Erlent

Arkitektinn I.M. Pei er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
I.M Pei fyrir utan glerpíramídann sinn við Louvre árið 1989.
I.M Pei fyrir utan glerpíramídann sinn við Louvre árið 1989. Getty
Kínversk-bandaríski arkitektinn I.M. Pei er látinn, 102 ára að aldri. Pei var nýtískulegur arkitekt og hannaði fjölmargar vel þekktar byggingar í Bandaríkjunum og víðar.

Marc Diamond, upplýsingafulltrúi Pei Cobb Freed & Partners, staðfestir andlátið í samtali við Curbed.

Pei er einna þekktastur fyrir að hafa hannað glerpíramídann sem stendur við Louvre-safnið í frönsku höfuðborginni París. Hann vann til Pritzker-verðlaunanna, virtustu verðlauna heims á sviði arkitektúrs, árið 1983.

Meðal þekktra bygginga sem Pei hannaði má nefna ráðhús Dallas-borgar, Turn Kínabanka í Hong Kong, Morton H. Meyerson Symphony Center í Dallas, Miho-safnið í Japan og Mudam í Lúxemborg.

Islandslistasafnið í katörsku höfuðborginni Doha er einnig meðal þekktustu bygginga Pei.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×