Pabbi Steph Curry vildi ekki að hann færi til Golden State á sínum tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2019 22:30 Feðgarnir Stephen Curry og Dell Curry. GettyKevin C. Cox Stephen Curry mun væntanlega spila allan feril sinn með Golden State Warriors og fá sitt sæti í hóp bestu leikmanna NBA-deildarinnar í körfubolta frá upphafi. Kappinn er að flestra mati besta þriggja stiga skytta sögunnar. Hann mun eignast flest metin sem snúa af þristum og á mikinn þátt í því að þriggja stiga skotið er nú miklu „betra“ skot en það var áður.No Kevin Durant... no problem Stephen Curry scored 37 points to guide the Golden State Warriors to victory. Read: https://t.co/9u5ypOo4fRpic.twitter.com/hDTWRhrCpn — BBC Sport (@BBCSport) May 17, 2019Stephen Curry hefur farið á kostum með liði sínu í síðustu leikjum Warriors í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og var með 37 stig og 8 stoðsendingar í nótt þegar Golden State komst í 2-0 á móti Portland Trail Blazers í úrslitum Vesturdeildarinnar. Curry hefur skorað 36 og 37 stig í fyrstu tveimur leikjunum og hafði áður gert út af við Houston Rockets í síðustu tveimur leikjum undanúrslitanna eftir að Kevin Durant meiddist. Curry hefur minnt vel á sig og snilli sína í undanförnum leikjum og ýtt undir þá skoðun margra að hann hafi hugsað um hag liðsins frekar en hag sinn þegar Durant mætti á svæðið. Curry var tilbúinn að fórna sínum leik og leyfa Kevin Durant að leiða liðið. Nú er hins vegar þörf á því að Curry taki að sér aðalhlutverkið og hann hefur tekið því fagnandi.@StephenCurry30 (37 PTS) and @sdotcurry (16 PTS) combined for 53 PTS, the 2nd-most ever by brothers in the #NBAPlayoffs (Bernard/Albert King, 57 in 1983). pic.twitter.com/yYBwT01KMp — NBA.com/Stats (@nbastats) May 17, 2019Stephen Curry hefur átt mögnuð tíu tímabil með Golden State Warriors og er á góðri leið með að verða NBA-meistari í fjórða sinn með liðinu. Curry varð 31 árs í mars en hann gerði fimm ára samning í júlí 2017 og fær fyrir hann 201 milljón dollara eða tæpa 25 milljarða íslenskra króna. Það voru samt ekki allir í fjölskyldunni ánægðir þegar Golden State Warriors valdi Stephen Curry með sjöunda valrétti í nýliðavalinu árið 2009. Dell Curry, faðir Steph, lék sjálfur í NBA-deildinni í sextán ár og ætti því að hafa vit á NBA-deildinni. Í nýju viðtali við pabbann þá viðurkenndi Dell að hann vildi ekki að Steph Curry færi til Golden State á sínum tíma. Dell Curry taldi Golden State Warriors liðið ekki spila bolta sem hentaði syninum. Annað kom á daginn, Golden State hlustaði ekki á karlinn og Dell gæti ekki verið ánægðari í dag með feril Stephen Curry. Hér fyrir neðan má sjá Dell Curry ræða Steph og nýliðavalið 2009.Dell Curry kept it when the Warriors told him they were interested in drafting Steph. Good thing they didn't listen ?? pic.twitter.com/PUcAd6HEMB — Yahoo Sports (@YahooSports) May 16, 2019 NBA Mest lesið Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Sjá meira
Stephen Curry mun væntanlega spila allan feril sinn með Golden State Warriors og fá sitt sæti í hóp bestu leikmanna NBA-deildarinnar í körfubolta frá upphafi. Kappinn er að flestra mati besta þriggja stiga skytta sögunnar. Hann mun eignast flest metin sem snúa af þristum og á mikinn þátt í því að þriggja stiga skotið er nú miklu „betra“ skot en það var áður.No Kevin Durant... no problem Stephen Curry scored 37 points to guide the Golden State Warriors to victory. Read: https://t.co/9u5ypOo4fRpic.twitter.com/hDTWRhrCpn — BBC Sport (@BBCSport) May 17, 2019Stephen Curry hefur farið á kostum með liði sínu í síðustu leikjum Warriors í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og var með 37 stig og 8 stoðsendingar í nótt þegar Golden State komst í 2-0 á móti Portland Trail Blazers í úrslitum Vesturdeildarinnar. Curry hefur skorað 36 og 37 stig í fyrstu tveimur leikjunum og hafði áður gert út af við Houston Rockets í síðustu tveimur leikjum undanúrslitanna eftir að Kevin Durant meiddist. Curry hefur minnt vel á sig og snilli sína í undanförnum leikjum og ýtt undir þá skoðun margra að hann hafi hugsað um hag liðsins frekar en hag sinn þegar Durant mætti á svæðið. Curry var tilbúinn að fórna sínum leik og leyfa Kevin Durant að leiða liðið. Nú er hins vegar þörf á því að Curry taki að sér aðalhlutverkið og hann hefur tekið því fagnandi.@StephenCurry30 (37 PTS) and @sdotcurry (16 PTS) combined for 53 PTS, the 2nd-most ever by brothers in the #NBAPlayoffs (Bernard/Albert King, 57 in 1983). pic.twitter.com/yYBwT01KMp — NBA.com/Stats (@nbastats) May 17, 2019Stephen Curry hefur átt mögnuð tíu tímabil með Golden State Warriors og er á góðri leið með að verða NBA-meistari í fjórða sinn með liðinu. Curry varð 31 árs í mars en hann gerði fimm ára samning í júlí 2017 og fær fyrir hann 201 milljón dollara eða tæpa 25 milljarða íslenskra króna. Það voru samt ekki allir í fjölskyldunni ánægðir þegar Golden State Warriors valdi Stephen Curry með sjöunda valrétti í nýliðavalinu árið 2009. Dell Curry, faðir Steph, lék sjálfur í NBA-deildinni í sextán ár og ætti því að hafa vit á NBA-deildinni. Í nýju viðtali við pabbann þá viðurkenndi Dell að hann vildi ekki að Steph Curry færi til Golden State á sínum tíma. Dell Curry taldi Golden State Warriors liðið ekki spila bolta sem hentaði syninum. Annað kom á daginn, Golden State hlustaði ekki á karlinn og Dell gæti ekki verið ánægðari í dag með feril Stephen Curry. Hér fyrir neðan má sjá Dell Curry ræða Steph og nýliðavalið 2009.Dell Curry kept it when the Warriors told him they were interested in drafting Steph. Good thing they didn't listen ?? pic.twitter.com/PUcAd6HEMB — Yahoo Sports (@YahooSports) May 16, 2019
NBA Mest lesið Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga