Fötluð börn af erlendum uppruna Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 7. maí 2019 07:00 Réttindi – Skilningur – Aðstoð var yfirskrift afar fróðlegrar ráðstefnu Þroskahjálpar, um aðstæður fatlaðra barna af erlendum uppruna á Íslandi. Þar var fjallað um málefni sem lítið hefur verið rætt á opinberum vettvangi hér á landi, en sífellt verður brýnna og kallar á athygli okkar allra. Á ráðstefnu Þroskahjálpar kom fram, að börn af erlendum uppruna, eru ört vaxandi hlutfall þeirra sem nýta sér þjónustu Greiningar og ráðgjafarstöðvar ríkisins, enda fjölgar hér innflytjendum jafnt og þétt og samfélag okkar verður fjölmenningarlegra.Vaxandi fjöldi Í raun vitum við allt of lítið um stöðu þessa hóps. Það hefur verið lítið sem ekkert um hann fjallað og um hann leikur ákveðinn ósýnileiki. Við vitum að fötluð börn af erlendum uppruna og foreldrar þeirra er viðkvæmur hópur og oftar en ekki eru þau illa upplýst um þá þjónustu og stuðning sem er í boði. Engu að síður er vert að hafa í huga að fötlun barna er stundum ein af ástæðum þess að foreldrar flytja milli landa, því þau vita af betri þjónustu fyrir börn sín í því landi sem þau eru að flytja til. Það kann að skýra að einhverju leyti það háa hlutfall barna af erlendum uppruna, sem nú leitar eftir þjónustu og við vitum einnig að á síðustu árum hefur orðið mikil aukning á komu flóttafólks hingað til lands þar sem eru fatlaðir einstaklingar, jafnt börn sem fullorðnir. Lítið tengslanet og fleiri hindranir Það er því miður oft erfitt fyrir íslenska foreldra að eignast fatlað barn og átta sig á kerfinu og þeirri þjónustu sem er í boði, en við vitum að foreldrar fatlaðra barna af erlendum uppruna verða fyrir enn meiri áskorunum og mæta margskonar hindrunum, sem við innfædd komumst auðveldar fram hjá. Þessi hópur er einnig oft með lítið tengslanet hér á landi og því lítinn stuðning af fjölskyldu og vinum. Því þarf að hlúa sérstaklega að þessum fjölbreytta hópi og hlúa að foreldrum og upplýsa þau um þá þjónustu og stuðning sem þau eiga rétt á.Menningarleg fjölbreytni Menningarnæm þjónusta er gríðarlega mikilvæg í þessu samhengi. Hingað koma fjölskyldur frá fjölmörgum menningarsamfélögum, þar sem gildi og hefðir eru allt aðrar en við þekkjum. Þar getur jafnvel fylgt því skömm að eignast fatlað barn eða ótti við að missa barnið frá sér, sem ýtir undir nauðsyn þess að flytja annað. Það er því mikilvægt að hafa það í huga að þarna er alls ekki um einsleitan hóp að ræða. Við þurfum líka að huga vel að starfsfólkinu sem er að vinna með fötluðum börnum af erlendum uppruna. Það þarf að styrkja það í að veita menningarnæma þjónustu og að vera í stakk búið að mæta mismunandi þörfum þessa fjölbreytta hóps það er því mikilvægt að stjórnvöld bjóði meiri fræðslu um málefni innflytjenda og flóttafólks.Mannréttindi í húfi Í raun er aðeins ein leið að nálgast þetta málefni, því öll fötluð börn eiga að geta notið mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við önnur börn, eins og segir skýrt í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland fullgilti árið 1992. Reykjavíkurborg lítur einnig svo á að framlag fatlaðs fólks til velsældar og fjölbreytni borgarsamfélagsins sé gríðarlega verðmætt, og að virk þátttaka fatlaðs fólks í samfélaginu séu grundvallarmannréttindi og komi öllum til góða. Það á að sjálfsögðu einnig við um fötluð börn af erlendum uppruna og þegar barn þarf á stuðningi að halda á að veita hann eins snemma og hægt er, og hann á að vera eins heildstæður og mögulegt er – í daglegu umhverfi barnsins: í skóla, frístund og inn á heimili.Einungis það besta er nógu gott En þó leiðarljósið sé skýrt, er ekki alltaf jafn einfalt að fylgja því eftir þegar kemur að framkvæmd. Reykjavík vinnur nú að nýrri framkvæmdaáætlun í barnavernd samhliða því að setja á fót nýtt samstarfsnet til að samræma og efla stuðningsþjónustu við börnin í borginni - því við viljum einfaldlega veita bestu mögulega þjónustu í þessum málaflokki, og í raun er ekkert annað nógu gott í okkar huga. Við höfum nokkuð góða innsýn inn í þá þjónustu sem við veitum frá þeim sem nota hana og hafa notað þjónustu okkar. Það er mikilvægt að fá slíka endurgjöf til að geta bætt okkur í þessum málum. Varðandi stöðu og þarfir fatlaðra barna af erlendum uppruna þurfum við hins vegar miklu meiri þekkingu og upplýsingar og það er full ástæða til að fylgja þessu málefni eftir og skoða sérstaklega stöðu og þjónustu við fatlaða einstaklinga af erlendum uppruna á öllum aldri.Verk að vinna Ísland er ungt innflytjendaland og því mikilvægt að læra einnig af reynslu og þekkingu nágrannaþjóða okkar. En það er okkar samfélagslega skylda að tryggja að öll fötluð börn fái þjónustu og stuðning við hæfi og í samræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar um réttindi fatlaðs fólks. Sem formaður velferðarráðs og varaformaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga mun ég beita mér fyrir því að það verði gert. Höfundur er borgarfulltrúi, formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Sjá meira
Réttindi – Skilningur – Aðstoð var yfirskrift afar fróðlegrar ráðstefnu Þroskahjálpar, um aðstæður fatlaðra barna af erlendum uppruna á Íslandi. Þar var fjallað um málefni sem lítið hefur verið rætt á opinberum vettvangi hér á landi, en sífellt verður brýnna og kallar á athygli okkar allra. Á ráðstefnu Þroskahjálpar kom fram, að börn af erlendum uppruna, eru ört vaxandi hlutfall þeirra sem nýta sér þjónustu Greiningar og ráðgjafarstöðvar ríkisins, enda fjölgar hér innflytjendum jafnt og þétt og samfélag okkar verður fjölmenningarlegra.Vaxandi fjöldi Í raun vitum við allt of lítið um stöðu þessa hóps. Það hefur verið lítið sem ekkert um hann fjallað og um hann leikur ákveðinn ósýnileiki. Við vitum að fötluð börn af erlendum uppruna og foreldrar þeirra er viðkvæmur hópur og oftar en ekki eru þau illa upplýst um þá þjónustu og stuðning sem er í boði. Engu að síður er vert að hafa í huga að fötlun barna er stundum ein af ástæðum þess að foreldrar flytja milli landa, því þau vita af betri þjónustu fyrir börn sín í því landi sem þau eru að flytja til. Það kann að skýra að einhverju leyti það háa hlutfall barna af erlendum uppruna, sem nú leitar eftir þjónustu og við vitum einnig að á síðustu árum hefur orðið mikil aukning á komu flóttafólks hingað til lands þar sem eru fatlaðir einstaklingar, jafnt börn sem fullorðnir. Lítið tengslanet og fleiri hindranir Það er því miður oft erfitt fyrir íslenska foreldra að eignast fatlað barn og átta sig á kerfinu og þeirri þjónustu sem er í boði, en við vitum að foreldrar fatlaðra barna af erlendum uppruna verða fyrir enn meiri áskorunum og mæta margskonar hindrunum, sem við innfædd komumst auðveldar fram hjá. Þessi hópur er einnig oft með lítið tengslanet hér á landi og því lítinn stuðning af fjölskyldu og vinum. Því þarf að hlúa sérstaklega að þessum fjölbreytta hópi og hlúa að foreldrum og upplýsa þau um þá þjónustu og stuðning sem þau eiga rétt á.Menningarleg fjölbreytni Menningarnæm þjónusta er gríðarlega mikilvæg í þessu samhengi. Hingað koma fjölskyldur frá fjölmörgum menningarsamfélögum, þar sem gildi og hefðir eru allt aðrar en við þekkjum. Þar getur jafnvel fylgt því skömm að eignast fatlað barn eða ótti við að missa barnið frá sér, sem ýtir undir nauðsyn þess að flytja annað. Það er því mikilvægt að hafa það í huga að þarna er alls ekki um einsleitan hóp að ræða. Við þurfum líka að huga vel að starfsfólkinu sem er að vinna með fötluðum börnum af erlendum uppruna. Það þarf að styrkja það í að veita menningarnæma þjónustu og að vera í stakk búið að mæta mismunandi þörfum þessa fjölbreytta hóps það er því mikilvægt að stjórnvöld bjóði meiri fræðslu um málefni innflytjenda og flóttafólks.Mannréttindi í húfi Í raun er aðeins ein leið að nálgast þetta málefni, því öll fötluð börn eiga að geta notið mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við önnur börn, eins og segir skýrt í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland fullgilti árið 1992. Reykjavíkurborg lítur einnig svo á að framlag fatlaðs fólks til velsældar og fjölbreytni borgarsamfélagsins sé gríðarlega verðmætt, og að virk þátttaka fatlaðs fólks í samfélaginu séu grundvallarmannréttindi og komi öllum til góða. Það á að sjálfsögðu einnig við um fötluð börn af erlendum uppruna og þegar barn þarf á stuðningi að halda á að veita hann eins snemma og hægt er, og hann á að vera eins heildstæður og mögulegt er – í daglegu umhverfi barnsins: í skóla, frístund og inn á heimili.Einungis það besta er nógu gott En þó leiðarljósið sé skýrt, er ekki alltaf jafn einfalt að fylgja því eftir þegar kemur að framkvæmd. Reykjavík vinnur nú að nýrri framkvæmdaáætlun í barnavernd samhliða því að setja á fót nýtt samstarfsnet til að samræma og efla stuðningsþjónustu við börnin í borginni - því við viljum einfaldlega veita bestu mögulega þjónustu í þessum málaflokki, og í raun er ekkert annað nógu gott í okkar huga. Við höfum nokkuð góða innsýn inn í þá þjónustu sem við veitum frá þeim sem nota hana og hafa notað þjónustu okkar. Það er mikilvægt að fá slíka endurgjöf til að geta bætt okkur í þessum málum. Varðandi stöðu og þarfir fatlaðra barna af erlendum uppruna þurfum við hins vegar miklu meiri þekkingu og upplýsingar og það er full ástæða til að fylgja þessu málefni eftir og skoða sérstaklega stöðu og þjónustu við fatlaða einstaklinga af erlendum uppruna á öllum aldri.Verk að vinna Ísland er ungt innflytjendaland og því mikilvægt að læra einnig af reynslu og þekkingu nágrannaþjóða okkar. En það er okkar samfélagslega skylda að tryggja að öll fötluð börn fái þjónustu og stuðning við hæfi og í samræmi við sáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar um réttindi fatlaðs fólks. Sem formaður velferðarráðs og varaformaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga mun ég beita mér fyrir því að það verði gert. Höfundur er borgarfulltrúi, formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar