Innlent

Reykkafarar sendir niður í vélarrúmið

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Múlaberg togar Sóleyju til hafnar á Akureyri.
Múlaberg togar Sóleyju til hafnar á Akureyri. Mynd/Guðmundur St. Valdimarsson
Fimm úr áhöfn varðskipsins Týs fóru um borð í rækjutogarann Sóleyju Sigurjóns GK200 á sjötta tímanum í morgun til að kanna aðstæður. Reykkafarar varðskipsins fóru niður í vélarrúmið en þar var allt orðið kalt og enginn merki um hita eða reyk, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Tilkynnt var um eld í vélarrúmi Sóleyjar á tíunda tímanum í gærkvöldi en skipið varð í kjölfarið vélarvana. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, varðskipið Týr, togarinn Múlaberg og björgunarsveitir voru kallaðar út til aðstoðar.

Þyrlan hífði tvo skipverja Sóleyjar um borð um miðnætti og flutti þá til Akureyrar. Sex skipverjar eru því enn um borð í skipinu.

Áhöfnin á TF-LIF gisti á Akureyri í nótt en af öryggisástæðum var ákveðið að þyrlan yrði til taks fyrir norðan. Múlaberg dregur nú Sóleyju Sigurjóns til hafnar á Akureyri.

Frá björgunaraðgerðum í morgun.Mynd/Guðmundur St. Valdimarsson

Tengdar fréttir

Tveir skipverjar hífðir upp í þyrluna

Tveir skipverjar á rækjutogaranum Sóleyju Sigurjóns GK200, þar sem eldur kom upp á tíunda tímanum í gærkvöldi, voru hífðir upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir miðnætti í gær.

Hífa líklega hluta áhafnarinnar upp í þyrlu Gæslunnar

Þyrla Landhelgisgæslunnar, varðskip og björgunarsveitir voru kölluð út eftir að neyðarkall barst frá rækjutogaranum Sóleyju Sigurjóns GK200 á tíunda tímanum í kvöld. Eldur var laus í vélarúmi skipsins sem er statt um níutíu sjómílur norður af landinu en átta manns eru um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×