Hatara tjáð að þeir hefðu farið yfir strikið Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. maí 2019 14:28 Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson, söngvarar Hatara. Vísir/Getty Meðlimir Hatara, fulltrúar Íslands í Eurovision, voru teknir á teppið hjá Jon Ola Sand framkvæmdastjóra Eurovision vegna ummæla sinna um framgöngu ísraelskra stjórnvalda gagnvart Palestínumönnum. Hataramönnum hafi verið sagt að þeir hefðu farið yfir strikið en sjálfir segjast þeir ekki skilja hvar umrætt strik sé. Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan greina frá þessu í viðtali við sænska ríkissjónvarpið, SVT, sem birt var í gær en RÚV fjallaði um viðtalið fyrst íslenskra miðla. Hataramenn hafa verið nokkuð frakkir, í það minnsta á Eurovision-mælikvarðann, í viðtölum við fjölmiðla í tengslum við Eurovision. Þeir hafa m.a. lýst yfir andstöðu við „ólöglegt hernám“ ísraelskra stjórnvalda á Vesturbakkanum og ítrekað sagt keppnina pólitíska í eðli sínu. Þá skrifuðu þeir undir undirskriftarlista gegn því að keppnin yrði haldin í Tel Aviv. Matthías og Klemens lýsa því í samtali við SVT að þeir hafi lýst því yfir á blaðamannafundi í Tel Aviv á dögunum að þeir vonuðu að téðu hernámi yrði hætt. Nokkrum dögum síðar voru þeir boðaðir á fund með EBU og Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma. Síðan þá hafa þeir ítrekað sagst múlbundnir í viðtölum vegna keppninnar. „Okkur var sagt að það væru takmörk á því hvað við mættum segja og við rofið þau. Við höfum talað á pólitískum nótum í þessari keppni frá fyrsta degi og vitum ekki enn þá hvenær það gerðist,“ segir Matthías Tryggvi. „Mörkin sem skilja að hið pólitíska eru ósýnileg. Enginn veit hvar þau eru. Það er erfitt að fylgja reglum sem enginn skilur hvernig eða hvort eigi að fylgja. Boðskapur okkar er ekki hatursfullur. Við viljum frið og einingu.“ Eurovision Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Meðlimir Hatara, fulltrúar Íslands í Eurovision, voru teknir á teppið hjá Jon Ola Sand framkvæmdastjóra Eurovision vegna ummæla sinna um framgöngu ísraelskra stjórnvalda gagnvart Palestínumönnum. Hataramönnum hafi verið sagt að þeir hefðu farið yfir strikið en sjálfir segjast þeir ekki skilja hvar umrætt strik sé. Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan greina frá þessu í viðtali við sænska ríkissjónvarpið, SVT, sem birt var í gær en RÚV fjallaði um viðtalið fyrst íslenskra miðla. Hataramenn hafa verið nokkuð frakkir, í það minnsta á Eurovision-mælikvarðann, í viðtölum við fjölmiðla í tengslum við Eurovision. Þeir hafa m.a. lýst yfir andstöðu við „ólöglegt hernám“ ísraelskra stjórnvalda á Vesturbakkanum og ítrekað sagt keppnina pólitíska í eðli sínu. Þá skrifuðu þeir undir undirskriftarlista gegn því að keppnin yrði haldin í Tel Aviv. Matthías og Klemens lýsa því í samtali við SVT að þeir hafi lýst því yfir á blaðamannafundi í Tel Aviv á dögunum að þeir vonuðu að téðu hernámi yrði hætt. Nokkrum dögum síðar voru þeir boðaðir á fund með EBU og Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma. Síðan þá hafa þeir ítrekað sagst múlbundnir í viðtölum vegna keppninnar. „Okkur var sagt að það væru takmörk á því hvað við mættum segja og við rofið þau. Við höfum talað á pólitískum nótum í þessari keppni frá fyrsta degi og vitum ekki enn þá hvenær það gerðist,“ segir Matthías Tryggvi. „Mörkin sem skilja að hið pólitíska eru ósýnileg. Enginn veit hvar þau eru. Það er erfitt að fylgja reglum sem enginn skilur hvernig eða hvort eigi að fylgja. Boðskapur okkar er ekki hatursfullur. Við viljum frið og einingu.“
Eurovision Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira