Meðlimir Hatara skelkaðir eftir uppátækið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. maí 2019 12:55 Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision. Vísir/Kolbeinn Tumi Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir einhverja meðlimi Hatara hafa verið skelkaða eftir að hljómsveitarmeðlimir héldu palestínska fánanum á lofti þegar tilkynnt var um stigin úr símakosningunni í beinni útsendingu. Uppátækið sem vakið hefur mikla athygli var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. Fararstjórinn segir enn óljóst hvort eða hvaða afleiðingar það muni hafa. Hann telur hljómsveitarmeðlimi þó ekki vera í neinni hættu. Hatari hafnaði í 10. sæti í Eurovision sem haldin var í Tel Aviv í gær. Sú mikla athygli sem íslenska atriðið hefur fengið um alla Evrópu náði hámarki í gærkvöldi þegar liðsmenn hljómsveitarinnar héldu palestínska fánanum á milli sín þegar tilkynnt var um stigin sem áhorfendur gáfu Hatara í símakosningu í beinni útsendingu. Liðsmenn sveitarinnar sýndu engin svipbrigði þegar myndavélunum var beint að þeim. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, segir Ríkisútvarpið ekki hafa vitað af þessu uppátæki. „Þetta var ákvörðun listamannanna en mjög í anda þess sem þau hafa verið að segja og því sem þau hafa verið að halda fram. Þannig það kom kannski ekki stórkostlega á óvart,“ segir Felix. Einar Stefánsson, trommugimp Hatara, birti myndband á Facebook síðu sinni þar sem sjá mátti öryggisverði, sem virkuðu ákveðnir og ósáttir, taka fánana af þeim. Í myndbandinu heyrist í kvenrödd segja að hún sé hrædd og að hana langi upp á hótel. „Það voru einhverjir meðlimir í listahópnum sem voru skelkaðir þegar öryggisverðirnir koma og taka fánana. Og það veldur ákveðinni skelkun hjá einhverjum,“ segir Felix. Uppátækið var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. Samkvæmt fréttamönnum Vísis sem staddir eru í Tel Aviv var það ljóst við komuna á hótelið að einn af dönsurum Hatara hefði ekki vitað af uppátækinu og greinilega ekki sáttur við það.Sjá einnig: Ekki einu sinni allir Hatarar vissu að fánanum yrði veifaðViðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og má finna bæði stuðning og reiði í garð Hatara á netmiðlum. Ýmist eru hljómsveitarmeðlimir hylltir fyrir afstöðu sína eða gagnrýndir og sakaðir um gyðingahatur. Samtökin BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa lítið fyrir uppátækið. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að þó meðlimir Hatara hafi sýnt samstöðu með Palestínu sé ekki hægt að samþykkja gjörninginn. Réttast hefði verið að sniðganga söngvakeppnina alfarið.Þá hafa erlendir miðlar fjallað um uppátæki Hatara en óljóst er hvort eða hvaða afleiðingar það mun hafa. Samkvæmt frétt ísraelska miðilsins Haaretz munu skipuleggjendur Eurovision mögulega refsa Íslandi.Sjá einnig: Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í MadonnuFelix ræddi við framkvæmdastjóra keppninnar strax eftir atvikið í gær. Hann segir enn óljóst hvort einhverjar afleiðingarnar verði. Hann mun ræða aftur við stjórn keppninnar síðar í dag. „það er fjölmargir sem vilja ekki pólitík í Eurovision og það eru reglurnar. Svona uppákomur eru ekki algengar þannig þetta verður rætt alveg pottþétt.“ Felix segir að dagurinn í dag eigi að fara í afslöppun hjá hópnum og telur hann engan vera í hættu vegna uppátækisins. „Hér er ekki verið að ráðast á fólk á götum úti. Tel Aviv er ákaflega örugg og góð borg. Við förum bara að koma okkur heim í fyrramálið.“ Eurovision Ísrael Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir einhverja meðlimi Hatara hafa verið skelkaða eftir að hljómsveitarmeðlimir héldu palestínska fánanum á lofti þegar tilkynnt var um stigin úr símakosningunni í beinni útsendingu. Uppátækið sem vakið hefur mikla athygli var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. Fararstjórinn segir enn óljóst hvort eða hvaða afleiðingar það muni hafa. Hann telur hljómsveitarmeðlimi þó ekki vera í neinni hættu. Hatari hafnaði í 10. sæti í Eurovision sem haldin var í Tel Aviv í gær. Sú mikla athygli sem íslenska atriðið hefur fengið um alla Evrópu náði hámarki í gærkvöldi þegar liðsmenn hljómsveitarinnar héldu palestínska fánanum á milli sín þegar tilkynnt var um stigin sem áhorfendur gáfu Hatara í símakosningu í beinni útsendingu. Liðsmenn sveitarinnar sýndu engin svipbrigði þegar myndavélunum var beint að þeim. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, segir Ríkisútvarpið ekki hafa vitað af þessu uppátæki. „Þetta var ákvörðun listamannanna en mjög í anda þess sem þau hafa verið að segja og því sem þau hafa verið að halda fram. Þannig það kom kannski ekki stórkostlega á óvart,“ segir Felix. Einar Stefánsson, trommugimp Hatara, birti myndband á Facebook síðu sinni þar sem sjá mátti öryggisverði, sem virkuðu ákveðnir og ósáttir, taka fánana af þeim. Í myndbandinu heyrist í kvenrödd segja að hún sé hrædd og að hana langi upp á hótel. „Það voru einhverjir meðlimir í listahópnum sem voru skelkaðir þegar öryggisverðirnir koma og taka fánana. Og það veldur ákveðinni skelkun hjá einhverjum,“ segir Felix. Uppátækið var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. Samkvæmt fréttamönnum Vísis sem staddir eru í Tel Aviv var það ljóst við komuna á hótelið að einn af dönsurum Hatara hefði ekki vitað af uppátækinu og greinilega ekki sáttur við það.Sjá einnig: Ekki einu sinni allir Hatarar vissu að fánanum yrði veifaðViðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og má finna bæði stuðning og reiði í garð Hatara á netmiðlum. Ýmist eru hljómsveitarmeðlimir hylltir fyrir afstöðu sína eða gagnrýndir og sakaðir um gyðingahatur. Samtökin BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa lítið fyrir uppátækið. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að þó meðlimir Hatara hafi sýnt samstöðu með Palestínu sé ekki hægt að samþykkja gjörninginn. Réttast hefði verið að sniðganga söngvakeppnina alfarið.Þá hafa erlendir miðlar fjallað um uppátæki Hatara en óljóst er hvort eða hvaða afleiðingar það mun hafa. Samkvæmt frétt ísraelska miðilsins Haaretz munu skipuleggjendur Eurovision mögulega refsa Íslandi.Sjá einnig: Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í MadonnuFelix ræddi við framkvæmdastjóra keppninnar strax eftir atvikið í gær. Hann segir enn óljóst hvort einhverjar afleiðingarnar verði. Hann mun ræða aftur við stjórn keppninnar síðar í dag. „það er fjölmargir sem vilja ekki pólitík í Eurovision og það eru reglurnar. Svona uppákomur eru ekki algengar þannig þetta verður rætt alveg pottþétt.“ Felix segir að dagurinn í dag eigi að fara í afslöppun hjá hópnum og telur hann engan vera í hættu vegna uppátækisins. „Hér er ekki verið að ráðast á fólk á götum úti. Tel Aviv er ákaflega örugg og góð borg. Við förum bara að koma okkur heim í fyrramálið.“
Eurovision Ísrael Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira