Saman til sjálfbærni á norðurslóðum Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 6. maí 2019 07:00 Á morgun renna upp tímamót á sviði norðurslóðasamvinnunnar þegar Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu til næstu tveggja ára. Fullyrða má að hlutverk ráðsins hafi aldrei verið brýnna en nú og athygli á málefnum norðurslóða aldrei meiri samfara hlýnun loftslags og sviptinga í alþjóðastjórnmálum. Undir yfirskriftinni „Saman til sjálfbærni á norðurslóðum“ leggur Ísland áherslu á sjálfbæra þróun í efnahagslegu, umhverfislegu og félagslegu tilliti og beinir sjónum sérstaklega að málefnum hafsins, loftslagsmálum og grænum orkulausnum, svo og fólkinu á norðurslóðum. Á vettvangi Norðurskautsráðsins hefur um árabil verið unnið mikilvægt starf við að meta ástand hafsins. Við munum lyfta málefnum hafsins í okkar formennskutíð og beina sérstaklega kastljósinu að plastmengun í norðurhöfum, sem og bláa hagkerfinu og nýsköpun sem til dæmis lýtur að fullnýtingu sjávarafurða. Ummerki um loftslagsbreytingar eru hvergi jafn sýnileg og á norðurslóðum þar sem hitastigið hefur hækkað tvöfalt meira en heimsmeðaltalið. Um leið hækkar sjávarhitinn, hafís minnkar og jöklar hopa. Í formennskutíð Íslands verður lögð áhersla á vöktun og greiningu og unnið að hagkvæmum lausnum til orkuskipta í litlum og afskekktum samfélögum samhliða áframhaldandi vinnu við að draga úr losun skammlífra mengunarefna. Síðast en ekki síst verður að styðja við sjálfbæra efnahagsþróun á norðurslóðum í þágu þeirra fjögurra milljóna sem búa á svæðinu. Grípa þarf tækifæri sem felast í tækniþróun og bættum samgöngum til að styrkja nýsköpun og fjölbreytta atvinnuvegi. Á formennskutímanum heldur Ísland enn fremur áfram að leiða verkefni um jafnrétti kynjanna á norðurslóðum. Framundan eru ærnar áskoranir sem ekki verður tekist á við nema með samvinnu og sjálfbærni að leiðarljósi. Á þessum stefjum byggist formennska Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Norðurslóðir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Á morgun renna upp tímamót á sviði norðurslóðasamvinnunnar þegar Ísland tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu til næstu tveggja ára. Fullyrða má að hlutverk ráðsins hafi aldrei verið brýnna en nú og athygli á málefnum norðurslóða aldrei meiri samfara hlýnun loftslags og sviptinga í alþjóðastjórnmálum. Undir yfirskriftinni „Saman til sjálfbærni á norðurslóðum“ leggur Ísland áherslu á sjálfbæra þróun í efnahagslegu, umhverfislegu og félagslegu tilliti og beinir sjónum sérstaklega að málefnum hafsins, loftslagsmálum og grænum orkulausnum, svo og fólkinu á norðurslóðum. Á vettvangi Norðurskautsráðsins hefur um árabil verið unnið mikilvægt starf við að meta ástand hafsins. Við munum lyfta málefnum hafsins í okkar formennskutíð og beina sérstaklega kastljósinu að plastmengun í norðurhöfum, sem og bláa hagkerfinu og nýsköpun sem til dæmis lýtur að fullnýtingu sjávarafurða. Ummerki um loftslagsbreytingar eru hvergi jafn sýnileg og á norðurslóðum þar sem hitastigið hefur hækkað tvöfalt meira en heimsmeðaltalið. Um leið hækkar sjávarhitinn, hafís minnkar og jöklar hopa. Í formennskutíð Íslands verður lögð áhersla á vöktun og greiningu og unnið að hagkvæmum lausnum til orkuskipta í litlum og afskekktum samfélögum samhliða áframhaldandi vinnu við að draga úr losun skammlífra mengunarefna. Síðast en ekki síst verður að styðja við sjálfbæra efnahagsþróun á norðurslóðum í þágu þeirra fjögurra milljóna sem búa á svæðinu. Grípa þarf tækifæri sem felast í tækniþróun og bættum samgöngum til að styrkja nýsköpun og fjölbreytta atvinnuvegi. Á formennskutímanum heldur Ísland enn fremur áfram að leiða verkefni um jafnrétti kynjanna á norðurslóðum. Framundan eru ærnar áskoranir sem ekki verður tekist á við nema með samvinnu og sjálfbærni að leiðarljósi. Á þessum stefjum byggist formennska Íslands.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun