Spurning Elliða Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 17. maí 2019 11:32 Hinn dyggi og dugmikli Sjálfstæðismaður Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, virðist lítill aðdáandi Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata því á Facebook-síðu sinni spurði hann á dögunum: „Er það ekki vísbending um að maður hafi á röngu að standa þegar maður er sammála þessum flokkum?“ Tilefni þessara orða hans var skoðanakönnun MMR sem sýnir að Evrópusinnar eru helstu stuðningsmenn þriðja orkupakkans. Ekki verður annað séð en að Elliða mislíki að forysta Sjálfstæðisflokksins skuli styðja pakkann og ganga þar í takt við Samfylkingu, Viðreisn og Pírata. Þegar slík málefnasamstaða er orðin finnst honum tímabært að staldra við og huga að því á hvaða leið Sjálfstæðisflokkurinn er. Elliði er ekki aðdáandi Evrópusinna sem hafa tröllatrú á samvinnu milli þjóða og eru í öllum meginatriðum víðsýnt og frjálslynt fólk. Honum finnst verra að Sjálfstæðisflokkurinn leggi lag sitt við það. Honum er vitanlega frjálst að hafa þá skoðun. En það er einmitt þessi hugsunarháttur sem hefur reynst Sjálfstæðisflokknum svo dýr. Stundum er eins og áhrifafólk í Sjálfstæðisflokknum hverju sinni telji sig réttborið til valda. Það virðist gera ráð fyrir að fylgi sópist að flokknum nánast sjálfkrafa og verður furðu lostið þegar það gerist ekki. Þannig má heyra áhrifafólk í flokknum býsnast yfir því að fylgið sé nú ekki nema um 20 prósent þegar það var um 40 prósent hér áður fyrr. Dvínandi fylgi hlýtur að vera til marks um að það vanti breidd í flokkinn. Þar getur Sjálfstæðisflokkurinn kennt sjálfum sér um, en áhrifafólk innan hans vandaði sig alveg sérstaklega við að amast út í þá flokksmenn sem grunaðir voru um að vera jákvæðir í garð Evrópusambandsins. Þeir voru ekki taldir alvöru Sjálfstæðismenn og hrökkluðust loks úr flokknum. Þar skaut áhrifafólk í Sjálfstæðisflokknum sig sannarlega í fótinn. Elliði Vignisson vill skiljanlega ekki horfast í augu við þá staðreynd, enda er hún óþægileg. Þegar Elliði spyr: „Er það ekki vísbending um að maður hafi á röngu að standa þegar maður er sammála þessum flokkum?“ þá er hann meðal annars að benda á fólk sem á sínum tíma átti samleið með Sjálfstæðisflokknum en er nú í Viðreisn. Þetta er ekki æsingafólk í pólitík, heldur fólk sem styður markaðslausnir, vestræna samvinnu og frelsi einstaklingsins á tímum þrúgandi forræðishyggju. Viðreisn styður þriðja orkupakkann, eins og forysta Sjálfstæðisflokksins. Ef Elliði horfir til þess hverjir eru mestu stuðningsmenn hins umdeilda orkupakka þá hlýtur hann um leið að skoða hvar andstaðan er mest. Svarið blasir við: hún er hatrömmust innan Miðflokksins, Flokks fólksins og einnig hjá afturhaldssamasta armi Sjálfstæðisflokksins, hinum alræmda harðlínukjarna sem hatast við Evrópusambandið. Elliði ætti að spyrja sig þeirrar samviskuspurningar hvort hann sé sjálfur á villigötum þegar hann er orðinn sammála Miðflokknum og Flokki fólksins, popúlistaflokkum sem hafa horn í síðu hins mikilvæga EES-samnings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Hinn dyggi og dugmikli Sjálfstæðismaður Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, virðist lítill aðdáandi Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata því á Facebook-síðu sinni spurði hann á dögunum: „Er það ekki vísbending um að maður hafi á röngu að standa þegar maður er sammála þessum flokkum?“ Tilefni þessara orða hans var skoðanakönnun MMR sem sýnir að Evrópusinnar eru helstu stuðningsmenn þriðja orkupakkans. Ekki verður annað séð en að Elliða mislíki að forysta Sjálfstæðisflokksins skuli styðja pakkann og ganga þar í takt við Samfylkingu, Viðreisn og Pírata. Þegar slík málefnasamstaða er orðin finnst honum tímabært að staldra við og huga að því á hvaða leið Sjálfstæðisflokkurinn er. Elliði er ekki aðdáandi Evrópusinna sem hafa tröllatrú á samvinnu milli þjóða og eru í öllum meginatriðum víðsýnt og frjálslynt fólk. Honum finnst verra að Sjálfstæðisflokkurinn leggi lag sitt við það. Honum er vitanlega frjálst að hafa þá skoðun. En það er einmitt þessi hugsunarháttur sem hefur reynst Sjálfstæðisflokknum svo dýr. Stundum er eins og áhrifafólk í Sjálfstæðisflokknum hverju sinni telji sig réttborið til valda. Það virðist gera ráð fyrir að fylgi sópist að flokknum nánast sjálfkrafa og verður furðu lostið þegar það gerist ekki. Þannig má heyra áhrifafólk í flokknum býsnast yfir því að fylgið sé nú ekki nema um 20 prósent þegar það var um 40 prósent hér áður fyrr. Dvínandi fylgi hlýtur að vera til marks um að það vanti breidd í flokkinn. Þar getur Sjálfstæðisflokkurinn kennt sjálfum sér um, en áhrifafólk innan hans vandaði sig alveg sérstaklega við að amast út í þá flokksmenn sem grunaðir voru um að vera jákvæðir í garð Evrópusambandsins. Þeir voru ekki taldir alvöru Sjálfstæðismenn og hrökkluðust loks úr flokknum. Þar skaut áhrifafólk í Sjálfstæðisflokknum sig sannarlega í fótinn. Elliði Vignisson vill skiljanlega ekki horfast í augu við þá staðreynd, enda er hún óþægileg. Þegar Elliði spyr: „Er það ekki vísbending um að maður hafi á röngu að standa þegar maður er sammála þessum flokkum?“ þá er hann meðal annars að benda á fólk sem á sínum tíma átti samleið með Sjálfstæðisflokknum en er nú í Viðreisn. Þetta er ekki æsingafólk í pólitík, heldur fólk sem styður markaðslausnir, vestræna samvinnu og frelsi einstaklingsins á tímum þrúgandi forræðishyggju. Viðreisn styður þriðja orkupakkann, eins og forysta Sjálfstæðisflokksins. Ef Elliði horfir til þess hverjir eru mestu stuðningsmenn hins umdeilda orkupakka þá hlýtur hann um leið að skoða hvar andstaðan er mest. Svarið blasir við: hún er hatrömmust innan Miðflokksins, Flokks fólksins og einnig hjá afturhaldssamasta armi Sjálfstæðisflokksins, hinum alræmda harðlínukjarna sem hatast við Evrópusambandið. Elliði ætti að spyrja sig þeirrar samviskuspurningar hvort hann sé sjálfur á villigötum þegar hann er orðinn sammála Miðflokknum og Flokki fólksins, popúlistaflokkum sem hafa horn í síðu hins mikilvæga EES-samnings.
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun