Messi skoraði tvö í lokaleiknum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Messi jafnar í 1-1.
Messi jafnar í 1-1. vísir/getty
Lionel Messi skoraði bæði mörk Barcelona þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Eibar á útivelli í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Barcelona tryggði sér Spánarmeistaratitilinn í síðasta mánuði. Liðið vann aðeins einn af síðustu þremur deildarleikjum sínum. Börsungar enduðu með 87 stig, ellefu stigum meira en liðið í 2. sæti, Atlético Madrid.

Marc Cucurella kom Eibar yfir á 20. mínútu. Messi jafnaði á 31. mínútu og aðeins mínútu síðar kom hann Barcelona yfir.

Pablo De Blasis jafnaði í 2-2 á lokamínútu fyrri hálfleiks og þannig fóru leikar.

Messi skoraði 36 mörk í spænsku deildinni á tímabilinu og var langmarkahæsti leikmaður hennar. Argentínumaðurinn skoraði 50 mörk í öllum keppnum í vetur.

Barcelona á enn möguleika á að vinna tvöfalt en liðið mætir Valencia í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar á laugardaginn kemur.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira