Yfir 300 vettvangsheimsóknir vegna óskráðrar skammtímaleigu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. maí 2019 19:45 Starfsmenn Heimagistingarvaktar hjá sýslumanni hafa farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir í kjölfar ábendinga um óskráða skammtímaleigu síðan átaksverkefni hófst í fyrra. Sýslumaður áætlar að óskráðum og leyfislausum gististöðum hafi fækkað um meira en 30 prósent frá því að átakið hófst. Í júní í fyrra komust atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu að samkomulagi um eflingu eftirlits með heimagistingu og var lagt upp með átaksverkefni til eins árs. Það kostar rúmar 8.500 krónur að skrá heimagistingu en ekki má leigja út fasteignirnar lengur en í 90 daga á ári eða hafa af þeim meiri tekjur en sem nemur 2 milljónum á ári, en allt umfram það telst til atvinnustarfsemi sem um gilda aðrar reglur. Aukið eftirlit virðist hafa haft jákvæð áhrif á fjölda skráninga en frá því að átakið hófst hefur fjöldi skráðra heimagistinga nær tvöfaldast. Tiltölulega auðvelt er að skrá heimagistingu á netinu en miðað við ætlað framboð á heimagistingar samkvæmt mælaborði ferðaþjónustunnar, virðist sem ennþá hafi þónokkur fjöldi ekki skráð heimagistingu líkt og þeim ber að gera.Yfir 1.300 skráningar á þessu ári Við lok árs 2017 voru skráðar heimagistingar 1.056, 2.022 árið 2018, og það sem af er þessa árs hefur sýslumaður staðfest 1.315 skráningar en ætla má að skráningum muni fjölga þegar líða tekur á árið. Frá því að átaksverkefnið hófst hafa starfsmenn Heimagistingarvaktar farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir og hefur 49 málum verið lokið með álagningu stjórnvaldssekta en sektir nema á bilinu tíu þúsund til einnar milljónar króna. Þá eru tugir mála til meðferðar sem verður að óbreyttu lokið með stjórnvaldssektum en heildarupphæð álagðra og fyrirhugaðra sekta nemur tæpum 84 milljónum. 59 mál hafa verið áframsend á lögreglu vegna brota á rekstrarleyfisskyldri gististarfsemi og upplýsingar um 420 fasteignir í eigu einstaklinga og lögaðila hafa verið áframsendar á skattrannsóknaryfirvöld. Útlagður kostnaður við átakið hefur numið 64 um milljónum króna en fjárhæðir stjórnvaldssekta og innheimt gjöld vegna fjölgunar á skráningum nema hærri fjárhæð en kostnaður við aukið eftirlit. Þá er ótalinn sá óbeini ávinningur sem einnig hlýst af auknum skattaskilum. Airbnb Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Starfsmenn Heimagistingarvaktar hjá sýslumanni hafa farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir í kjölfar ábendinga um óskráða skammtímaleigu síðan átaksverkefni hófst í fyrra. Sýslumaður áætlar að óskráðum og leyfislausum gististöðum hafi fækkað um meira en 30 prósent frá því að átakið hófst. Í júní í fyrra komust atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu að samkomulagi um eflingu eftirlits með heimagistingu og var lagt upp með átaksverkefni til eins árs. Það kostar rúmar 8.500 krónur að skrá heimagistingu en ekki má leigja út fasteignirnar lengur en í 90 daga á ári eða hafa af þeim meiri tekjur en sem nemur 2 milljónum á ári, en allt umfram það telst til atvinnustarfsemi sem um gilda aðrar reglur. Aukið eftirlit virðist hafa haft jákvæð áhrif á fjölda skráninga en frá því að átakið hófst hefur fjöldi skráðra heimagistinga nær tvöfaldast. Tiltölulega auðvelt er að skrá heimagistingu á netinu en miðað við ætlað framboð á heimagistingar samkvæmt mælaborði ferðaþjónustunnar, virðist sem ennþá hafi þónokkur fjöldi ekki skráð heimagistingu líkt og þeim ber að gera.Yfir 1.300 skráningar á þessu ári Við lok árs 2017 voru skráðar heimagistingar 1.056, 2.022 árið 2018, og það sem af er þessa árs hefur sýslumaður staðfest 1.315 skráningar en ætla má að skráningum muni fjölga þegar líða tekur á árið. Frá því að átaksverkefnið hófst hafa starfsmenn Heimagistingarvaktar farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir og hefur 49 málum verið lokið með álagningu stjórnvaldssekta en sektir nema á bilinu tíu þúsund til einnar milljónar króna. Þá eru tugir mála til meðferðar sem verður að óbreyttu lokið með stjórnvaldssektum en heildarupphæð álagðra og fyrirhugaðra sekta nemur tæpum 84 milljónum. 59 mál hafa verið áframsend á lögreglu vegna brota á rekstrarleyfisskyldri gististarfsemi og upplýsingar um 420 fasteignir í eigu einstaklinga og lögaðila hafa verið áframsendar á skattrannsóknaryfirvöld. Útlagður kostnaður við átakið hefur numið 64 um milljónum króna en fjárhæðir stjórnvaldssekta og innheimt gjöld vegna fjölgunar á skráningum nema hærri fjárhæð en kostnaður við aukið eftirlit. Þá er ótalinn sá óbeini ávinningur sem einnig hlýst af auknum skattaskilum.
Airbnb Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira