Eins og gömlu karlarnir í Prúðuleikurunum Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 18. maí 2019 11:00 Hugleikur vill að allir viti að hann var fyrstur til að fíla Marvel-teiknimyndasögurnar. Fréttablaðið/Ernir Hugleikur Dagsson ferðaðist um Evrópu með brot úr sínu besta uppistandi. Í Finnlandi var lokasýningin tekin upp af kvikmyndagerðarmanninum Árna Sveinssyni. Í kvöld er Hugleikur með beina lýsingu á Eurovision ásamt ástralska grínistanum Jonathan Duffy. Hugleikur er nýkominn aftur landsins eftir uppistandstúr um Evrópu. „Við byrjuðum í Ungverjalandi og enduðum í Finnlandi. Þetta voru 18 borgir og í heildina 20 sýningar. Þetta er mesta keyrsla sem ég hef farið í á ævinni. En þetta var auðvitað ógeðslega gaman,“ segir Hugleikur.Stærsti túr hans til þessa „Ég er nokkuð viss um að þetta sé lengsti og stærsti túr íslensks uppistandara frá upphafi. Nokkuð viss um að ég fari ekki með fleipur með þeirri yfirlýsingu.“ Hugleikur ferðaðist ásamt ástralska grínistanum Jonathan Duffy og umboðsmanni sínum, Rakel Sævarsdóttur. „Jono hitaði upp fyrir mig fyrir hvert uppistand, tók 15 mínútna langt sett. Rakel var svo ástæðan fyrir því að við hreinlega komumst lífs af frá þessari ferð. Hún sá til þess að við borðuðum, svæfum og hefðum yfirleitt flugmiða á milli staða.“ Túrinn samanstóð af brotum úr því besta frá uppistöndum Hugleiks hérlendis síðustu ár. „Við enduðum svo viljandi í Finnlandi. Ég hef alltaf átt mikið bakland þar og aðdáendur. Bækurnar mínar hafa einmitt komið þar út og gengið ágætlega í sölu. Þannig að við enduðum þar til að taka upp lokauppstandið sem svo stendur til að selja,“ segir Hugleikur. Hann segir að það verði stefnt hærra en lægra þegar það kemur að dreifingu uppistandsins. Toppurinn væri auðvitað streymisveitan Netflix. „Árni Sveins kvikmyndagerðarmaður kom út og hitti okkur í Finnlandi þar sem hann leikstýrði loka uppistandinu. Það fór fram í leikhúsinu í Helsinki og þótt ég segi sjálfur frá, þá var það mitt besta uppistand til þessa. Ég er alveg rosalega glaður að þetta hafi náðst á upptöku.“ Hugleikur er með hlaðvarpsþætti ásamt Jonathan. Það kallast Icetralia. „Við erum eina íslensk-ástralska hlaðvarpið á alnetinu. Ég leyfi mér að fullyrða það. Við höfum lýst Eurovision í beinni síðastliðin tvö ár og höfum hingað til ekki sett það á netið. Fólk hefur hingað til bara orðið að koma til að sjá okkur. Það eru samt einhverjar hugmyndir um að reyna að streyma þessu á Facebook en við sjáum hvernig það gengur,“ segir hann.Ókeypis á viðburðinn „Við verðum eins og gömlu karlarnir í Prúðuleikurunum, með okkar skot og kímni. Jonathan er mjög fróður um Eurovision. Það er honum meðfætt þar sem hann er samkynhneigður. Hann vissi hvað bakraddasöngvararnir í belgíska laginu 1987 hétu áður hann vissi hvað Eurovision var. Þetta er eitthvað sem er í blóðinu.“ Hugleikur segir Jonathan hafa talað meira á viðburðum síðustu tveggja ára en hann haldi að nú verði breyting á í ár. „Eftir þennan túr er ég kominn í svo mikið stuð. Þannig að ég held ég nái að hreyfa munninn jafn oft og hann. Við ætlum líka heldur ekkert að halda okkur frá þessari svokölluðu pólitík og stefnum á að ræða um fílinn í herberginu.“ Hann segir þá sem hafa blendnar tilfinningar gagnvart keppninni í ár eiga hiklaust að mæta á beina lýsingu þeirra félaga. „Við munum vafalaust hrauna jafn mikið og við dásömum. Ég er líka orðinn svo sleipur í enskunni eftir túrinn og svona. Stundum man ég jafnvel muninn á v-affi og tvöföldu v-affi,“ segir Hugleikur kíminn. Eftir beinu lýsinguna í Tjarnarbíó stefnir Hugleikur á að mæta í búningapartí í Bíó Paradís. „Þá þarf ég að mæta í búningi og er með tvær pælingar. Annars vegar að vera Lordi fátæka mannsins. Bara klippa leðurblökuvængi úr pappakassa. Annars gæti ég verið Conchita Wurst. Það væri flóknara því þá þyrfti ég gulan kjól og síða hárkollu. Ef allt bregst verð ég Eyfi þegar hann fór út með Nínu. Það gæti orðið flott.“ Talið berst að því að búðir sem selja unaðstæki ástarlífsins ásamt BDSM-varningi hafi haft nóg að gera síðustu daga þar sem allir viðskiptavinir finna sig knúna til að segja starfsfólkinu að innkaupin séu fyrir búningapartí. „Já, ég segi líka alltaf: Þetta er nú bara fyrir pabba, þegar ég kaupi Kamagra.“ Hann segir það öruggt mál að Hatari hafi hrundið af stað viðhorfsbreytingu til BDSM-lífsstílsins. „Það er örugglega fullt af BDSM-liði sem finnst fúlt hvað það er búið að „normalísera“ þetta núna. Þetta er svolítið eins og þegar það var í tísku að vera nörd og fíla Marvel. Það er mikilvægt að fólk viti að ég var fyrstur,“ segir hann að lokum og hlær. Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Hugleikur Dagsson ferðaðist um Evrópu með brot úr sínu besta uppistandi. Í Finnlandi var lokasýningin tekin upp af kvikmyndagerðarmanninum Árna Sveinssyni. Í kvöld er Hugleikur með beina lýsingu á Eurovision ásamt ástralska grínistanum Jonathan Duffy. Hugleikur er nýkominn aftur landsins eftir uppistandstúr um Evrópu. „Við byrjuðum í Ungverjalandi og enduðum í Finnlandi. Þetta voru 18 borgir og í heildina 20 sýningar. Þetta er mesta keyrsla sem ég hef farið í á ævinni. En þetta var auðvitað ógeðslega gaman,“ segir Hugleikur.Stærsti túr hans til þessa „Ég er nokkuð viss um að þetta sé lengsti og stærsti túr íslensks uppistandara frá upphafi. Nokkuð viss um að ég fari ekki með fleipur með þeirri yfirlýsingu.“ Hugleikur ferðaðist ásamt ástralska grínistanum Jonathan Duffy og umboðsmanni sínum, Rakel Sævarsdóttur. „Jono hitaði upp fyrir mig fyrir hvert uppistand, tók 15 mínútna langt sett. Rakel var svo ástæðan fyrir því að við hreinlega komumst lífs af frá þessari ferð. Hún sá til þess að við borðuðum, svæfum og hefðum yfirleitt flugmiða á milli staða.“ Túrinn samanstóð af brotum úr því besta frá uppistöndum Hugleiks hérlendis síðustu ár. „Við enduðum svo viljandi í Finnlandi. Ég hef alltaf átt mikið bakland þar og aðdáendur. Bækurnar mínar hafa einmitt komið þar út og gengið ágætlega í sölu. Þannig að við enduðum þar til að taka upp lokauppstandið sem svo stendur til að selja,“ segir Hugleikur. Hann segir að það verði stefnt hærra en lægra þegar það kemur að dreifingu uppistandsins. Toppurinn væri auðvitað streymisveitan Netflix. „Árni Sveins kvikmyndagerðarmaður kom út og hitti okkur í Finnlandi þar sem hann leikstýrði loka uppistandinu. Það fór fram í leikhúsinu í Helsinki og þótt ég segi sjálfur frá, þá var það mitt besta uppistand til þessa. Ég er alveg rosalega glaður að þetta hafi náðst á upptöku.“ Hugleikur er með hlaðvarpsþætti ásamt Jonathan. Það kallast Icetralia. „Við erum eina íslensk-ástralska hlaðvarpið á alnetinu. Ég leyfi mér að fullyrða það. Við höfum lýst Eurovision í beinni síðastliðin tvö ár og höfum hingað til ekki sett það á netið. Fólk hefur hingað til bara orðið að koma til að sjá okkur. Það eru samt einhverjar hugmyndir um að reyna að streyma þessu á Facebook en við sjáum hvernig það gengur,“ segir hann.Ókeypis á viðburðinn „Við verðum eins og gömlu karlarnir í Prúðuleikurunum, með okkar skot og kímni. Jonathan er mjög fróður um Eurovision. Það er honum meðfætt þar sem hann er samkynhneigður. Hann vissi hvað bakraddasöngvararnir í belgíska laginu 1987 hétu áður hann vissi hvað Eurovision var. Þetta er eitthvað sem er í blóðinu.“ Hugleikur segir Jonathan hafa talað meira á viðburðum síðustu tveggja ára en hann haldi að nú verði breyting á í ár. „Eftir þennan túr er ég kominn í svo mikið stuð. Þannig að ég held ég nái að hreyfa munninn jafn oft og hann. Við ætlum líka heldur ekkert að halda okkur frá þessari svokölluðu pólitík og stefnum á að ræða um fílinn í herberginu.“ Hann segir þá sem hafa blendnar tilfinningar gagnvart keppninni í ár eiga hiklaust að mæta á beina lýsingu þeirra félaga. „Við munum vafalaust hrauna jafn mikið og við dásömum. Ég er líka orðinn svo sleipur í enskunni eftir túrinn og svona. Stundum man ég jafnvel muninn á v-affi og tvöföldu v-affi,“ segir Hugleikur kíminn. Eftir beinu lýsinguna í Tjarnarbíó stefnir Hugleikur á að mæta í búningapartí í Bíó Paradís. „Þá þarf ég að mæta í búningi og er með tvær pælingar. Annars vegar að vera Lordi fátæka mannsins. Bara klippa leðurblökuvængi úr pappakassa. Annars gæti ég verið Conchita Wurst. Það væri flóknara því þá þyrfti ég gulan kjól og síða hárkollu. Ef allt bregst verð ég Eyfi þegar hann fór út með Nínu. Það gæti orðið flott.“ Talið berst að því að búðir sem selja unaðstæki ástarlífsins ásamt BDSM-varningi hafi haft nóg að gera síðustu daga þar sem allir viðskiptavinir finna sig knúna til að segja starfsfólkinu að innkaupin séu fyrir búningapartí. „Já, ég segi líka alltaf: Þetta er nú bara fyrir pabba, þegar ég kaupi Kamagra.“ Hann segir það öruggt mál að Hatari hafi hrundið af stað viðhorfsbreytingu til BDSM-lífsstílsins. „Það er örugglega fullt af BDSM-liði sem finnst fúlt hvað það er búið að „normalísera“ þetta núna. Þetta er svolítið eins og þegar það var í tísku að vera nörd og fíla Marvel. Það er mikilvægt að fólk viti að ég var fyrstur,“ segir hann að lokum og hlær.
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira