Enski boltinn

Fótboltaslúðrið: Dani til Real Madrid og tveir Portúgalar til Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joao Felix fagnar marki með Benfica á leiktíðinni.
Joao Felix fagnar marki með Benfica á leiktíðinni. Getty/Carlos Palma
Danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen er orðaður við Real Madrid í evrópsku blöðunum í morgun og þar er einnig greint frá auknum áhuga Manchester United á tveimur leikmönnum í portúgölsku deildinni.

Það styttist í það að tímabilið klárið í evrópska fótboltanum og að félagsskiptaglugginn opnist á ný. Lið Real Madrid og Manchester United ollu vonbrigðum á þessu tímabili og það er búist við að þau bæði láti til sín taka á markaðnum í sumar.

Það þarf því kannski ekki að koma mikið á óvart að þessi tvö félög séu áberandi í fótboltaslúðri dagsins.





Spænska blaðið AS segir að hinn 27 ára gamli Christian Eriksen sé búinn að gera munnlegt samkomulag við Real Madrid en tvö ensk blöð velta aftur á móti fyrir sér kaupverðinu og hvenær hann yfirgefi Tottenham.

Mirror segir stjórnarformanninn Daniel Levy líklega vilja fá 128 milljónir punda fyrir Danann og Sun segir það möguleiki að Christian Eriksen bíði til ársins 2020 og fari þá frítt þegar samningur hans rennur út.

Manchester United er sagt hafa stigið næsta skref í að reyna að fá Joao Felix og Bruno Fernandes til félagsins í sumar. London Evening Standard segir frá.

Bruno Fernandes er 24 ára miðjumaður Sporting Lisbon en Joao Felix er 19 ára framherji Benfica. Joao Felix hefur vakið mikla athygli á tímabilinu en einhverjir hafa gengið svo langt að kalla hann nýja Cristiano Ronaldo.

Metro segir frá því að  Bernardo Silva, Portúgalinn í liði Manchester City, hafi reynt að sannfæra forráðamenn City að kaupa fyrrnefnda landa sína, þá Bruno Fernandes og Joao Felix.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×