þjóðin geti tekið undir þá afstöðu Siðfræðistofnunar að þungunarrof sé sársaukamál sem þurfi vandaða og opna umræðu. Enn fremur segir þar: „Ferlið sem fylgir síðkomnu þungunarrofi er erfitt líkamlega og andlega og því fylgir mikil sorg. Þegar staðið er andspænis þessum valkostum leggur fólk mat á upplýsingar um fóstrið og notar þær til að spá fyrir um lífsgæði verðandi barns, foreldra og fjölskyldu. Sú túlkun er ekki einungis læknisfræðileg.“ Umliðna áratugi hefur sjötta hverju fóstri verið eytt hér á landi. Það er sorgarefni allrar þjóðarinnar sem ekki verður leyst með neinni löggjöf. Við þurfum að lyfta upp sjálfsákvörðunarrétti kvenna og hafna allri skömmun. En jafnframt verðum við að horfast í augu við hið háa flækju- og sársaukastig þessara mála. Stundum standa mæður og feður frammi fyrir afarkostum og treysta sér ekki til að taka við ófæddum börnum. Ég votta öllum sem fundið hafa sig knúin til að stíga það skref samúð mína. Við berum öll ábyrgð á að bæta kjör barna, auka valkosti fólks og gefa verðandi foreldrum skýr skilaboð um samstöðu.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar