Grái herinn krefst þess að lægstu eftirlaun verði aldrei lægri en lágmarkslaun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. maí 2019 14:38 Ásdís Skúladóttir í ræðustól á Húsavík í dag. erna indriðadóttir Það er ófrávíkjanleg krafa Gráa hersins, aðgerðahóps eldri borgara, að lægstu eftirlaun verði aldrei lægri lágmarkslaunum í landinu. Vill hópurinn að eldri borgarar fái sömu launahækkanir og lægst launaða fólkið á íslenskum vinnumarkaði samdi um í nýgerðum kjarasamningum. Þetta kom fram í hátíðarræðu Ágústu Skúladóttur, leikstjóra og eins af stofnendum Gráa hersins, á fundi á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins á Húsavík í dag. „Dagurinn í dag er söguleg stund því þetta er í fyrsta sinn sem eftirlaunafólki er boðið að halda sjálfa hátíðarræðuna á degi verkalýðsins 1. maí. Það sem meira er dagurinn hér á Húsavík er helgaður baráttu eldri borgara fyrir bættum kjörum. Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum: Framsýn, stéttarfélag – Starfsmannafélag Húsavíkur og Þingiðn, félag iðnaðarmanna, hafa boðið eftirlaunafólki að láta rödd sína hljóma hér í dag,“ sagði Ágústa við upphaf ræðu sinnar á Húsavík í dag. Spyr hvers vegna eldri borgarar eigi ekki sæti við samningaborðið Ágústa gagnrýndi að í hinum nýja lífskjarasamningi væri hvergi minnst á launakjör eldri borgara enda komu þeir ekki að samningaborðinu. „Af hverju er okkur skákað til hliðar? Hvers vegna eigum við ekki sæti við samningaborðið? Nei, við erum bara sett í nefnd sem skilar ekki af sér fyrr en undir jól – við þekkjum þessa nefnd vel. Síður fésbókarinnar loga! Ég endurtek: Krafa okkar er skýr. Við krefjumst þess að fá sömu launahækkanir fyrir eldri borgara og lægst launaða fólkið á íslenskum vinnumarkaði samdi um í nýgerðum kjarasamningum. Við viljum sömu hækkanir frá og með sama degi og aðrir hafa samið um. Það er ófrávíkjanleg krafa Gráa hersins að lægstu eftirlaun verði aldrei lægri en lágmarkslaun í landinu,“ sagði Ágústa. Þá gerði hún einnig að umtalsefni málsókn Gráa hersins á hendur ríkinu sem farið er í vegna „óréttlátra og yfirgengilegra tekjutenginga.“ „Byltingin byrjar á Húsavík!“ „Að fara í málssókn hefur lengi verið til umræðu. Það sem hefur hamlað er auraleysi. Framsýn stéttarfélag gekk að vísu fram fyrir skjöldu fyrir margt löngu og sagðist myndu styrkja dómsmálið fjárhagslega. Það gaf byr í seglinn. Síðan gerðist það að Verslunarmannafélag Reykjavíkur ákvað eftir fund Gráa hersins með Ragnari Þór Ingólfssyni, að VR myndi styrkja Gráa herinn til að ráðast í slík málaferli, Félag málmiðnaðarmanna hefur gert hið sama, Rafiðnaðarsamband Íslands samþykkt að leggja fram fjármagn og Félag eldri borgara í Reykjavík hefur samþykkti að gerast stofnaðili að málsóknarsjóðnum og að leggja fram peninga. Síðan hafa borist fyrirheit frá fleiri stéttarfélögum, félögum eldri borgara og einstaklingum um peningalegan stuðning. Þessari málsókn er ætlað að fara „alla leið“ - upp eftir öllum dómsstigunum og enda fyrir Mannréttindadómstólnum í Strassburg, ef með þarf,“ sagði Ágústa. Hún sagði að auðsjáanlega væri áhyggjulausa ævikvöldið ekki fyrir alla heldur bara suma. Ágústa lauk svo ræðu sinni á þessum orðum: „Þeir eru líka orðnir ansans ári margir sem kvíða þessu tímabili ævinnar. Vilja ekki vera settir í nefnd, ekki láta tala um sig eins og þeir séu engilsprettufaraldur, ekki vera „bótaþegar“, ekki „ótímabært brottkast“ og ekki „fráflæðisvandi“ hátæknisjúkrahúsa …..! Við erum hætt að bíða! Byltingin byrjar á Húsavík!“ Kjaramál Verkalýðsdagurinn Tengdar fréttir Þykir ógeðfellt að verslanir auglýsi sérstök tilboð sem gilda aðeins á verkalýðsdaginn Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að sér þyki það ógeðfellt að sjá verslanir auglýsa sérstakan tilboðsdag í dag, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, 1. maí. Bæði Húsgagnahöllin og Rúmfatalagerinn auglýstu tilboð sem gilda aðeins í dag í Fréttablaðinu í morgun. 1. maí 2019 12:30 „Þýðir lítið að bíða með hendur í skauti eftir að einhver komi færandi hendi með krónur til launafólks“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nýgerða samninga allt í senn málamiðlun, vopnahlé og viðunandi niðurstöðu miðað við aðstæður. Vinnunni sé langt því frá lokið og nú hefjist í raun hin eiginlega vinna við að fylgja eftir þeim málum sem samið var um fyrir tæpum mánuði síðan. 1. maí 2019 09:54 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Það er ófrávíkjanleg krafa Gráa hersins, aðgerðahóps eldri borgara, að lægstu eftirlaun verði aldrei lægri lágmarkslaunum í landinu. Vill hópurinn að eldri borgarar fái sömu launahækkanir og lægst launaða fólkið á íslenskum vinnumarkaði samdi um í nýgerðum kjarasamningum. Þetta kom fram í hátíðarræðu Ágústu Skúladóttur, leikstjóra og eins af stofnendum Gráa hersins, á fundi á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins á Húsavík í dag. „Dagurinn í dag er söguleg stund því þetta er í fyrsta sinn sem eftirlaunafólki er boðið að halda sjálfa hátíðarræðuna á degi verkalýðsins 1. maí. Það sem meira er dagurinn hér á Húsavík er helgaður baráttu eldri borgara fyrir bættum kjörum. Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum: Framsýn, stéttarfélag – Starfsmannafélag Húsavíkur og Þingiðn, félag iðnaðarmanna, hafa boðið eftirlaunafólki að láta rödd sína hljóma hér í dag,“ sagði Ágústa við upphaf ræðu sinnar á Húsavík í dag. Spyr hvers vegna eldri borgarar eigi ekki sæti við samningaborðið Ágústa gagnrýndi að í hinum nýja lífskjarasamningi væri hvergi minnst á launakjör eldri borgara enda komu þeir ekki að samningaborðinu. „Af hverju er okkur skákað til hliðar? Hvers vegna eigum við ekki sæti við samningaborðið? Nei, við erum bara sett í nefnd sem skilar ekki af sér fyrr en undir jól – við þekkjum þessa nefnd vel. Síður fésbókarinnar loga! Ég endurtek: Krafa okkar er skýr. Við krefjumst þess að fá sömu launahækkanir fyrir eldri borgara og lægst launaða fólkið á íslenskum vinnumarkaði samdi um í nýgerðum kjarasamningum. Við viljum sömu hækkanir frá og með sama degi og aðrir hafa samið um. Það er ófrávíkjanleg krafa Gráa hersins að lægstu eftirlaun verði aldrei lægri en lágmarkslaun í landinu,“ sagði Ágústa. Þá gerði hún einnig að umtalsefni málsókn Gráa hersins á hendur ríkinu sem farið er í vegna „óréttlátra og yfirgengilegra tekjutenginga.“ „Byltingin byrjar á Húsavík!“ „Að fara í málssókn hefur lengi verið til umræðu. Það sem hefur hamlað er auraleysi. Framsýn stéttarfélag gekk að vísu fram fyrir skjöldu fyrir margt löngu og sagðist myndu styrkja dómsmálið fjárhagslega. Það gaf byr í seglinn. Síðan gerðist það að Verslunarmannafélag Reykjavíkur ákvað eftir fund Gráa hersins með Ragnari Þór Ingólfssyni, að VR myndi styrkja Gráa herinn til að ráðast í slík málaferli, Félag málmiðnaðarmanna hefur gert hið sama, Rafiðnaðarsamband Íslands samþykkt að leggja fram fjármagn og Félag eldri borgara í Reykjavík hefur samþykkti að gerast stofnaðili að málsóknarsjóðnum og að leggja fram peninga. Síðan hafa borist fyrirheit frá fleiri stéttarfélögum, félögum eldri borgara og einstaklingum um peningalegan stuðning. Þessari málsókn er ætlað að fara „alla leið“ - upp eftir öllum dómsstigunum og enda fyrir Mannréttindadómstólnum í Strassburg, ef með þarf,“ sagði Ágústa. Hún sagði að auðsjáanlega væri áhyggjulausa ævikvöldið ekki fyrir alla heldur bara suma. Ágústa lauk svo ræðu sinni á þessum orðum: „Þeir eru líka orðnir ansans ári margir sem kvíða þessu tímabili ævinnar. Vilja ekki vera settir í nefnd, ekki láta tala um sig eins og þeir séu engilsprettufaraldur, ekki vera „bótaþegar“, ekki „ótímabært brottkast“ og ekki „fráflæðisvandi“ hátæknisjúkrahúsa …..! Við erum hætt að bíða! Byltingin byrjar á Húsavík!“
Kjaramál Verkalýðsdagurinn Tengdar fréttir Þykir ógeðfellt að verslanir auglýsi sérstök tilboð sem gilda aðeins á verkalýðsdaginn Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að sér þyki það ógeðfellt að sjá verslanir auglýsa sérstakan tilboðsdag í dag, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, 1. maí. Bæði Húsgagnahöllin og Rúmfatalagerinn auglýstu tilboð sem gilda aðeins í dag í Fréttablaðinu í morgun. 1. maí 2019 12:30 „Þýðir lítið að bíða með hendur í skauti eftir að einhver komi færandi hendi með krónur til launafólks“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nýgerða samninga allt í senn málamiðlun, vopnahlé og viðunandi niðurstöðu miðað við aðstæður. Vinnunni sé langt því frá lokið og nú hefjist í raun hin eiginlega vinna við að fylgja eftir þeim málum sem samið var um fyrir tæpum mánuði síðan. 1. maí 2019 09:54 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Þykir ógeðfellt að verslanir auglýsi sérstök tilboð sem gilda aðeins á verkalýðsdaginn Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að sér þyki það ógeðfellt að sjá verslanir auglýsa sérstakan tilboðsdag í dag, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, 1. maí. Bæði Húsgagnahöllin og Rúmfatalagerinn auglýstu tilboð sem gilda aðeins í dag í Fréttablaðinu í morgun. 1. maí 2019 12:30
„Þýðir lítið að bíða með hendur í skauti eftir að einhver komi færandi hendi með krónur til launafólks“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nýgerða samninga allt í senn málamiðlun, vopnahlé og viðunandi niðurstöðu miðað við aðstæður. Vinnunni sé langt því frá lokið og nú hefjist í raun hin eiginlega vinna við að fylgja eftir þeim málum sem samið var um fyrir tæpum mánuði síðan. 1. maí 2019 09:54