Kristlín kærasta Matthíasar vekur athygli á kynjamisrétti Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 17. maí 2019 13:00 Kristlín Dís, lengst til hægri, ásamt Matthíasi Tryggva (fyrir miðju) og fjölskyldu hans á Dan Panorama hótelinu í vikunni. Vísir/Kolbeinn Tumi Kristlín Dís Ingilínardóttir er hluti af þéttum hóp Íslendinga í Tel Aviv sem saman stendur af fjölskyldum og kærustum liðsmanna Hatara. Hún er unnusta Matthíasar Tryggva Haraldssonar söngvara Hatara. Skilaboð Hatara á Eurovision-vegferð sinni eru skýr. Þeir gagnrýna aðskilnaðarstefnu Ísraela, setja stórt spurningamerki við að keppnin fari fram hér í Tel Aviv og tala fyrir friði og sameiningu, annars muni hatrið sigra. Hatari hefur reynt að breiða út þennan boðskap sinn hér í Ísrael, mörgum til ama sem telja Eurovision ekki vettvang til þess. Það sé stjórnmálamanna að gera það en ekki listamnna. Hatarar eru þessu algjörlega ósammála og benda á hve pólitísk ákvörðunin að halda keppnina sé í raun og veru. Það sé þversögn að keppni sem standi fyrir frið og sameinngu fari fram í landi þar sem slíkt þekkist ekki. Kristlín Dís hefur sömuleiðis breitt út boðskap í pistlum sínum undanfarna mánuði sem birst hafa á Stundinni. Þar fjallar hún á beittan hátt með vísun í rannsóknir og eigin reynslu um kynjamisrétti. Ólíka stöðu karla og kvenna í samfélaginu sem þurfi að breyta. Efnistökin eru sum hver viðkvæm, eins og í fyrsta pistlinum sem fjallar um nauðganir, en önnur frumleg eins og í pistli um fullnægingar kvenna annars vegar og ósýnilega framkvæmdasjórann á heimilinu hins vegar, þ.e. konuna.Nauðgun af gáleysi Allir pistlar Kristlínar eiga það sameiginlegt að hafa farið á mikið flug. Í þeim fyrsta sem bar yfirskriftina Nauðgun af gáleysi greindi hún frá því að fyrrverandi kærasti hennar hefði nauðgað henni nokkru fyrr. Eftir að hafa unnið úr því áfalli hefði hún brotnað niður þegar kærastanum fyrrverandi var boðið í partý, en ekki henni. „Ég byrjaði á því að vorkenna sjálfri mér og hugsa hvað þetta væri ósanngjarnt, að ég sem hafði ekkert gert væri refsað vegna þess að einhver hefði brotið á mér. Síðan áttaði ég mig á því að þetta snerist auðvitað ekki um partí heldur svo miklu meira.“ Veltir hún upp spurningunni hvað gera eigi ef vinur manns sé sakaður um nauðgun. „Fyrir nokkru var mér nauðgað af þáverandi kærasta mínum. Ég vaknaði við það að hann var að sofa hjá mér, ekki í fyrsta skipti, en í þetta skipti fann ég að ég gat ekki tekið þátt eins og ég gerði venjulega. Það er mjög algengt að bregðast við því að brotið sé á manni með því að reyna að breyta því í eitthvað annað, breyta upplifuninni. Í önnur skipti sem ég hafði vaknað við að kærastinn minn var að sofa hjá mér þá voru mín fyrstu viðbrögð að taka þátt, ekki vegna þess að ég hafði samþykkt það heldur til þess að breyta þessu í eitthvað sem ég vildi líka, einhverju sem ég væri með í, þar sem ég var ekki fórnarlamb, var ekki nauðgað. Þessa nótt, á afmælinu mínu, vaknaði ég og fann að ég gat ekki hreyft mig. Ég get ekki svarað hvers vegna, hvort það hafi verið vegna þreytu, vegna áfengisneyslu, ég veit það ekki, ég veit bara að ég lá og gat ekki hreyft mig á meðan kærastinn minn var að sofa hjá mér og ég skammaðist mín. Ég skammaðist mín fyrir sjálfa mig.“Greinir klámneyslu auðveldlega Sambandið hafi endað fljótlega en tilfinningin ekki horfið. Hún hafi talið sig vera með þunglyndi, aðrir hafi talið um ástarsorg að ræða en hún hafi ekki horfst í augu við það sem gerðist fyrr en hún byrjaði í heilbrigðu sambandi og horfði með hryllingi til baka og sá hvaða hluti hún var búin að normalísera úr fyrra sambandi. Ræddi hún við fyrrverandi kærastann um nauðgunina, sem hann sagðist ekki hafa upplifað þannig.Hann hafði ekki upplifað þetta sem nauðgun, hafði verið undir áhrifum og sagðist hafa spurt hvort að þetta væri í lagi og ég í sannleika sagt trúi því að hann hafi ekki verið að meiða mig viljandi. En alltaf þegar ég heimsæki þetta kvöld þá kem ég inn sem áhorfandi og ég horfi á þetta og ég sé ekki kynlíf heldur nauðgun, það er enginn vafi í mínum huga þegar ég horfi á máttlausan líkama minn. Hún bendir á þau slæmu áhrif sem óhóflegt klámáhorf hafi á stráka. Hún telur sig geta greint það þegar hún sofi hjá strák í fyrsta sinn hvort hann hafi horft mikið á klám. „Þetta sést í því hvað þeir biðja um að gera, hvert þeir horfa, hreyfingum þeirra og almennt hvar fókusinn er. Og ég veit að ég er ekki ein um að taka eftir þessu. Ég ætla alls ekki að segja að klám sé sökudólgur nauðgana heldur að það stuðli að misskilningi á því hvað kynlíf er yfir höfuð. Í kynlífi eru tveir einstaklingar (eða fleiri) sem báðir eiga að njóta þess að stunda kynlíf.“Þakkar fyrir traustan vinahóp Kristlín segist hafa viljað finna lausn með geranda sínum en mætt skilningsleysi og afneitun. „Ólíkt þeim sem drepur af gáleysi virðist sá sem nauðgar af gáleysi oft eiga mun erfiðara með að taka ábyrgð á því sem hann hefur gert vegna þess að hann skynjaði það ekki sem glæp á sínum tíma. Í mínu tilviki fannst geranda mínum mun alvarlegra að saka einhvern um nauðgun en að nauðga. Þetta var ólýsanlega erfitt fyrir mig og ég fann að óttinn sem hafði blundað í brjósti mér var að verða að veruleika, mér var ekki trúað.“ Í kjölfarið hafi farið í hönd erfiðir tímar þar sem hún reyndi að lifa sínu daglega lífi. Fljótlega heyrði hún raddir um að hún væri lygari og henni líst sem geðveikri. „Ég var hrædd um að verða það ef ég héldi svona áfram svo ég flúði til útlanda til að þurfa ekki að hitta geranda minn, vera ekki geðveik, vera ekki lygari.Viðbrögð geranda míns eru ekki einsdæmi. Í skýrslu Drífu Jónsdóttur sem kom út í lok síðasta árs kom fram að makar 70% kvenna sem höfðu verið í ofbeldissambandi lýstu fyrrverandi mökum sínum sem geðveikum eða sögðu að ekki ætti að taka mark á því sem þær sögðu.“ Eftir nokkra mánuði í útlöndum gerði hún sér loks grein fyrir að hún þyrfti að sætta sig við að hún yrði aldrei sama manneskjan aftur, sem væri allt í lagi. Hún hafi flutt aftur til Íslands í janúar, tilbúin að sigra heimninn þangað til henni var, ólíkt kærastanum fyrrverandi, ekki boðið í partý. Þá settist hún við skriftir og velti því fyrir sér hvað gera ætti ef vinur manns nauðgaði sér. „Í sannleika sagt þá veit ég það ekki, ég hef ekki svarið við þessari spurningu, EN ég veit hvað á ekki að gera. Mín skoðun er að það versta sem hægt er að gera er að vera meðvirkur, að láta eins og ekkert hafi í skorist eða eins og maður sé einskis vísari. Með því að tala ekki um hlutina eða kjósa að trúa ekki brotaþolum vegna þess að maður vill ekki að vinur sinn hafi nauðgað er maður ekki að hjálpa neinum. Með slíkum ákvörðunum gerir fólk lítið úr brotaþolum og því ofbeldi sem þeir hafa orðið fyrir.“ Hún þakkar fyrir að hafa átt vinahóp sem stóð þétt við bak hennar. Aðrir hafi ekki verið eins heppin. Enginn eigi að vera útskúfaður fyrir að segja sannleikann. „Samfélagið hefur tekið stökkbreytingum á síðustu árum en virðist ennþá eiga í erfiðleikum með að eiga þetta samtal, samtalið um nauðgun. Í umræðunni um nauðgun er fólki raðað niður í flokka; fórnarlamb, lygari, nauðgari, skrímsli. Þegar einstaklingar eru komnir í þessa flokka fjarlægjast tengslin við hið mennska þrátt fyrir að manneskjan sé ennþá til staðar. Það þurfa ekki annaðhvort að vera til skrímsli eða lygarar. Skrímsli geta ekki tekið ábyrgð en manneskja getur það. Þegar einstaklingur nauðgar, sama hvernig hann upplifði það, þá þarf hann að taka ábyrgð á því sem hann hefur gert.Mín skoðun er sú að þegar einhver segir að þeim hafi verið nauðgað, þrátt fyrir að hinn aðilinn hafi ekki upplifað það þannig, þá hafi verið framin nauðgun. Nauðgun er ekki bara upplifun.Fyrsta, önnur og þriðja vakt kvennaNæsti pistill Kristlínar á Stundinni vakti sömuleiðis mikla athygli. Þar fjallaði hún um þá andlegu vinnu sem algengt er að krafist sé af konum en ekki körlum. Þær vaktir sem konan þarf að standa. „Útivinnandi konur koma heim úr launaðri vinnu og hefja þá nýjan vinnudag, vakt númer tvö. Önnur vaktin inniheldur störf eins og heimilisþrif, barnauppeldi og fleiri störf sem hefðbundnar húsmæður sinntu í den.“ Og svo er það þriðja vaktin sem konur sinni sömuleiðis. „Þriðja vaktin snýst að miklu leyti um skipulag, að úthluta störfum, að vita hvar hlutir eru, að muna eftir mikilvægum dagsetningum, að sinna stórfjölskyldu, að skipuleggja félagslíf, að sjá fyrir hvað muni vanta á heimilinu og hverju muni bráðum þurfa að sinna. Þriðja vaktin á heimilinu snýst um að reka heimili eins og það sé fyrirtæki eða vél, að sjá til þess að allt gangi smurt fyrir sig. Á vinnumarkaði vinna konur auka andlega vinnu sem felst í því að gera sér upp tilfinningar, að brosa, spjalla og þurfa almennt að setja sjálfa sig á bak við grímu. Þriðja vaktin þarf ekki að vera leiðinleg en það er erfitt að sinna henni ein.“ Kristlín vísar í rannsókn sem gerð var á Íslandi árið 2017 þar sem 4% karla sögðust sjá að mestu um heimilisstörfin á sínu heimili öfugt við 39% kvenna.Enginn kærasti sem kunni á þvottavél „Mig grunar að flestar konur kannist við þetta ójafnrétti af eigin reynslu. Sjálf hef ég átt nokkra kærasta, alla yfir 23 ára gamla, og enginn þeirra kunni almennilega á þvottavél. Ýmsu venst maður með aldrinum en aldrei þessu.“ Þá nefnir hún sömuleiðis að hana reki ekki minni til þess að hafa verið í matarboði þar sem karlmenn hafi haft frumkvæði að taka af borðinu, þótt margir hjálpi til og geri mögulega jafnmikið. „Ástæðurnar fyrir þessu eru óljósar og afsakanir hafa meðal annars verið að konur séu betri í svona hlutum, séu betur skipulagðar eða finnist allavega minna leiðinlegt að sinna þessum störfum en körlum. En afsökunin sem er lífseigust er sú að konum finnist þessir hlutir einfaldlega mikilvægari en körlum. Mennirnir sem halda þessari fullyrðingu á lofti segjast oft auðveldlega geta lifað í rykinu og drullunni og þeir myndu sælir borða morgunkorn í öll mál án þess að kvarta. Slíkar yfirlýsingar eru nær alltaf ósannaðar og ég leyfi mér að efast um sannleiksgildi þeirra. En þetta er ágæt leið fyrir þá til að setja ábyrgðina yfir á konur, gera þetta að þeirra vandamáli. Fólk talar oft um mismunandi skítaþröskuld og að staðall kvenna sé svo hár að hann sé óyfirstíganlegur fyrir meðalmann. Ég efast um að konur þjáist almennt af hreingerningarþráhyggju en hins vegar virðist annar sjúkdómur hrjá þær, það er ábyrgð á hreinlæti. Það er stundum eins og heimili endurspegli hversu hæfar konur eru í lífinu. Þegar gesti ber að garði virðast konur oft byrja strax á því að afsaka sig og skammast sín ef að það er ekki allt óeðlilega hreint og fínt. Karlar gera það ekki.“ Þá sé sérstaklega vont þegar konur séu ótrúlegar þakklátar ef mennirnir þeirra sinna sínum hlut á seinni vaktinni. „Ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt talað um karlmann sem svo „svakalegan feng“ vegna þess að hann kann að elda, eða er svo duglegur að ryksuga. Aldrei hef ég heyrt menn tala um hvað þeir séu þakklátir fyrir hvað konan þeirra sé dugleg að ryksuga. Þeir karlar sem sinna meira af seinni vaktinni á heimilinu í samanburði við aðra karlmenn eru séðir af samfélaginu sem óvenjulega hjálpsamir og góðir menn.“ Þrátt fyrir að vera þrautþjálfuð í andlegri vinnu í dag hafi hún ekki alltaf verið það. „Þegar ég bjó hjá foreldrum mínum reyndi ég ómeðvitað að sinna sem allra minnst af annarri vaktinni og vildi ekki vita af þriðju vaktinni, líklega vegna þess að ég vissi að mamma mín myndi taka hana á sig. Ég beið eftir því að mamma byrgði fyrir herbergið mitt með óhreinum þvotti og drasli sem ég hafði ekki gengið frá sjálf og þá fyrst sinnti ég því með hangandi hendi og háum stunum. Ég óx úr grasi og lærði mína lexíu og ég tel að karlmenn geti gert slíkt hið sama.“ Það eigi ekki að vera ósýnilegur framkvæmdastjóri á heimilinu.Ætluðu aldrei að feika þaðSíðasti pistill Kristlínar í bili hið minnsta snerist um fullnægingar. Allt að 90% kvenna geri sér upp fullnægingu einhvern tímann á lífsleiðinni. „Ég man þegar ég var yngri og talaði um kynlíf við vinkonur mínar. Ég var örugglega svona 13 ára, þetta var mjög spennandi umræða en líka alveg svakalega vandræðaleg. Engin af okkur hafði stundað kynlíf á þessum tíma. Við sammæltumst þó allar um að við myndum aldrei feika það, það væri alveg fáránlegt. Við höfum allar feikað það í dag.“ Á meðan konur séu sigurvegarar í að feika fullnægingar séu karlmenn sigurvegarar í að fá það. „Rannsókn frá árinu 2018 sýnir að gagnkynhneigðir karlar fá fullnægingu í 95 prósent tilvika þegar þeir stunduðu kynlíf en gagnkynhneigðar konur í aðeins 65 prósent tilvika (aðrar rannsóknir hafa sýnt að konur fái það aðeins í 10–25% tilvika). Í þessari rannsókn hafði fjöldi fullnæginga ekkert með líffræði að gera þar sem samkynhneigðar konur sögðust fá fullnægingu í 88 prósent tilvika. Mögulega snýst fjöldi fullnæginga meira um viðmót en nokkuð annað.“ Kristlín ræðir það hvernig fullnæging sé sameiginlegt markmið þeirra sem stundi kynlíf. Sé kynlíf kapphlaup megi líta á fullnægingu sem markið. „Í gagnkynhneigðu kynlífi er fullnæging karla séð sem þetta óhjákvæmilega mark og oftar en ekki sem endamörk kynlífsins. Ef karlmenn fá ekki fullnægingu hefur kynlífið misheppnast. Það sama er ekki upp á teningnum þegar kemur að fullnægingu kvenna, hún er séð sem bónus, aukamark.“ Oft sé litið á fullnægingu kvenna sem vandamál. Það sé erfitt fyrir konur að fá það, það sé flókið, tímafrekt. Það sjónarmið er typpamiðað, að bera samna fullnægingu kvenna og karla þótt um ólík kynfæri sé að ræða. „Flestir karlmenn geta fengið fullnægingu á undir 5 mínútum en meðaltími fyrir fullnægingu kvenna er um það bil 20 mínútur. Þessi tími er þó mjög einstaklingsmiðaður og fer eftir fólki og aðstæðum.“Tíu ár síðan snípurinn var kortlagður Þá sé mikil pressa á konum að fá það í kynlífi, til að þóknast rekkjunautinum. Konum sé sömuleiðis kennt að bera ábyrgð á eigin fullnægingum. Lesa megi sér til um leiðina að fullnægingu í alls kyns kvennablöðum. „Í blöðunum er mismunandi aðferðum og stellingum lýst, oft af mikilli nákvæmni, og þessar leiðbeiningar eiga það allar sameiginlegt að enda í stórkostlegri fullnægingu kvenna. Þessi ráð eru þó oftast sett fram með það að markmiði að auka ánægju maka kvenna frekar en þeirra eigin. Þannig er hin stórkostlega fullnæging kvenna smættuð niður í að vera aðeins til að auka ánægju karla.“ Þá séu aðeins tíu ár frá því vísindamenn komust að því hvernig snípurinn væri í laginu.Sú uppgötvun hefur skilað sér í þeirri byltingarkenndu niðurstöðu að fullnæging í gegnum leggöng væri í raun vegna örvunar á snípnum. Vonandi mun framtíðin leyfa fleiri konum að finna sína fullnægingu. Kristlín fer á persónulegar nótur í þessum pistli eins og þeim fyrri. Hún segist lengi hafa haldið að hún gæti ekki fengið fullnægingu því það væri eitthvað að henni. „Þegar ég trúði vinkonum mínum fyrir þessu þá sögðust þær flestar hafa sambærilegar áhyggjur, og við veltum fyrir okkur hvort við værum allar í þeim hóp kvenna sem fengi það aldrei. Við höfum allar fengið það í dag.“Enginn vill feik fullnægingu Tvær ástæður eru taldar upp umfram aðrar fyrir því að konur geri sér upp fullnægingu. Mikill meirihluti segist vilja þóknast maka sínum. Önnur algeng ástæða er til að binda endi á kynlífið. Konum sé farið að leiðast, þær viti að þær fái ekki fullnægingu úr þessu og þær hafi ekki viljað stunda kynlíf til að byrja með. „Það virðist vera mikið tabú í kringum það að hætta að stunda kynlíf í miðjum klíðum, þrátt fyrir að annar aðilinn sé búinn að missa áhugann“ Þá minnir Kristlín á að kynlíf endurspegli miklu meira en samband tveggja einstaklinga. Það sé ákveðinn samfélagsspegill sem sýni að ójafnvægið sé alls staðar. „Kynlíf er oftast séð frá sjónarhorni karlmanna og miðað út frá þeirra löngunum og líðan í kynlífi. Nú þegar konur mega vilja kynlíf eiga þær líka að fá að vilja það fyrir sjálfar sig. Það er ömurleg pæling að konur séu að vinna en ekki njóta í kynlífi. Kynlíf á að vera gott og skemmtilegt en við þurfum öll að eiga þetta samtal um hvernig kynlíf við viljum. Ég held að ég geti allavega fullyrt að enginn vilji feik fullnægingu.“Alla pistla Kristlínar á Stundinni má lesa hér. Eurovision Jafnréttismál Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Kristlín Dís Ingilínardóttir er hluti af þéttum hóp Íslendinga í Tel Aviv sem saman stendur af fjölskyldum og kærustum liðsmanna Hatara. Hún er unnusta Matthíasar Tryggva Haraldssonar söngvara Hatara. Skilaboð Hatara á Eurovision-vegferð sinni eru skýr. Þeir gagnrýna aðskilnaðarstefnu Ísraela, setja stórt spurningamerki við að keppnin fari fram hér í Tel Aviv og tala fyrir friði og sameiningu, annars muni hatrið sigra. Hatari hefur reynt að breiða út þennan boðskap sinn hér í Ísrael, mörgum til ama sem telja Eurovision ekki vettvang til þess. Það sé stjórnmálamanna að gera það en ekki listamnna. Hatarar eru þessu algjörlega ósammála og benda á hve pólitísk ákvörðunin að halda keppnina sé í raun og veru. Það sé þversögn að keppni sem standi fyrir frið og sameinngu fari fram í landi þar sem slíkt þekkist ekki. Kristlín Dís hefur sömuleiðis breitt út boðskap í pistlum sínum undanfarna mánuði sem birst hafa á Stundinni. Þar fjallar hún á beittan hátt með vísun í rannsóknir og eigin reynslu um kynjamisrétti. Ólíka stöðu karla og kvenna í samfélaginu sem þurfi að breyta. Efnistökin eru sum hver viðkvæm, eins og í fyrsta pistlinum sem fjallar um nauðganir, en önnur frumleg eins og í pistli um fullnægingar kvenna annars vegar og ósýnilega framkvæmdasjórann á heimilinu hins vegar, þ.e. konuna.Nauðgun af gáleysi Allir pistlar Kristlínar eiga það sameiginlegt að hafa farið á mikið flug. Í þeim fyrsta sem bar yfirskriftina Nauðgun af gáleysi greindi hún frá því að fyrrverandi kærasti hennar hefði nauðgað henni nokkru fyrr. Eftir að hafa unnið úr því áfalli hefði hún brotnað niður þegar kærastanum fyrrverandi var boðið í partý, en ekki henni. „Ég byrjaði á því að vorkenna sjálfri mér og hugsa hvað þetta væri ósanngjarnt, að ég sem hafði ekkert gert væri refsað vegna þess að einhver hefði brotið á mér. Síðan áttaði ég mig á því að þetta snerist auðvitað ekki um partí heldur svo miklu meira.“ Veltir hún upp spurningunni hvað gera eigi ef vinur manns sé sakaður um nauðgun. „Fyrir nokkru var mér nauðgað af þáverandi kærasta mínum. Ég vaknaði við það að hann var að sofa hjá mér, ekki í fyrsta skipti, en í þetta skipti fann ég að ég gat ekki tekið þátt eins og ég gerði venjulega. Það er mjög algengt að bregðast við því að brotið sé á manni með því að reyna að breyta því í eitthvað annað, breyta upplifuninni. Í önnur skipti sem ég hafði vaknað við að kærastinn minn var að sofa hjá mér þá voru mín fyrstu viðbrögð að taka þátt, ekki vegna þess að ég hafði samþykkt það heldur til þess að breyta þessu í eitthvað sem ég vildi líka, einhverju sem ég væri með í, þar sem ég var ekki fórnarlamb, var ekki nauðgað. Þessa nótt, á afmælinu mínu, vaknaði ég og fann að ég gat ekki hreyft mig. Ég get ekki svarað hvers vegna, hvort það hafi verið vegna þreytu, vegna áfengisneyslu, ég veit það ekki, ég veit bara að ég lá og gat ekki hreyft mig á meðan kærastinn minn var að sofa hjá mér og ég skammaðist mín. Ég skammaðist mín fyrir sjálfa mig.“Greinir klámneyslu auðveldlega Sambandið hafi endað fljótlega en tilfinningin ekki horfið. Hún hafi talið sig vera með þunglyndi, aðrir hafi talið um ástarsorg að ræða en hún hafi ekki horfst í augu við það sem gerðist fyrr en hún byrjaði í heilbrigðu sambandi og horfði með hryllingi til baka og sá hvaða hluti hún var búin að normalísera úr fyrra sambandi. Ræddi hún við fyrrverandi kærastann um nauðgunina, sem hann sagðist ekki hafa upplifað þannig.Hann hafði ekki upplifað þetta sem nauðgun, hafði verið undir áhrifum og sagðist hafa spurt hvort að þetta væri í lagi og ég í sannleika sagt trúi því að hann hafi ekki verið að meiða mig viljandi. En alltaf þegar ég heimsæki þetta kvöld þá kem ég inn sem áhorfandi og ég horfi á þetta og ég sé ekki kynlíf heldur nauðgun, það er enginn vafi í mínum huga þegar ég horfi á máttlausan líkama minn. Hún bendir á þau slæmu áhrif sem óhóflegt klámáhorf hafi á stráka. Hún telur sig geta greint það þegar hún sofi hjá strák í fyrsta sinn hvort hann hafi horft mikið á klám. „Þetta sést í því hvað þeir biðja um að gera, hvert þeir horfa, hreyfingum þeirra og almennt hvar fókusinn er. Og ég veit að ég er ekki ein um að taka eftir þessu. Ég ætla alls ekki að segja að klám sé sökudólgur nauðgana heldur að það stuðli að misskilningi á því hvað kynlíf er yfir höfuð. Í kynlífi eru tveir einstaklingar (eða fleiri) sem báðir eiga að njóta þess að stunda kynlíf.“Þakkar fyrir traustan vinahóp Kristlín segist hafa viljað finna lausn með geranda sínum en mætt skilningsleysi og afneitun. „Ólíkt þeim sem drepur af gáleysi virðist sá sem nauðgar af gáleysi oft eiga mun erfiðara með að taka ábyrgð á því sem hann hefur gert vegna þess að hann skynjaði það ekki sem glæp á sínum tíma. Í mínu tilviki fannst geranda mínum mun alvarlegra að saka einhvern um nauðgun en að nauðga. Þetta var ólýsanlega erfitt fyrir mig og ég fann að óttinn sem hafði blundað í brjósti mér var að verða að veruleika, mér var ekki trúað.“ Í kjölfarið hafi farið í hönd erfiðir tímar þar sem hún reyndi að lifa sínu daglega lífi. Fljótlega heyrði hún raddir um að hún væri lygari og henni líst sem geðveikri. „Ég var hrædd um að verða það ef ég héldi svona áfram svo ég flúði til útlanda til að þurfa ekki að hitta geranda minn, vera ekki geðveik, vera ekki lygari.Viðbrögð geranda míns eru ekki einsdæmi. Í skýrslu Drífu Jónsdóttur sem kom út í lok síðasta árs kom fram að makar 70% kvenna sem höfðu verið í ofbeldissambandi lýstu fyrrverandi mökum sínum sem geðveikum eða sögðu að ekki ætti að taka mark á því sem þær sögðu.“ Eftir nokkra mánuði í útlöndum gerði hún sér loks grein fyrir að hún þyrfti að sætta sig við að hún yrði aldrei sama manneskjan aftur, sem væri allt í lagi. Hún hafi flutt aftur til Íslands í janúar, tilbúin að sigra heimninn þangað til henni var, ólíkt kærastanum fyrrverandi, ekki boðið í partý. Þá settist hún við skriftir og velti því fyrir sér hvað gera ætti ef vinur manns nauðgaði sér. „Í sannleika sagt þá veit ég það ekki, ég hef ekki svarið við þessari spurningu, EN ég veit hvað á ekki að gera. Mín skoðun er að það versta sem hægt er að gera er að vera meðvirkur, að láta eins og ekkert hafi í skorist eða eins og maður sé einskis vísari. Með því að tala ekki um hlutina eða kjósa að trúa ekki brotaþolum vegna þess að maður vill ekki að vinur sinn hafi nauðgað er maður ekki að hjálpa neinum. Með slíkum ákvörðunum gerir fólk lítið úr brotaþolum og því ofbeldi sem þeir hafa orðið fyrir.“ Hún þakkar fyrir að hafa átt vinahóp sem stóð þétt við bak hennar. Aðrir hafi ekki verið eins heppin. Enginn eigi að vera útskúfaður fyrir að segja sannleikann. „Samfélagið hefur tekið stökkbreytingum á síðustu árum en virðist ennþá eiga í erfiðleikum með að eiga þetta samtal, samtalið um nauðgun. Í umræðunni um nauðgun er fólki raðað niður í flokka; fórnarlamb, lygari, nauðgari, skrímsli. Þegar einstaklingar eru komnir í þessa flokka fjarlægjast tengslin við hið mennska þrátt fyrir að manneskjan sé ennþá til staðar. Það þurfa ekki annaðhvort að vera til skrímsli eða lygarar. Skrímsli geta ekki tekið ábyrgð en manneskja getur það. Þegar einstaklingur nauðgar, sama hvernig hann upplifði það, þá þarf hann að taka ábyrgð á því sem hann hefur gert.Mín skoðun er sú að þegar einhver segir að þeim hafi verið nauðgað, þrátt fyrir að hinn aðilinn hafi ekki upplifað það þannig, þá hafi verið framin nauðgun. Nauðgun er ekki bara upplifun.Fyrsta, önnur og þriðja vakt kvennaNæsti pistill Kristlínar á Stundinni vakti sömuleiðis mikla athygli. Þar fjallaði hún um þá andlegu vinnu sem algengt er að krafist sé af konum en ekki körlum. Þær vaktir sem konan þarf að standa. „Útivinnandi konur koma heim úr launaðri vinnu og hefja þá nýjan vinnudag, vakt númer tvö. Önnur vaktin inniheldur störf eins og heimilisþrif, barnauppeldi og fleiri störf sem hefðbundnar húsmæður sinntu í den.“ Og svo er það þriðja vaktin sem konur sinni sömuleiðis. „Þriðja vaktin snýst að miklu leyti um skipulag, að úthluta störfum, að vita hvar hlutir eru, að muna eftir mikilvægum dagsetningum, að sinna stórfjölskyldu, að skipuleggja félagslíf, að sjá fyrir hvað muni vanta á heimilinu og hverju muni bráðum þurfa að sinna. Þriðja vaktin á heimilinu snýst um að reka heimili eins og það sé fyrirtæki eða vél, að sjá til þess að allt gangi smurt fyrir sig. Á vinnumarkaði vinna konur auka andlega vinnu sem felst í því að gera sér upp tilfinningar, að brosa, spjalla og þurfa almennt að setja sjálfa sig á bak við grímu. Þriðja vaktin þarf ekki að vera leiðinleg en það er erfitt að sinna henni ein.“ Kristlín vísar í rannsókn sem gerð var á Íslandi árið 2017 þar sem 4% karla sögðust sjá að mestu um heimilisstörfin á sínu heimili öfugt við 39% kvenna.Enginn kærasti sem kunni á þvottavél „Mig grunar að flestar konur kannist við þetta ójafnrétti af eigin reynslu. Sjálf hef ég átt nokkra kærasta, alla yfir 23 ára gamla, og enginn þeirra kunni almennilega á þvottavél. Ýmsu venst maður með aldrinum en aldrei þessu.“ Þá nefnir hún sömuleiðis að hana reki ekki minni til þess að hafa verið í matarboði þar sem karlmenn hafi haft frumkvæði að taka af borðinu, þótt margir hjálpi til og geri mögulega jafnmikið. „Ástæðurnar fyrir þessu eru óljósar og afsakanir hafa meðal annars verið að konur séu betri í svona hlutum, séu betur skipulagðar eða finnist allavega minna leiðinlegt að sinna þessum störfum en körlum. En afsökunin sem er lífseigust er sú að konum finnist þessir hlutir einfaldlega mikilvægari en körlum. Mennirnir sem halda þessari fullyrðingu á lofti segjast oft auðveldlega geta lifað í rykinu og drullunni og þeir myndu sælir borða morgunkorn í öll mál án þess að kvarta. Slíkar yfirlýsingar eru nær alltaf ósannaðar og ég leyfi mér að efast um sannleiksgildi þeirra. En þetta er ágæt leið fyrir þá til að setja ábyrgðina yfir á konur, gera þetta að þeirra vandamáli. Fólk talar oft um mismunandi skítaþröskuld og að staðall kvenna sé svo hár að hann sé óyfirstíganlegur fyrir meðalmann. Ég efast um að konur þjáist almennt af hreingerningarþráhyggju en hins vegar virðist annar sjúkdómur hrjá þær, það er ábyrgð á hreinlæti. Það er stundum eins og heimili endurspegli hversu hæfar konur eru í lífinu. Þegar gesti ber að garði virðast konur oft byrja strax á því að afsaka sig og skammast sín ef að það er ekki allt óeðlilega hreint og fínt. Karlar gera það ekki.“ Þá sé sérstaklega vont þegar konur séu ótrúlegar þakklátar ef mennirnir þeirra sinna sínum hlut á seinni vaktinni. „Ég veit ekki hversu oft ég hef heyrt talað um karlmann sem svo „svakalegan feng“ vegna þess að hann kann að elda, eða er svo duglegur að ryksuga. Aldrei hef ég heyrt menn tala um hvað þeir séu þakklátir fyrir hvað konan þeirra sé dugleg að ryksuga. Þeir karlar sem sinna meira af seinni vaktinni á heimilinu í samanburði við aðra karlmenn eru séðir af samfélaginu sem óvenjulega hjálpsamir og góðir menn.“ Þrátt fyrir að vera þrautþjálfuð í andlegri vinnu í dag hafi hún ekki alltaf verið það. „Þegar ég bjó hjá foreldrum mínum reyndi ég ómeðvitað að sinna sem allra minnst af annarri vaktinni og vildi ekki vita af þriðju vaktinni, líklega vegna þess að ég vissi að mamma mín myndi taka hana á sig. Ég beið eftir því að mamma byrgði fyrir herbergið mitt með óhreinum þvotti og drasli sem ég hafði ekki gengið frá sjálf og þá fyrst sinnti ég því með hangandi hendi og háum stunum. Ég óx úr grasi og lærði mína lexíu og ég tel að karlmenn geti gert slíkt hið sama.“ Það eigi ekki að vera ósýnilegur framkvæmdastjóri á heimilinu.Ætluðu aldrei að feika þaðSíðasti pistill Kristlínar í bili hið minnsta snerist um fullnægingar. Allt að 90% kvenna geri sér upp fullnægingu einhvern tímann á lífsleiðinni. „Ég man þegar ég var yngri og talaði um kynlíf við vinkonur mínar. Ég var örugglega svona 13 ára, þetta var mjög spennandi umræða en líka alveg svakalega vandræðaleg. Engin af okkur hafði stundað kynlíf á þessum tíma. Við sammæltumst þó allar um að við myndum aldrei feika það, það væri alveg fáránlegt. Við höfum allar feikað það í dag.“ Á meðan konur séu sigurvegarar í að feika fullnægingar séu karlmenn sigurvegarar í að fá það. „Rannsókn frá árinu 2018 sýnir að gagnkynhneigðir karlar fá fullnægingu í 95 prósent tilvika þegar þeir stunduðu kynlíf en gagnkynhneigðar konur í aðeins 65 prósent tilvika (aðrar rannsóknir hafa sýnt að konur fái það aðeins í 10–25% tilvika). Í þessari rannsókn hafði fjöldi fullnæginga ekkert með líffræði að gera þar sem samkynhneigðar konur sögðust fá fullnægingu í 88 prósent tilvika. Mögulega snýst fjöldi fullnæginga meira um viðmót en nokkuð annað.“ Kristlín ræðir það hvernig fullnæging sé sameiginlegt markmið þeirra sem stundi kynlíf. Sé kynlíf kapphlaup megi líta á fullnægingu sem markið. „Í gagnkynhneigðu kynlífi er fullnæging karla séð sem þetta óhjákvæmilega mark og oftar en ekki sem endamörk kynlífsins. Ef karlmenn fá ekki fullnægingu hefur kynlífið misheppnast. Það sama er ekki upp á teningnum þegar kemur að fullnægingu kvenna, hún er séð sem bónus, aukamark.“ Oft sé litið á fullnægingu kvenna sem vandamál. Það sé erfitt fyrir konur að fá það, það sé flókið, tímafrekt. Það sjónarmið er typpamiðað, að bera samna fullnægingu kvenna og karla þótt um ólík kynfæri sé að ræða. „Flestir karlmenn geta fengið fullnægingu á undir 5 mínútum en meðaltími fyrir fullnægingu kvenna er um það bil 20 mínútur. Þessi tími er þó mjög einstaklingsmiðaður og fer eftir fólki og aðstæðum.“Tíu ár síðan snípurinn var kortlagður Þá sé mikil pressa á konum að fá það í kynlífi, til að þóknast rekkjunautinum. Konum sé sömuleiðis kennt að bera ábyrgð á eigin fullnægingum. Lesa megi sér til um leiðina að fullnægingu í alls kyns kvennablöðum. „Í blöðunum er mismunandi aðferðum og stellingum lýst, oft af mikilli nákvæmni, og þessar leiðbeiningar eiga það allar sameiginlegt að enda í stórkostlegri fullnægingu kvenna. Þessi ráð eru þó oftast sett fram með það að markmiði að auka ánægju maka kvenna frekar en þeirra eigin. Þannig er hin stórkostlega fullnæging kvenna smættuð niður í að vera aðeins til að auka ánægju karla.“ Þá séu aðeins tíu ár frá því vísindamenn komust að því hvernig snípurinn væri í laginu.Sú uppgötvun hefur skilað sér í þeirri byltingarkenndu niðurstöðu að fullnæging í gegnum leggöng væri í raun vegna örvunar á snípnum. Vonandi mun framtíðin leyfa fleiri konum að finna sína fullnægingu. Kristlín fer á persónulegar nótur í þessum pistli eins og þeim fyrri. Hún segist lengi hafa haldið að hún gæti ekki fengið fullnægingu því það væri eitthvað að henni. „Þegar ég trúði vinkonum mínum fyrir þessu þá sögðust þær flestar hafa sambærilegar áhyggjur, og við veltum fyrir okkur hvort við værum allar í þeim hóp kvenna sem fengi það aldrei. Við höfum allar fengið það í dag.“Enginn vill feik fullnægingu Tvær ástæður eru taldar upp umfram aðrar fyrir því að konur geri sér upp fullnægingu. Mikill meirihluti segist vilja þóknast maka sínum. Önnur algeng ástæða er til að binda endi á kynlífið. Konum sé farið að leiðast, þær viti að þær fái ekki fullnægingu úr þessu og þær hafi ekki viljað stunda kynlíf til að byrja með. „Það virðist vera mikið tabú í kringum það að hætta að stunda kynlíf í miðjum klíðum, þrátt fyrir að annar aðilinn sé búinn að missa áhugann“ Þá minnir Kristlín á að kynlíf endurspegli miklu meira en samband tveggja einstaklinga. Það sé ákveðinn samfélagsspegill sem sýni að ójafnvægið sé alls staðar. „Kynlíf er oftast séð frá sjónarhorni karlmanna og miðað út frá þeirra löngunum og líðan í kynlífi. Nú þegar konur mega vilja kynlíf eiga þær líka að fá að vilja það fyrir sjálfar sig. Það er ömurleg pæling að konur séu að vinna en ekki njóta í kynlífi. Kynlíf á að vera gott og skemmtilegt en við þurfum öll að eiga þetta samtal um hvernig kynlíf við viljum. Ég held að ég geti allavega fullyrt að enginn vilji feik fullnægingu.“Alla pistla Kristlínar á Stundinni má lesa hér.
Eurovision Jafnréttismál Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira