Erlent

Orrustuþota brotlenti á vöruskemmu

Samúel Karl Ólason skrifar
Það þykir kraftaverki líkast að engin sprenging hafi orðið eða stærri eldur.
Það þykir kraftaverki líkast að engin sprenging hafi orðið eða stærri eldur. Vísir/AP
Minnst tólf manns voru flutt á sjúkrahús eftir að orrustuþota af gerðinni F-16 brotlenti á vöruskemmu í Kaliforníu í nótt. Engann virðist þó hafa sakað vegna slyssins en flugmanni þotunnar tókst að skjóta sér úr henni fyrir brotlendinguna. Þá kviknaði lítill eldur við brotlendinguna en hann var slökktur fljótt. Það þykir kraftaverki líkast að engin sprenging hafi orðið eða stærri eldur.

Starfsmönnum vöruskemmunnar, sem er skammt frá herstöð bandaríska flughersins, var mjög brugðið en einn þeirra birti myndband þar sem sjá má brak þotunnar á gólfi skemmunnar.

Samkvæmt AP fréttaveitunni bar þotan vopn og voru því allir fluttir af brott af stóru svæði umhverfis skemmuna. Engum verður hleypt þar nærri nema sérfræðingum sem eiga að aftengja vopn þotunnar.

„Svo lengi sem þotann er hérna, verður svæðið talið hættulegt og við erum að gera nauðsynlegar ráðstafanir,“ segir Fernando Herrera frá slökkviliðinu á svæðinu.

Flugmaður orrustuþotunnar mun hafa misst stjórn á henni vegna vélabilunar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×