Nýr danskur hægriöfgaflokkur gæti komist á þing Kjartan Kjartansson skrifar 6. maí 2019 13:04 Paludan hefur þegar skilað inn undirskriftum til að geta boðið fram í þingkosningum sem eiga að fara fram í síðasta lagi 17. júní. Vísir/EPA Skoðanakönnun í Danmörku bendir til þess að hægriöfgaflokkur sem hatast gegn íslamstrú gæti náð inn manni á þing í kosningum sem haldnar verða á næstu vikum. Leiðtogi flokksins hefur staðið fyrir mótmælum sem leysts hafa upp í óeirðir undanfarnar vikur. Harðlínuflokkur Rasmusar Paludan fengi 2,4 prósent atkvæða í þingkosningum á þessu ári ef marka má skoðanakönnun Voxmeter sem var birt í dag. Flokkar þurfa að fá að lágmarki tvö prósent til að geta náð mönnum inn á þing. Fylgið er þó innan skekkjumarka könnunarinnar sem voru 2,7 prósent. Tvær aðrar nýlegar kannanir hafa sýnt fylgi flokksins yfir tveimur prósentum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á meðal stefnumála Harðlínuflokksins er að banna íslam í Danmörku og vísa hundruð þúsundum múslima úr landi. Paludan er frægur fyrir að birta áróður gegn íslam á samfélagsmiðlum og ýmsar uppákomur. Hann hefur meðal annars brennt Kóraninn, trúarrit múslima, stundum vafinn inn í fleskjur. Nýlega stóð Paludan fyrir mótmælum í Kaupmannahöfn sem enduðu í óeirðum og átökum á milli stuðningsmanna hans og andstæðinga. Lögreglan handtók 23 í mótmælunum í apríl. Paludan var dæmdur í fjórtán daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kynþáttaníð í garð talsmanns réttindahreyfingar blökkumanna fyrr á þessu ári. Hann hefur áfrýjað þeim dómi. Danmörk Tengdar fréttir Danskur rasisti boðar frekari mótmæli í Kaupmannahöfn Lögreglumenn lýsa áhyggjum af miklu álagi af völdum ítrekaðra mótmæla öfgaflokks. 15. apríl 2019 12:27 Óeirðir á Nørrebro: Einn handtekinn og lögregla beitti táragasi Lögregla í Kaupmannahöfn hefur handtekið að minnsta kosti einn eftir mótmælafund umdeilds stjórnmálamanns og stuðningsmanna hans á Nørrebro. 14. apríl 2019 14:54 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira
Skoðanakönnun í Danmörku bendir til þess að hægriöfgaflokkur sem hatast gegn íslamstrú gæti náð inn manni á þing í kosningum sem haldnar verða á næstu vikum. Leiðtogi flokksins hefur staðið fyrir mótmælum sem leysts hafa upp í óeirðir undanfarnar vikur. Harðlínuflokkur Rasmusar Paludan fengi 2,4 prósent atkvæða í þingkosningum á þessu ári ef marka má skoðanakönnun Voxmeter sem var birt í dag. Flokkar þurfa að fá að lágmarki tvö prósent til að geta náð mönnum inn á þing. Fylgið er þó innan skekkjumarka könnunarinnar sem voru 2,7 prósent. Tvær aðrar nýlegar kannanir hafa sýnt fylgi flokksins yfir tveimur prósentum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á meðal stefnumála Harðlínuflokksins er að banna íslam í Danmörku og vísa hundruð þúsundum múslima úr landi. Paludan er frægur fyrir að birta áróður gegn íslam á samfélagsmiðlum og ýmsar uppákomur. Hann hefur meðal annars brennt Kóraninn, trúarrit múslima, stundum vafinn inn í fleskjur. Nýlega stóð Paludan fyrir mótmælum í Kaupmannahöfn sem enduðu í óeirðum og átökum á milli stuðningsmanna hans og andstæðinga. Lögreglan handtók 23 í mótmælunum í apríl. Paludan var dæmdur í fjórtán daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kynþáttaníð í garð talsmanns réttindahreyfingar blökkumanna fyrr á þessu ári. Hann hefur áfrýjað þeim dómi.
Danmörk Tengdar fréttir Danskur rasisti boðar frekari mótmæli í Kaupmannahöfn Lögreglumenn lýsa áhyggjum af miklu álagi af völdum ítrekaðra mótmæla öfgaflokks. 15. apríl 2019 12:27 Óeirðir á Nørrebro: Einn handtekinn og lögregla beitti táragasi Lögregla í Kaupmannahöfn hefur handtekið að minnsta kosti einn eftir mótmælafund umdeilds stjórnmálamanns og stuðningsmanna hans á Nørrebro. 14. apríl 2019 14:54 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira
Danskur rasisti boðar frekari mótmæli í Kaupmannahöfn Lögreglumenn lýsa áhyggjum af miklu álagi af völdum ítrekaðra mótmæla öfgaflokks. 15. apríl 2019 12:27
Óeirðir á Nørrebro: Einn handtekinn og lögregla beitti táragasi Lögregla í Kaupmannahöfn hefur handtekið að minnsta kosti einn eftir mótmælafund umdeilds stjórnmálamanns og stuðningsmanna hans á Nørrebro. 14. apríl 2019 14:54