Byr í segl KR fyrir kvöldið Kristinn Páll Teitsson skrifar 4. maí 2019 10:00 Með sigri í kvöld getur KR orðið fyrsta liðið til að verða Íslandsmeistari sex ár í röð. Fréttablaðið/ernir KR og ÍR mætast í hreinræktuðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Vesturbænum í kvöld þar sem KR getur unnið sjötta meistaratitilinn í röð eða ÍR loksins unnið þann stóra og þann sextánda í sögunni eftir 42 ára bið. Þetta verður í þriðja skiptið á síðustu tíu árum sem KR leikur oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn og í þriðja sinn sem leikurinn fer fram á heimavelli KR þar sem KR hefur unnið báðar viðureignirnar. Þá er þetta sjötti oddaleikur KR síðustu tíu ár og hefur KR aðeins tapað einum þeirra í undanúrslitunum árið 2010. Tuttugu ár eru liðin síðan KR tapaði í eina skiptið oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Njarðvík þegar vinna þurfti tvo leiki. Fréttablaðið fékk Friðrik Inga Rúnarsson til að spá í spilin fyrir oddaleikinn sjálfan. „Þetta er búið að vera magnað, mikið um dramatík og liðin að vinna á útivöllunum. ÍR hefur notið sín á útivelli þegar pressan er ekki á þeim en KR hefur svarað um hæl þegar bakið er komið upp við vegg. Fyrir alla utanaðkomandi sem halda hvorki með ÍR og KR er það draumur að fá oddaleik,“ sagði Friðrik, aðspurður út í einvígið til þessa. Tölfræðin er hliðholl heimaliðinu í oddaleikjum og sérstaklega KR sem hefur tvívegis nýlega tryggt sér titilinn í oddaleik á heimavelli. „Tölfræðin segir að liðin sem eru með heimaleikjarétt vinni oddaleiki í um 70% tilvika, en það hefur brugðist og það getur brugðist aftur þótt tölfræðin sé með heimaliðinu.“ ÍR varð fyrir áfalli undir lok leiksins á fimmtudaginn þegar Kevin Capers meiddist. Óvíst er hvort hann komi við sögu í kvöld. „Maður heyrir sögur um að Capers sé handleggsbrotinn sem eru ekki alveg þær fréttir sem áhugamenn um boltann vildu heyra. Maður vill að allir bestu leikmennirnir séu með og það sé keppt á jöfnum grundvelli. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann spilar og þá hversu mikið hann getur beitt sér. Hann er mjög mikilvægur þessu ÍR-liði og vinnur mjög vel með Matthíasi og er kjölfestan í því að öðrum leikmönnum liðsins líði vel,“ sagði Friðrik sem tók undir að það væri glapræði að afskrifa ÍR. „Fyrirfram er KR sigurstranglegra en þetta er hættuleg staða. ÍR-ingar hafa verið ótrúlega duglegir og eljusamir og það dettur engum í hug að vanmeta þá á einn eða annan hátt.“ Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Sjá meira
KR og ÍR mætast í hreinræktuðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Vesturbænum í kvöld þar sem KR getur unnið sjötta meistaratitilinn í röð eða ÍR loksins unnið þann stóra og þann sextánda í sögunni eftir 42 ára bið. Þetta verður í þriðja skiptið á síðustu tíu árum sem KR leikur oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn og í þriðja sinn sem leikurinn fer fram á heimavelli KR þar sem KR hefur unnið báðar viðureignirnar. Þá er þetta sjötti oddaleikur KR síðustu tíu ár og hefur KR aðeins tapað einum þeirra í undanúrslitunum árið 2010. Tuttugu ár eru liðin síðan KR tapaði í eina skiptið oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Njarðvík þegar vinna þurfti tvo leiki. Fréttablaðið fékk Friðrik Inga Rúnarsson til að spá í spilin fyrir oddaleikinn sjálfan. „Þetta er búið að vera magnað, mikið um dramatík og liðin að vinna á útivöllunum. ÍR hefur notið sín á útivelli þegar pressan er ekki á þeim en KR hefur svarað um hæl þegar bakið er komið upp við vegg. Fyrir alla utanaðkomandi sem halda hvorki með ÍR og KR er það draumur að fá oddaleik,“ sagði Friðrik, aðspurður út í einvígið til þessa. Tölfræðin er hliðholl heimaliðinu í oddaleikjum og sérstaklega KR sem hefur tvívegis nýlega tryggt sér titilinn í oddaleik á heimavelli. „Tölfræðin segir að liðin sem eru með heimaleikjarétt vinni oddaleiki í um 70% tilvika, en það hefur brugðist og það getur brugðist aftur þótt tölfræðin sé með heimaliðinu.“ ÍR varð fyrir áfalli undir lok leiksins á fimmtudaginn þegar Kevin Capers meiddist. Óvíst er hvort hann komi við sögu í kvöld. „Maður heyrir sögur um að Capers sé handleggsbrotinn sem eru ekki alveg þær fréttir sem áhugamenn um boltann vildu heyra. Maður vill að allir bestu leikmennirnir séu með og það sé keppt á jöfnum grundvelli. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann spilar og þá hversu mikið hann getur beitt sér. Hann er mjög mikilvægur þessu ÍR-liði og vinnur mjög vel með Matthíasi og er kjölfestan í því að öðrum leikmönnum liðsins líði vel,“ sagði Friðrik sem tók undir að það væri glapræði að afskrifa ÍR. „Fyrirfram er KR sigurstranglegra en þetta er hættuleg staða. ÍR-ingar hafa verið ótrúlega duglegir og eljusamir og það dettur engum í hug að vanmeta þá á einn eða annan hátt.“
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Sjá meira