Hvað gerðist í flutningi Hatara? Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 18. maí 2019 20:50 Andrean, einn af dönsurum Hatara, heldur hér utan um Matthías Tryggva Haraldsson söngvara. Nordicphotos/Getty Hatari með lagið sitt Hatrið mun sigra hefur lokið við að flytja lagið sitt í Expo Tel Aviv höllinni. Atriðið var að stærstum hluta stórkostlegt á sviði en upp úr miðju lagi virtist ekki heyrast í Matthíasi Tryggva Haraldssyni, söngvara Hatara. Tvær línur í flutningi Matthíasar heyrðust hreinlega ekki og eru uppi ólíkar kenningar um hvað hafi gerst. Hvort ísraelsku hljóðmennirnir hafi klikkað eða hvort stress hafi gert vart við sig hjá söngvaranum. Á meðan þessum tveimur línum stóð var Matthías lítið í mynd og því ólíklegt að hinn almenni sjónvarpsáhorfandi í Evrópu hafi tekið eftir þessu. Hinn almenni blaðamaður í Tel Aviv virtist í það minnsta ekki taka eftir neinu.Atriðið má sjá hér að neðan en lítið heyrist í Matthíasi í nokkrar sekúndur frá 1:36.Í framhaldinu kom Klemens Hannigan inn með falsettuna sína og Hatari lauk laginu með miklum krafti. Matthías kom aftur inn eftir það með stæl og hefur endahnykkurinn líklega aldrei verið áhrifameiri. Hatari hlaut mikið lof í lokin frá bæði áhorfendum í sal og ekki síður í blaðamannahöllinni. Fróðlegt verður að sjá hvort íslenska teymið geri kröfu um endurflutning á laginu. Hatari er sem stendur í áttunda sæti veðbanka yfir líklega sigurvegara.Uppfært klukkan 21:05 Felix Bergsson, fararstjóri íslenska liðsins, kannaðist ekki við að nokkuð vandamál hefði verið með hljóðið þegar blaðamaður ræddi við hann símleiðis. Felix, sem staddur er baksviðs ásamt íslenska teyminu, ætlaði þó að athuga málið þegar hann heyrði að margir hefðu velt því fyrir sér. Felix sagði Matthías aðeins hafa farið úr takti í tvær til þrjár línur en annars hefði flutningur Hatara verið hnökralaus.Jú, @gislimarteinn - það var rugl á hljóðinu. Hatari upp á 10,5 en hljóðmenn ísraelska sjónvarpsins fá falleinkunn. #12stig — Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) May 18, 2019 var þetta viljandi klúður á hljóðinu í íslenska atriðinu....#samsæriskenningar #12stig — eddatho (@eddatho1) May 18, 2019 Samsæriskenningin er sú að Ísraelar klúðruðu hljóðinu vísvitandi. Af því að þeir eru fúlir að Hatarar bentu heiminum á að Ísrael drepi fólk á hverjum degi, sem er samt common knowledge #12stig — Jón Frímann (@jonfrimann) May 18, 2019 Kenning: Matthías feikaði tæknileg hljóðvandamál um miðbik lagsins, þeir heimta að fá að flytja lagið aftur, samsæriskenningar verða til um að Ísrael hafi átt við hljóðið, pólitíkin blossar. #4Dchess #12stig — Vignir Gudmunds (@vigniro) May 18, 2019Er það tilviljun að hljóðið hafi akkúrat klikkað þegar Matti söng “Evrópa hrynja”?? #12stig#Hatari — Bjarki Björgúlfsson (@BjarkiBjorgulfs) May 18, 2019Klúðra? Var það ekki hljóðið sem klikkaði og ýtti honum aðeins út af sporinu? Þetta reddaðist nú alveg — Stuðný (@gudnyrp) May 18, 2019Það var brjáluð stemming hér á Tenerife á íslenska barnum! Hatari stóð sig svo vel erum öll stolt af þeim, en sá sem sér um hljóðið er ekki alveg að gera sína vinnu :( en vonandi gengur allt vel að lokum #12stig — Sigrún Ósk (@osk_sigrun) May 18, 2019... einhver átti við hljóðið hjá Hatari en þvilik fagmennska hjá okkar fólki #12stig#hatari#samsæriðpic.twitter.com/vg7MkQ4EZZ — Geirthrudur Geirsdottir (@GeiraGeirs) May 18, 2019Samsæriskenning:Ísraelar að fikta með hljóðið til að mótmæla þátttöku Hatara #12stig — BarceJona (@jonajul) May 18, 2019 Eurovision Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Hatari með lagið sitt Hatrið mun sigra hefur lokið við að flytja lagið sitt í Expo Tel Aviv höllinni. Atriðið var að stærstum hluta stórkostlegt á sviði en upp úr miðju lagi virtist ekki heyrast í Matthíasi Tryggva Haraldssyni, söngvara Hatara. Tvær línur í flutningi Matthíasar heyrðust hreinlega ekki og eru uppi ólíkar kenningar um hvað hafi gerst. Hvort ísraelsku hljóðmennirnir hafi klikkað eða hvort stress hafi gert vart við sig hjá söngvaranum. Á meðan þessum tveimur línum stóð var Matthías lítið í mynd og því ólíklegt að hinn almenni sjónvarpsáhorfandi í Evrópu hafi tekið eftir þessu. Hinn almenni blaðamaður í Tel Aviv virtist í það minnsta ekki taka eftir neinu.Atriðið má sjá hér að neðan en lítið heyrist í Matthíasi í nokkrar sekúndur frá 1:36.Í framhaldinu kom Klemens Hannigan inn með falsettuna sína og Hatari lauk laginu með miklum krafti. Matthías kom aftur inn eftir það með stæl og hefur endahnykkurinn líklega aldrei verið áhrifameiri. Hatari hlaut mikið lof í lokin frá bæði áhorfendum í sal og ekki síður í blaðamannahöllinni. Fróðlegt verður að sjá hvort íslenska teymið geri kröfu um endurflutning á laginu. Hatari er sem stendur í áttunda sæti veðbanka yfir líklega sigurvegara.Uppfært klukkan 21:05 Felix Bergsson, fararstjóri íslenska liðsins, kannaðist ekki við að nokkuð vandamál hefði verið með hljóðið þegar blaðamaður ræddi við hann símleiðis. Felix, sem staddur er baksviðs ásamt íslenska teyminu, ætlaði þó að athuga málið þegar hann heyrði að margir hefðu velt því fyrir sér. Felix sagði Matthías aðeins hafa farið úr takti í tvær til þrjár línur en annars hefði flutningur Hatara verið hnökralaus.Jú, @gislimarteinn - það var rugl á hljóðinu. Hatari upp á 10,5 en hljóðmenn ísraelska sjónvarpsins fá falleinkunn. #12stig — Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) May 18, 2019 var þetta viljandi klúður á hljóðinu í íslenska atriðinu....#samsæriskenningar #12stig — eddatho (@eddatho1) May 18, 2019 Samsæriskenningin er sú að Ísraelar klúðruðu hljóðinu vísvitandi. Af því að þeir eru fúlir að Hatarar bentu heiminum á að Ísrael drepi fólk á hverjum degi, sem er samt common knowledge #12stig — Jón Frímann (@jonfrimann) May 18, 2019 Kenning: Matthías feikaði tæknileg hljóðvandamál um miðbik lagsins, þeir heimta að fá að flytja lagið aftur, samsæriskenningar verða til um að Ísrael hafi átt við hljóðið, pólitíkin blossar. #4Dchess #12stig — Vignir Gudmunds (@vigniro) May 18, 2019Er það tilviljun að hljóðið hafi akkúrat klikkað þegar Matti söng “Evrópa hrynja”?? #12stig#Hatari — Bjarki Björgúlfsson (@BjarkiBjorgulfs) May 18, 2019Klúðra? Var það ekki hljóðið sem klikkaði og ýtti honum aðeins út af sporinu? Þetta reddaðist nú alveg — Stuðný (@gudnyrp) May 18, 2019Það var brjáluð stemming hér á Tenerife á íslenska barnum! Hatari stóð sig svo vel erum öll stolt af þeim, en sá sem sér um hljóðið er ekki alveg að gera sína vinnu :( en vonandi gengur allt vel að lokum #12stig — Sigrún Ósk (@osk_sigrun) May 18, 2019... einhver átti við hljóðið hjá Hatari en þvilik fagmennska hjá okkar fólki #12stig#hatari#samsæriðpic.twitter.com/vg7MkQ4EZZ — Geirthrudur Geirsdottir (@GeiraGeirs) May 18, 2019Samsæriskenning:Ísraelar að fikta með hljóðið til að mótmæla þátttöku Hatara #12stig — BarceJona (@jonajul) May 18, 2019
Eurovision Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira