Fermingarpeningunum stolið Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. maí 2019 07:15 Frá Torrevieja á Spáni. Sigurður segist hafa ferðast um allan heim en ekki átt vona á að lenda í svona uppákomu þar. Nordicphotos/Getty „Þetta er skelfilegt. Við stöndum hérna nokkurn veginn slypp og snauð og tryggingarfélagið gerir ekkert fyrir okkur eins og er. Börnin urðu hálfpartinn vitni að þessu og eru bara hágrátandi,“ segir Sigurður Geir Geirsson flugvirki. Fjölskyldan lenti í Torrevieja aðfaranótt miðvikudags. Klukkan tvö um nóttina voru þau búin að fá afhenta tvo bílaleigubíla en með í för er elsti sonur Sigurðar ásamt konu hans og þremur börnum. Þegar töskurnar voru komnir í skottið á bíl Sigurðar fór hann að aðstoða elsta soninn við að festa barnabílstól í hinum bílnum. „Þá sér strákurinn minn sem var að fermast tvo menn opna skottið á bílnum okkar. Hann hélt að þeir væru bara að fara í vitlausan bíl og sér þá bara loka skottinu og hlaupa í burtu.“ Í ljós kom að þeir höfðu tekið tölvutösku Sigurðar sem innihélt meðal annars þrjú þúsund evrur, tölvu, myndavél, síma, veski og vegabréf. „Þarna voru meðal annars þúsund evrur sem strákurinn fékk í fermingargjöf. Sem betur fer er elsti strákurinn með sín kort.“ Haft var samband við lögreglu sem virtist ekki hissa. „Þeir sögðust fá hátt í tíu svona mál á dag hérna á flugvellinum.“ Sigurður telur að þjófarnir hafi fylgst með fjölskyldunni og vitað nákvæmlega hverju þeir ættu að stela. Það hafi verið maður að þvælast inni á bílaleigunni og séð Sigurð setja peninga og vegabréf í tölvutöskuna. „Áður en ég kom hingað var mér sagt að taka ekki peninga út úr hraðbönkum því þeir mynduðu kortin um leið en þú veist ekkert hvaða hraðbankar það eru. Þannig að ég tók með mér peninga en það var greinilega ekkert skárra.“ Hann segir marga Íslendinga á svæðinu og hvetur þá til að hafa varann á. „Við hittum íslenska konu úti í búð sem var rænd á veitingastað. Þau voru tíu saman á borði og veskið hennar hvarf með fullt af verðmætum.“ Sigurður segir atburðinn hafa haft mikil áhrif á þau hjónin og enn meiri á börnin. „Sérstaklega á drenginn sem var að fermast. Hann ætlaði sér að gera mikið fyrir þessa peninga og eiga gott frí hérna.“ Thelma Eir Aðalsteinsdóttir, vörustjóri einstaklingstrygginga hjá VÍS, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Hins vegar sé það þannig í svona tilvikum að lykilatriði sé að hafa samband við lögreglu. „Það þarf alltaf að fylgja lögregluskýrsla frá því landi sem atvikið gerist í. Það þarf að tilkynna þetta til okkar en við þurfum að vinna málið og fá lista yfir það sem var stolið. Það er því miður ekki þannig að við getum hlaupið inn í svona aðstæður því það er ekki hluti af okkar starfsemi,“ segir Thelma. Hún segir að í mörgum tilvikum sé hægt að koma í veg fyrir tjón af völdum þjófnaðar. Í skilmálum félagsins séu ákveðnar varúðarreglur. „Við leggjum mesta áherslu á að læsa öllu. Þó að þú ætlir bara að henda einni tösku inn í bíl og skreppa að ná í hina þarf maður að læsa bílnum. Svo er mikilvægt að skilja ekkert eftir eftirlitslaust á almannafæri.“ Fólk þurfi líka að hafa í huga að það sé ákveðið hámark á farangurstryggingum. Það sé því ekki sniðugt að taka alla dýrustu hlutina með. „Svo er líka góð regla að geyma kortin á mismunandi stað. Það hjálpar mikið til ef maður lendir í svona að dreifa aðeins áhættunni.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðalög Spánn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Þetta er skelfilegt. Við stöndum hérna nokkurn veginn slypp og snauð og tryggingarfélagið gerir ekkert fyrir okkur eins og er. Börnin urðu hálfpartinn vitni að þessu og eru bara hágrátandi,“ segir Sigurður Geir Geirsson flugvirki. Fjölskyldan lenti í Torrevieja aðfaranótt miðvikudags. Klukkan tvö um nóttina voru þau búin að fá afhenta tvo bílaleigubíla en með í för er elsti sonur Sigurðar ásamt konu hans og þremur börnum. Þegar töskurnar voru komnir í skottið á bíl Sigurðar fór hann að aðstoða elsta soninn við að festa barnabílstól í hinum bílnum. „Þá sér strákurinn minn sem var að fermast tvo menn opna skottið á bílnum okkar. Hann hélt að þeir væru bara að fara í vitlausan bíl og sér þá bara loka skottinu og hlaupa í burtu.“ Í ljós kom að þeir höfðu tekið tölvutösku Sigurðar sem innihélt meðal annars þrjú þúsund evrur, tölvu, myndavél, síma, veski og vegabréf. „Þarna voru meðal annars þúsund evrur sem strákurinn fékk í fermingargjöf. Sem betur fer er elsti strákurinn með sín kort.“ Haft var samband við lögreglu sem virtist ekki hissa. „Þeir sögðust fá hátt í tíu svona mál á dag hérna á flugvellinum.“ Sigurður telur að þjófarnir hafi fylgst með fjölskyldunni og vitað nákvæmlega hverju þeir ættu að stela. Það hafi verið maður að þvælast inni á bílaleigunni og séð Sigurð setja peninga og vegabréf í tölvutöskuna. „Áður en ég kom hingað var mér sagt að taka ekki peninga út úr hraðbönkum því þeir mynduðu kortin um leið en þú veist ekkert hvaða hraðbankar það eru. Þannig að ég tók með mér peninga en það var greinilega ekkert skárra.“ Hann segir marga Íslendinga á svæðinu og hvetur þá til að hafa varann á. „Við hittum íslenska konu úti í búð sem var rænd á veitingastað. Þau voru tíu saman á borði og veskið hennar hvarf með fullt af verðmætum.“ Sigurður segir atburðinn hafa haft mikil áhrif á þau hjónin og enn meiri á börnin. „Sérstaklega á drenginn sem var að fermast. Hann ætlaði sér að gera mikið fyrir þessa peninga og eiga gott frí hérna.“ Thelma Eir Aðalsteinsdóttir, vörustjóri einstaklingstrygginga hjá VÍS, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál. Hins vegar sé það þannig í svona tilvikum að lykilatriði sé að hafa samband við lögreglu. „Það þarf alltaf að fylgja lögregluskýrsla frá því landi sem atvikið gerist í. Það þarf að tilkynna þetta til okkar en við þurfum að vinna málið og fá lista yfir það sem var stolið. Það er því miður ekki þannig að við getum hlaupið inn í svona aðstæður því það er ekki hluti af okkar starfsemi,“ segir Thelma. Hún segir að í mörgum tilvikum sé hægt að koma í veg fyrir tjón af völdum þjófnaðar. Í skilmálum félagsins séu ákveðnar varúðarreglur. „Við leggjum mesta áherslu á að læsa öllu. Þó að þú ætlir bara að henda einni tösku inn í bíl og skreppa að ná í hina þarf maður að læsa bílnum. Svo er mikilvægt að skilja ekkert eftir eftirlitslaust á almannafæri.“ Fólk þurfi líka að hafa í huga að það sé ákveðið hámark á farangurstryggingum. Það sé því ekki sniðugt að taka alla dýrustu hlutina með. „Svo er líka góð regla að geyma kortin á mismunandi stað. Það hjálpar mikið til ef maður lendir í svona að dreifa aðeins áhættunni.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðalög Spánn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira