Stafræn upprisa sálar Kolbeinn Marteinsson skrifar 3. maí 2019 08:00 Maðurinn er eina lífveran á jörðinni sem veit að hún mun deyja. Þessi vitneskja skapar manninum stöðugan ótta og kvíða um að við dauðann hverfi hann að eilífu í tómið. Við viljum það flest að líf okkar sé eitthvað meira og stærra en þessi fáu ár sem við fáum hér á jörðinni. Þessi staðreynd er vafalítið stærsta ástæða þess að við eignumst börn sem þá vonandi tryggja að munað sé eftir okkur í nokkra áratugi. Því hefur verið haldið fram að þessi óbærilega vitneskja um óumflýjanlegan dauða hafi rekið mannkynið áfram til helstu stórverka þess í von um áframhaldandi líf í hugum eftirlifenda. Sannleikurinn er þó sá að fæst okkar afreka eitthvað nógu merkilegt til að komast í sögubækurnar. En betri tímar eru upp runnir. Við munum öll lifa að eilífu eftir okkar daga og aldrei gleymast. Áætlað er að árið 2100 verði Facebook með fleiri dauða notendur en lifandi og gerir þetta Facebook að stærsta kirkjugarði í heimi. Það er nefnilega svo að við andlát þitt verður Facebook-síða þín sýnileg til eilífðarnóns nema þú hafir gengið þannig frá málum að henni verði eytt. Að því sögðu þá máttu vita að þegar afkomendur þínir eða aðrir vilja fræðast um þig á næstu öld þá munu þeir skoða samfélagsmiðla þína. Færsla þín um „nauðsynlegar limlestingar bankamanna“ haustið 2008 mun vafalítið valda hneykslan og undrun afkomendanna sem aldrei hafa lesið svona munnsöfnuð áður. Sumarfríið 2018 þar sem allar færslur voru fullar af innsláttarvillum og myndir allar hinar furðulegustu munu svo ljóstra upp um óhóf og brennivínssull. Arfleifð þín mun að eilífu lifa þó að þú afrekir ekki neitt. Til hamingju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Maðurinn er eina lífveran á jörðinni sem veit að hún mun deyja. Þessi vitneskja skapar manninum stöðugan ótta og kvíða um að við dauðann hverfi hann að eilífu í tómið. Við viljum það flest að líf okkar sé eitthvað meira og stærra en þessi fáu ár sem við fáum hér á jörðinni. Þessi staðreynd er vafalítið stærsta ástæða þess að við eignumst börn sem þá vonandi tryggja að munað sé eftir okkur í nokkra áratugi. Því hefur verið haldið fram að þessi óbærilega vitneskja um óumflýjanlegan dauða hafi rekið mannkynið áfram til helstu stórverka þess í von um áframhaldandi líf í hugum eftirlifenda. Sannleikurinn er þó sá að fæst okkar afreka eitthvað nógu merkilegt til að komast í sögubækurnar. En betri tímar eru upp runnir. Við munum öll lifa að eilífu eftir okkar daga og aldrei gleymast. Áætlað er að árið 2100 verði Facebook með fleiri dauða notendur en lifandi og gerir þetta Facebook að stærsta kirkjugarði í heimi. Það er nefnilega svo að við andlát þitt verður Facebook-síða þín sýnileg til eilífðarnóns nema þú hafir gengið þannig frá málum að henni verði eytt. Að því sögðu þá máttu vita að þegar afkomendur þínir eða aðrir vilja fræðast um þig á næstu öld þá munu þeir skoða samfélagsmiðla þína. Færsla þín um „nauðsynlegar limlestingar bankamanna“ haustið 2008 mun vafalítið valda hneykslan og undrun afkomendanna sem aldrei hafa lesið svona munnsöfnuð áður. Sumarfríið 2018 þar sem allar færslur voru fullar af innsláttarvillum og myndir allar hinar furðulegustu munu svo ljóstra upp um óhóf og brennivínssull. Arfleifð þín mun að eilífu lifa þó að þú afrekir ekki neitt. Til hamingju.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun