Alla leið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 18. maí 2019 09:00 Hin íslenska þjóðarsál er alla jafna fremur nöldursöm og gjörn á að æsa sig af minnsta tilefni. Hjá sumum er eins og þessi neikvæðni sé sérstakt áhugamál sem gefi tilverunni meira gildi en ella. Þannig hríslast viss tegund af sælukennd um nöldrarana þegar þeir hafa hellt úr skálum reiði sinnar á netinu eða annars staðar. Vegna þess hversu áberandi nöldurhneigð þjóðarinnar er þá er alltaf viss léttir þegar hún víkur fyrir gleði og eftirvæntingu. Einmitt þetta gerist ár hvert þegar íslenska þjóðin sameinast í von um árangur í Eurovision. Af einhverjum ástæðum sér hún Eurovision sem stökkpall og mælikvarða á ágæti sitt í samfélagi þjóðanna. Eftir því sem nær dregur keppni stigmagnast ákafinn og nær til allra aldurshópa. Ár hvert má heyra leikskólabörn syngja af innlifun framlag Íslendinga. Óneitanlega var nokkuð krúttlegt að heyra þau syngja af einlægni fyrir örfáum árum: „Burtu með fordóma/og annan eins ósóma.“ Þetta árið kvaka þau af sömu einlægni: „Hatrið mun sigra!“ Einhvern veginn tekst þeim að gera hið ómögulega og fá orðin til að hljóma næstum því krúttlega. Það skiptir ekki máli hvort fulltrúar Íslands eru leikskólakennarar eða veraldarvant ungt fólk í BDSM-klæðnaði veifandi tilheyrandi tólum og tækjum, þjóðin á sér þá heitustu ósk að þeir komist alla leið. Kaupmenn nýta sér þetta óspart og sýna margs konar snilli við að tengja alls kyns varning við keppnina og selja eins og heitar lummur. Kaupmaðurinn hirðir gróðann og er kampakátur og viðskiptavinurinn ljómar af ánægju með allan Eurovision-varninginn sinn. Semsagt, allir græða. BDSM hefur aldrei fengið viðlíka auglýsingu og nú. Á heimasíðu samtakanna segir að BDSM standi fyrir: bindingar, drottnun, sadisma, masókisma, skynjun og munalosta. Það munar sannarlega ekki um það! Það gæti reynst nokkuð erfitt að útskýra hvað í þessu felst fyrir leikskóla- og grunnskólabörnum, en í fyllingu tímans munu þau sennilega flest átta sig á merkingunni. BDSM-samtökin geta hins vegar fagnað því að landsmenn mæta BDSM með samblandi af elskusemi, áhuga og forvitni. Einhvern tíma hefði maður haldið að slíkt gæti ekki gerst. Vonin um sigur í keppninni hefur fylgt Íslendingum frá því þeir tóku fyrst þátt í henni og kannski hafa þeir aldrei verið bjartsýnni en einmitt nú. Endalaust má spyrja hvað það sé sem geri að verkum að þjóðin fær ár hvert Eurovison-æði og þyki keppnin ómissandi menningarviðburður. Það er félagsfræðinga eða djúpsálarfræðinga að greina það. Hver svo sem ástæðan er þá stendur eftir að þegar kemur að Eurovision þá fer þjóðin alla leið. Hún stendur með keppendum, er sjálf í keppnisskapi, heldur Eurovisionpartý og gerir vel við sig í mat og drykk – og þetta árið kaupir hún gaddakylfur og leðursvipur og fleira dót sem þykir ómissandi i allri stemningunni. Þjóðin er allavega í góðu skapi og er óneitanlega skemmtilegri þannig en þegar hún er í nöldurgírnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Hin íslenska þjóðarsál er alla jafna fremur nöldursöm og gjörn á að æsa sig af minnsta tilefni. Hjá sumum er eins og þessi neikvæðni sé sérstakt áhugamál sem gefi tilverunni meira gildi en ella. Þannig hríslast viss tegund af sælukennd um nöldrarana þegar þeir hafa hellt úr skálum reiði sinnar á netinu eða annars staðar. Vegna þess hversu áberandi nöldurhneigð þjóðarinnar er þá er alltaf viss léttir þegar hún víkur fyrir gleði og eftirvæntingu. Einmitt þetta gerist ár hvert þegar íslenska þjóðin sameinast í von um árangur í Eurovision. Af einhverjum ástæðum sér hún Eurovision sem stökkpall og mælikvarða á ágæti sitt í samfélagi þjóðanna. Eftir því sem nær dregur keppni stigmagnast ákafinn og nær til allra aldurshópa. Ár hvert má heyra leikskólabörn syngja af innlifun framlag Íslendinga. Óneitanlega var nokkuð krúttlegt að heyra þau syngja af einlægni fyrir örfáum árum: „Burtu með fordóma/og annan eins ósóma.“ Þetta árið kvaka þau af sömu einlægni: „Hatrið mun sigra!“ Einhvern veginn tekst þeim að gera hið ómögulega og fá orðin til að hljóma næstum því krúttlega. Það skiptir ekki máli hvort fulltrúar Íslands eru leikskólakennarar eða veraldarvant ungt fólk í BDSM-klæðnaði veifandi tilheyrandi tólum og tækjum, þjóðin á sér þá heitustu ósk að þeir komist alla leið. Kaupmenn nýta sér þetta óspart og sýna margs konar snilli við að tengja alls kyns varning við keppnina og selja eins og heitar lummur. Kaupmaðurinn hirðir gróðann og er kampakátur og viðskiptavinurinn ljómar af ánægju með allan Eurovision-varninginn sinn. Semsagt, allir græða. BDSM hefur aldrei fengið viðlíka auglýsingu og nú. Á heimasíðu samtakanna segir að BDSM standi fyrir: bindingar, drottnun, sadisma, masókisma, skynjun og munalosta. Það munar sannarlega ekki um það! Það gæti reynst nokkuð erfitt að útskýra hvað í þessu felst fyrir leikskóla- og grunnskólabörnum, en í fyllingu tímans munu þau sennilega flest átta sig á merkingunni. BDSM-samtökin geta hins vegar fagnað því að landsmenn mæta BDSM með samblandi af elskusemi, áhuga og forvitni. Einhvern tíma hefði maður haldið að slíkt gæti ekki gerst. Vonin um sigur í keppninni hefur fylgt Íslendingum frá því þeir tóku fyrst þátt í henni og kannski hafa þeir aldrei verið bjartsýnni en einmitt nú. Endalaust má spyrja hvað það sé sem geri að verkum að þjóðin fær ár hvert Eurovison-æði og þyki keppnin ómissandi menningarviðburður. Það er félagsfræðinga eða djúpsálarfræðinga að greina það. Hver svo sem ástæðan er þá stendur eftir að þegar kemur að Eurovision þá fer þjóðin alla leið. Hún stendur með keppendum, er sjálf í keppnisskapi, heldur Eurovisionpartý og gerir vel við sig í mat og drykk – og þetta árið kaupir hún gaddakylfur og leðursvipur og fleira dót sem þykir ómissandi i allri stemningunni. Þjóðin er allavega í góðu skapi og er óneitanlega skemmtilegri þannig en þegar hún er í nöldurgírnum.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun