Endalok Eurovision: Mun róttæka vinstrið láta draum hægri öfgamanna rætast? Baldur Þórhallsson skrifar 18. maí 2019 15:38 Íhaldssamir öfga hægri hópar jafnt sem róttækir vinstri hópar sækja að frjálslyndum gildum þessa dagana. Eurovision fer ekki varhluta af þessu. Íhaldssamir öfgahópar í löndunum eins og Rússlandi, Póllandi og Tyrklandi hafa allt á hornum sér gagnvart boðskap keppninnar um samvinnu og fjölbreytileika. Tyrkland hefur dregið sig út úr keppninni af þessum sökum og háværar raddir hafa verið uppi í Rússlandi um að hætta að taka þátt í keppninni og stofna aðra keppni til höfuðs Eurovision. Sagt er að pólsk stjórnvöld hætti ekki lengur á að almenningur velji einhvern hommatitt til að vera fulltrúa landsins (eins og árið 2016) og velji því nú orðið sjálf fulltrúana. Lögð er áhersla á íhaldssöm þjóðleg gildi við valið eins og sjá mátti í Tel Aviv. Íhaldssömum lýðskrumurum í Danmörku finnst að þeirra gagnkynhneigða veruleika vegið og kalla eftir því að samkynhneigðir verði ekki eins áberandi í keppninni. Róttækir vinstrisinnar, sérstaklega á Íslandi, kalla ákaft eftir því að Eurovision í Ísrael verði sniðgengin vegna framferðis ísraelskra stjórnvalda gagnvart Palestínumönnum. Sumir í þessum hópi kölluðu líka eftir því að Eurovision yrði sniðgengin þegar keppnin var haldin í Azerbaijan, Rússlandi og Serbíu vegna mannréttindabrota þarlendra stjórnvalda gegn hinsegin fólki. Ef þessir sniðgönguhópar fengju að ráða för væri Eurovision löngu liðin undir lok. Róttæka vinstrið og hægri öfgaöfl móta umræðuna. Flestir aðrir sitja hjá, gáttaðir. Ef til vill er það einmitt þetta sem texti og sviðsetning Hatara gengur út á að gagnrýna – að við séum að fljóta sofandi að feigðarósi. Það gleymist líka í þessari umræðu að það eru frjálslyndu öflin í Rússlandi, Póllandi, Tyrklandi og Íslandi sem vilja taka þátt í keppninni. Þessi frjálslyndu öfl vilja að við vinnum saman að lausn deilumála og gera sér grein fyrir því að ef samtalið slitnar þá stuðlar það ekki einungis að fábreytni og átakastjórnmálum heldur getur leitt til stríðsástands eins og í Palestínu og Úkraínu. Öfgasinnaðir íhaldshópar myndu fagna ákaft ef þeim tækist að þagga niður í boðskap keppninnar um samvinnu þjóða og mikilvægi fjölbreytileika innan (þjóð)ríkjanna. Róttækir vinstrisinnar hefðu hrósað sigri ef að ríkin hefðu orðið við kröfu þeirra um að sniðganga keppnina undanfarin ár. Eftir að hafa fylgst með umræðunni að undanförnu velti ég því fyrir mér hvort að þeir geri sér ekki grein fyrir því að með sniðgöngu mundu einmitt hægri öfgahópum vaxa fiskur um hrygg. Endalok Eurovision mundi enga kæta meira en hægri öfgahópa og lýðskrumara hvort sem er í Rússlandi eða Danmörku. Stóra spurningin er hvort að róttæka vinstrið ætli að halda áfram að kalla eftir því að boðskapur Eurovision um frið, samvinnu og fjölbreytileika verði ýtt til hliðar. Það gæti ekki annað en styrkt stöðu þeirra sem kalla eftir stríðsátökum ef tilefni gefst til (eins í Rússlandi og Ísrael), átakastjórnmálum (eins og í Danmörku og Íslandi) og fábreytni (eins og í Póllandi og Tyrklandi). Líklega hefur boðskapur Eurovision aldrei verið mikilvægari frá því að keppnin hóf göngu sína í þeim tilgangi að sameina stríðshrjáðar Evrópuþjóðir. Mikið vildi ég að okkar ágætu stjórnmálmenn myndu ekki veigra sér við að taka þátt í umræðunni og töluðu af meiri ákafa um þau samfélagsgildi sem við viljum búa við og þar með fyrir þátttöku Íslands í Eurovision. Þeir gætu með þátttöku í umræðunni tekið áskorun Hatara og talað fyrir boðskap keppinnar um frið, samvinnu og fjölbreytileika. Þannig er ólíklegra að við fljótum sofandi að feigðarósi.Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu Baldurs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Sjá meira
Íhaldssamir öfga hægri hópar jafnt sem róttækir vinstri hópar sækja að frjálslyndum gildum þessa dagana. Eurovision fer ekki varhluta af þessu. Íhaldssamir öfgahópar í löndunum eins og Rússlandi, Póllandi og Tyrklandi hafa allt á hornum sér gagnvart boðskap keppninnar um samvinnu og fjölbreytileika. Tyrkland hefur dregið sig út úr keppninni af þessum sökum og háværar raddir hafa verið uppi í Rússlandi um að hætta að taka þátt í keppninni og stofna aðra keppni til höfuðs Eurovision. Sagt er að pólsk stjórnvöld hætti ekki lengur á að almenningur velji einhvern hommatitt til að vera fulltrúa landsins (eins og árið 2016) og velji því nú orðið sjálf fulltrúana. Lögð er áhersla á íhaldssöm þjóðleg gildi við valið eins og sjá mátti í Tel Aviv. Íhaldssömum lýðskrumurum í Danmörku finnst að þeirra gagnkynhneigða veruleika vegið og kalla eftir því að samkynhneigðir verði ekki eins áberandi í keppninni. Róttækir vinstrisinnar, sérstaklega á Íslandi, kalla ákaft eftir því að Eurovision í Ísrael verði sniðgengin vegna framferðis ísraelskra stjórnvalda gagnvart Palestínumönnum. Sumir í þessum hópi kölluðu líka eftir því að Eurovision yrði sniðgengin þegar keppnin var haldin í Azerbaijan, Rússlandi og Serbíu vegna mannréttindabrota þarlendra stjórnvalda gegn hinsegin fólki. Ef þessir sniðgönguhópar fengju að ráða för væri Eurovision löngu liðin undir lok. Róttæka vinstrið og hægri öfgaöfl móta umræðuna. Flestir aðrir sitja hjá, gáttaðir. Ef til vill er það einmitt þetta sem texti og sviðsetning Hatara gengur út á að gagnrýna – að við séum að fljóta sofandi að feigðarósi. Það gleymist líka í þessari umræðu að það eru frjálslyndu öflin í Rússlandi, Póllandi, Tyrklandi og Íslandi sem vilja taka þátt í keppninni. Þessi frjálslyndu öfl vilja að við vinnum saman að lausn deilumála og gera sér grein fyrir því að ef samtalið slitnar þá stuðlar það ekki einungis að fábreytni og átakastjórnmálum heldur getur leitt til stríðsástands eins og í Palestínu og Úkraínu. Öfgasinnaðir íhaldshópar myndu fagna ákaft ef þeim tækist að þagga niður í boðskap keppninnar um samvinnu þjóða og mikilvægi fjölbreytileika innan (þjóð)ríkjanna. Róttækir vinstrisinnar hefðu hrósað sigri ef að ríkin hefðu orðið við kröfu þeirra um að sniðganga keppnina undanfarin ár. Eftir að hafa fylgst með umræðunni að undanförnu velti ég því fyrir mér hvort að þeir geri sér ekki grein fyrir því að með sniðgöngu mundu einmitt hægri öfgahópum vaxa fiskur um hrygg. Endalok Eurovision mundi enga kæta meira en hægri öfgahópa og lýðskrumara hvort sem er í Rússlandi eða Danmörku. Stóra spurningin er hvort að róttæka vinstrið ætli að halda áfram að kalla eftir því að boðskapur Eurovision um frið, samvinnu og fjölbreytileika verði ýtt til hliðar. Það gæti ekki annað en styrkt stöðu þeirra sem kalla eftir stríðsátökum ef tilefni gefst til (eins í Rússlandi og Ísrael), átakastjórnmálum (eins og í Danmörku og Íslandi) og fábreytni (eins og í Póllandi og Tyrklandi). Líklega hefur boðskapur Eurovision aldrei verið mikilvægari frá því að keppnin hóf göngu sína í þeim tilgangi að sameina stríðshrjáðar Evrópuþjóðir. Mikið vildi ég að okkar ágætu stjórnmálmenn myndu ekki veigra sér við að taka þátt í umræðunni og töluðu af meiri ákafa um þau samfélagsgildi sem við viljum búa við og þar með fyrir þátttöku Íslands í Eurovision. Þeir gætu með þátttöku í umræðunni tekið áskorun Hatara og talað fyrir boðskap keppinnar um frið, samvinnu og fjölbreytileika. Þannig er ólíklegra að við fljótum sofandi að feigðarósi.Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu Baldurs.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun