Bálkakeðjur gjörbreyta landslaginu Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 16. maí 2019 06:45 Bálkakeðjur komu fram á sjónarsviðið fyrir um sex árum. Nú er notagildi þeirra í fjármálakerfinu að koma í ljós. NORDICPHOTOS/GETTY Bálkakeðjur munu á endanum gjörbreyta uppbyggingu fjármálakerfisins með því að skera út milliliði og gera það skilvirkara. Þetta segir Kristján Ingi Mikaelsson, framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs. Kristján heldur erindi um áhrif bálkakeðja á bankakerfið á vorráðstefnu Reiknistofu bankanna í Hörpu sem hefst í hádeginu í dag. „Mörg stórfyrirtæki úti í heimi eru byrjuð að nýta bálkakeðjur og þessi þróun er að færast aukana,“ segir Kristján Ingi í samtali við Fréttablaðið. Bálkakeðjur (e. blockchain) eru tæknilausn sem er ætlað að stuðla að auknu trausti í ýmiss konar samskiptum og viðskiptum. Bálkakeðja er sívaxandi keðja af bálkum þar sem hver bálkur geymir dulkóðuð gögn um viðskipti eða aðrar upplýsingar. „Fjármálakerfið eins og það er í dag byggir á trausti á milli raða milliliða. Þetta fyrirkomulag er dýrt og það er erfitt að færa fjármuni til. Það sem bálkakeðjur gera er að þær skapa traust án aðkomu milliliða. Þær gera okkur kleift að færa fjármuni án þess að tala við greiðslukortafyrirtæki, banka o.s.frv. Kerfið verður skilvirkara og krafan um meiri skilvirkni er að drífa þessa þróun áfram,“ segir Kristján.Hvernig stuðla bálkakeðjur að trausti? „Þegar Bitcoin, sem byggist á bálkakeðjum, komu fram var í fyrsta sinn hægt að færa eignir til á internetinu án þess að afrita þær. Það hafði ekki verið hægt að gera áður. Þegar þú sendir tölvupóst þá fjölfaldast hann á öllum netþjónunum á leiðinni en það er ekki ásættanlegt þegar þú ert að færa til verðmæti. Þú vilt að verðmætin færist milli aðila. Þarna í fyrsta skiptið var hægt að færa til verðmæti eða eignarrétti með sannanlegum hætti. Þaðan kemur þetta traust. Notendur vita að þeir eru að færa verðmætin til með sannanlegum hætti og með tækni sem er búið að sannreyna. Ef ég veit hver þú ert þá get ég sent á þig og vitað að það komist á leiðarenda. Það er leiðin til að skera út þessa milliliði. Kristján nefnir sem dæmi um nýlega hagnýtingu bálkakeðja að bandaríski fjármálarisinn JP Morgan sé búinn að gefa út sína eigin rafmynt fyrir millibankaviðskipti. „Millibankaviðskipti eru gífurlega umfangsmikil en þau byggja á þungum kerfum. Menn sjá fyrir sér að gera þau mun skilvirkari með því að nýta bálkakeðjur. Þá geta bankarnir talað saman og deilt upplýsingum á snjallari hátt en áður í stað þess að allt sé á pappír og eyðublöðum. Óskilvirknin er leyst með sjálfvirknivæðingu.“ Kristján telur að innleiðing bálkakeðja í fjármálakerfinu geti gjörbreytt uppbyggingu kerfisins. „Fyrirtæki og seðlabankar eru að skoða að gefa út sínar eigin rafmyntir sem eru byggðar á lögeyri eins og Bandaríkjadal eða evru,“ segir Kristján og nefnir að íslenska fjártæknifyrirtækið Monerium stefni að því að gefa út evrur og krónur á bálkakeðjum hugsanlega á þessu ári. „Bálkakeðjur komu fram á sjónarsviðið fyrir um sex árum en nú er notagildi tækninnar að koma í ljós. Þessi þróun mun á endanum hafa þau áhrif að fjármálakerfið verður endurhannað frá grunni með tilliti til þessarar tækni.“ Birtist í Fréttablaðinu Rafmyntir Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Bálkakeðjur munu á endanum gjörbreyta uppbyggingu fjármálakerfisins með því að skera út milliliði og gera það skilvirkara. Þetta segir Kristján Ingi Mikaelsson, framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs. Kristján heldur erindi um áhrif bálkakeðja á bankakerfið á vorráðstefnu Reiknistofu bankanna í Hörpu sem hefst í hádeginu í dag. „Mörg stórfyrirtæki úti í heimi eru byrjuð að nýta bálkakeðjur og þessi þróun er að færast aukana,“ segir Kristján Ingi í samtali við Fréttablaðið. Bálkakeðjur (e. blockchain) eru tæknilausn sem er ætlað að stuðla að auknu trausti í ýmiss konar samskiptum og viðskiptum. Bálkakeðja er sívaxandi keðja af bálkum þar sem hver bálkur geymir dulkóðuð gögn um viðskipti eða aðrar upplýsingar. „Fjármálakerfið eins og það er í dag byggir á trausti á milli raða milliliða. Þetta fyrirkomulag er dýrt og það er erfitt að færa fjármuni til. Það sem bálkakeðjur gera er að þær skapa traust án aðkomu milliliða. Þær gera okkur kleift að færa fjármuni án þess að tala við greiðslukortafyrirtæki, banka o.s.frv. Kerfið verður skilvirkara og krafan um meiri skilvirkni er að drífa þessa þróun áfram,“ segir Kristján.Hvernig stuðla bálkakeðjur að trausti? „Þegar Bitcoin, sem byggist á bálkakeðjum, komu fram var í fyrsta sinn hægt að færa eignir til á internetinu án þess að afrita þær. Það hafði ekki verið hægt að gera áður. Þegar þú sendir tölvupóst þá fjölfaldast hann á öllum netþjónunum á leiðinni en það er ekki ásættanlegt þegar þú ert að færa til verðmæti. Þú vilt að verðmætin færist milli aðila. Þarna í fyrsta skiptið var hægt að færa til verðmæti eða eignarrétti með sannanlegum hætti. Þaðan kemur þetta traust. Notendur vita að þeir eru að færa verðmætin til með sannanlegum hætti og með tækni sem er búið að sannreyna. Ef ég veit hver þú ert þá get ég sent á þig og vitað að það komist á leiðarenda. Það er leiðin til að skera út þessa milliliði. Kristján nefnir sem dæmi um nýlega hagnýtingu bálkakeðja að bandaríski fjármálarisinn JP Morgan sé búinn að gefa út sína eigin rafmynt fyrir millibankaviðskipti. „Millibankaviðskipti eru gífurlega umfangsmikil en þau byggja á þungum kerfum. Menn sjá fyrir sér að gera þau mun skilvirkari með því að nýta bálkakeðjur. Þá geta bankarnir talað saman og deilt upplýsingum á snjallari hátt en áður í stað þess að allt sé á pappír og eyðublöðum. Óskilvirknin er leyst með sjálfvirknivæðingu.“ Kristján telur að innleiðing bálkakeðja í fjármálakerfinu geti gjörbreytt uppbyggingu kerfisins. „Fyrirtæki og seðlabankar eru að skoða að gefa út sínar eigin rafmyntir sem eru byggðar á lögeyri eins og Bandaríkjadal eða evru,“ segir Kristján og nefnir að íslenska fjártæknifyrirtækið Monerium stefni að því að gefa út evrur og krónur á bálkakeðjum hugsanlega á þessu ári. „Bálkakeðjur komu fram á sjónarsviðið fyrir um sex árum en nú er notagildi tækninnar að koma í ljós. Þessi þróun mun á endanum hafa þau áhrif að fjármálakerfið verður endurhannað frá grunni með tilliti til þessarar tækni.“
Birtist í Fréttablaðinu Rafmyntir Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira