Grundvallarmunur á ostunum þó að þeir kunni að virðast sá sami undir fimm vörumerkjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2019 14:46 Ostarnir sem um ræðir eru allir framleiddir hjá Mjólkursamsölunni. Fimm tegundir Gouda-osta Mjólkursamsölunnar, sem allar hafa sama fituinnihald en eru seldar undir mismunandi vörumerkjum, eru um margt ólíkar, að sögn sölustjóra fyrirtækisins. Vörumerkin voru sögð villandi fyrir neytendur á samfélagsmiðlum í vikunni. Umræddar tegundir eru Gouda, Brauðostur, Góðostur, Sveitabiti og Skólaostur. Tegundirnar eru allar 26% Gouda-ostar og hafa nær alveg sama næringargildi samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Mjólkursamsölunnar.„Niðurlægjandi að vera neytandi á Íslandi“ Tónlistar- og útvarpsmaðurinn Jóhann Kristófer Stefánsson, betur þekktur sem Joey Christ, vakti athygli á málinu á Twitter-reikningi sínum. „Þessir ostar eru allir með sitt eigið brand, en eru í raun allir þeir sömu. 26% Gouda. Það er niðurlægjandi að vera neytandi á Íslandi,“ skrifaði Jóhann og birti myndir af ostategundunum.Þessir ostar eru allir með sitt eigið brand, en eru í raun allir þeir sömu. 26% Gouda. Það er niðurlægjandi að vera neytandi á Íslandi. pic.twitter.com/HcJ9Tfh5aN— litli joey (@JHNNKRSTFR) May 5, 2019 Áberandi bragðmunur og söguleg skýring Aðalsteinn H. Magnússon sölustjóri hjá MS segir í samtali við Vísi að þó að ostarnir séu allir 26% að fituinnihaldi og tilheyri flokki Gouda-osta sé grundvallarmunur á vörumerkjunum.Aðalsteinn H. Magnússon, sölustjóri hjá Mjólkursamsölunni.Fréttablaðið/GVAEf miðað sé við Góðostinn þá sé Skólaosturinn til dæmis yngri ostur, ekki þroskaður jafnlengi og teljist mildari. Hann eigi að höfða til yngri neytenda. Þá sé Sveitabitinn talsvert frábrugðinn hinum ostunum fjórum. Hann sé töluvert mýkri og vatnsmeiri þannig að erfitt sé að skera hann í sneiðar. Líkastir innbyrðis séu Góðostur og Brauðostur en vörumerkin eigi sér sögulega skýringu. Annar osturinn hafi upphaflega verið framleiddur í einu mjólkurbúi og hinn í öðru. Þegar iðnaðurinn var svo sameinaður og Mjólkursamsalan tók yfir var ákveðið að halda vörumerkjunum. „Á meðan einhverjir vilja kaupa Góðost og aðrir Brauðost þá bara leyfum við kúnnunum að ráða,“ segir Aðalsteinn. „Það er áberandi bragðmunur og hann liggur í rauninni í þessu, að Skólaosturinn er minna þroskaður þannig að hann er mildari, Sveitabitinn er blautari og Brauðosturinn er svona líkastur Góðosti en það á þessa sögulegu skýringu.“ Neytendur Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Sjá meira
Fimm tegundir Gouda-osta Mjólkursamsölunnar, sem allar hafa sama fituinnihald en eru seldar undir mismunandi vörumerkjum, eru um margt ólíkar, að sögn sölustjóra fyrirtækisins. Vörumerkin voru sögð villandi fyrir neytendur á samfélagsmiðlum í vikunni. Umræddar tegundir eru Gouda, Brauðostur, Góðostur, Sveitabiti og Skólaostur. Tegundirnar eru allar 26% Gouda-ostar og hafa nær alveg sama næringargildi samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Mjólkursamsölunnar.„Niðurlægjandi að vera neytandi á Íslandi“ Tónlistar- og útvarpsmaðurinn Jóhann Kristófer Stefánsson, betur þekktur sem Joey Christ, vakti athygli á málinu á Twitter-reikningi sínum. „Þessir ostar eru allir með sitt eigið brand, en eru í raun allir þeir sömu. 26% Gouda. Það er niðurlægjandi að vera neytandi á Íslandi,“ skrifaði Jóhann og birti myndir af ostategundunum.Þessir ostar eru allir með sitt eigið brand, en eru í raun allir þeir sömu. 26% Gouda. Það er niðurlægjandi að vera neytandi á Íslandi. pic.twitter.com/HcJ9Tfh5aN— litli joey (@JHNNKRSTFR) May 5, 2019 Áberandi bragðmunur og söguleg skýring Aðalsteinn H. Magnússon sölustjóri hjá MS segir í samtali við Vísi að þó að ostarnir séu allir 26% að fituinnihaldi og tilheyri flokki Gouda-osta sé grundvallarmunur á vörumerkjunum.Aðalsteinn H. Magnússon, sölustjóri hjá Mjólkursamsölunni.Fréttablaðið/GVAEf miðað sé við Góðostinn þá sé Skólaosturinn til dæmis yngri ostur, ekki þroskaður jafnlengi og teljist mildari. Hann eigi að höfða til yngri neytenda. Þá sé Sveitabitinn talsvert frábrugðinn hinum ostunum fjórum. Hann sé töluvert mýkri og vatnsmeiri þannig að erfitt sé að skera hann í sneiðar. Líkastir innbyrðis séu Góðostur og Brauðostur en vörumerkin eigi sér sögulega skýringu. Annar osturinn hafi upphaflega verið framleiddur í einu mjólkurbúi og hinn í öðru. Þegar iðnaðurinn var svo sameinaður og Mjólkursamsalan tók yfir var ákveðið að halda vörumerkjunum. „Á meðan einhverjir vilja kaupa Góðost og aðrir Brauðost þá bara leyfum við kúnnunum að ráða,“ segir Aðalsteinn. „Það er áberandi bragðmunur og hann liggur í rauninni í þessu, að Skólaosturinn er minna þroskaður þannig að hann er mildari, Sveitabitinn er blautari og Brauðosturinn er svona líkastur Góðosti en það á þessa sögulegu skýringu.“
Neytendur Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Sjá meira