Samhengislaust stjórnarráð, aftur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 9. maí 2019 07:00 Í um tvo áratugi hef ég fjallað töluvert um þróun byggðarinnar í miðbæ Reykjavíkur. Gamli bærinn í höfuðborg Íslands er ekki stór en hann var engu að síður merkilegur. Það voru ekki hallir eða önnur glæsileg stórhýsi sem gerðu miðbæ Reykjavíkur merkilegan. Það voru þvert á móti litlu húsin, marglitu bárujárnshúsin og önnur fíngerð timburhús, íslenska steinsteypuklassíkin og hús eins og Stjórnarráðið. Stjórnarráðið vekur einmitt athygli fyrir hversu lítil og hófstillt byggingin er, þrátt fyrir hlutverkið og hina merku sögu.Virðingarleysi við söguna Í ljósi þess hvað miðbær Reykjavíkur er lítill og fíngerður, og byggir sérstöðu sína á því fremur en öðru, hefur borgin haft meiri þörf fyrir að vernda byggðina en nokkur önnur evrópsk höfuðborg. Það er því undarlegt og oft á tíðum sorglegt hversu verndunarsjónarmið hafa átt erfitt uppdráttar í borginni. Vakning hófst fyrir nærri 50 árum þegar hópur fólks stóð vörð um Bernhöftstorfuna þegar til stóð að rífa byggingarnar sem þar standa og reisa í staðinn nýja stjórnarráðsbyggingu. Síðan þá hefur við og við verið litið til sjónarmiða verndunar án þess að þau hafi fest sig í sessi eins og í öðrum löndum. Síðast varð vakning í þessum málum snemma á þessari öld. Þensla þess tíma hafði getið af sér umfangsmikil áform um að „byggja yfir“ gamla bæinn. Þau áform vöktu marga til umhugsunar og ég taldi að Reykjavík myndi loksins taka upp stefnu eins og þá sem ráðið hafði för annars staðar í Evrópu í hálfa öld. Svo kom bankahrunið og bjargaði hluta byggðarinnar, um sinn. Ekki leið þó á löngu áður en rúmmetravæðingin náði nýjum hæðum í formi stáls, steinsteypu og glers. Upp við elstu byggð Reykjavíkur og skáhallt á móti Stjórnarráðinu og Bernhöftstorfunni hefur farið fram einhver umfangsmesta uppbygging miðbæjarins. Á sínum tíma hafði mér tekist að fá fram endurskoðun þeirra áforma með það að markmiði að framkvæmdirnar féllu betur að umhverfinu. Ekki mátti þó bregða sér af bæ án þess að allt færi í fyrra horf. Hið litla stjórnarráð er nú komið í annað og nýtt samhengi sem er síður en svo til þess fallið að undirstrika hinn lágstemmda mikilfengleika þess.Vinningstillagan.Ný stjórnarráðsbygging Þegar ég var í forsætisráðuneytinu var aftur farið að skoða hugmyndir um viðbyggingu við Stjórnarráðið. Ráðuneytið komast ekki allt fyrir í gamla húsinu og útlit var fyrir að það missti skrifstofur sínar í næstu húsum vegna hótelvæðingar miðbæjarins. Þörfin bauð þannig upp á tækifæri til að fegra bakgrunn hinnar sögufrægu byggingar og skapa sterka heild. Nú hefur fjölgað mikið í ráðuneytinu á skömmum tíma og búið er að halda samkeppni um hönnun viðbyggingar. Miðað við niðurstöðurnar virðist ekki hafa verið veitt skýr leiðsögn um til hvers væri ætlast. Vinningstillagan minnir óneitanlega á stjórnarráðsbygginguna sem átti á sínum tíma að rísa í stað gömlu húsanna á næsta reit við gamla stjórnarráðið. Nú á nýbyggingin að standa á bak við þá gömlu en ekki við hliðina á henni og vissulega er um talsvert minni byggingu að ræða. Ég ætla enda ekki að setja út á húsin sem slík (hvorki tillögu ársins 1971 eða 2019) eða að efast um færni hönnuðanna. Það sem ég set út á er að slíkt hús sé byggt á þessum stað í þessum tilgangi. Þeir eru ekki margir staðirnir í Reykjavík þar sem varðveist hefur það sem kallast getur heildstæð gömul götumynd. Þó hafa austurhlið Lækjargötu og Bankastrætið að mestu náð að varðveita söguleg einkenni sín. Sú staðreynd veitir stjórnarráðsbyggingunni nauðsynlegt samhengi og dálítið mótvægi við þróunina vestan lækjarins. Tillagan um nýja stjórnarráðið setur þar strik í reikninginn. Þótt byggingin sé ekki há fer hún ekki fram hjá neinum. Byggingin væri ekki til þess fallin að styrkja merkilegustu heildarmynd bæjarins, þvert á móti. Heildarmynd í hjarta Reykjavíkur sem hefur varðveist vegna sögulegra tilviljana og baráttu liðinna áratuga. Vissulega er lóðin nú óbyggð en í þéttbýli mynda húsin einingu og geta því ekki bara skoðast hvert um sig. Ekki þarf að líta lengra en til Færeyja til að finna meiri virðingu fyrir sögunni en við eigum að venjast í Reykjavík. Stjórnarráðshverfið á Þinganesi í Þórshöfn er heildstæð byggð fallegra gamalla húsa sem mörg hver eru prýdd torfþaki. Hvers vegna ekki að nota tækifærið sem nú gefst til að undirstrika sambærilega kosti í umhverfi Stjórnarráðsins í Reykjavík (hvort sem menn vilja hafa torfþak eða ekki)?Stjórnarráðsbyggingar Færeyja.Laxness og stjórnarráðsbyggingin Þegar baráttan um Torfuna og nýja stjórnarráðsbyggingu stóð sem hæst, árið 1971, ritaði Halldór Laxness grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni „Brauð Reykjavíkur“. Þar segir skáldið: „Að öllu þessu athuguðu má segja meistaranum nafnlausa sem að ofan getur til hróss, að í staðinn fyrir að hafa forhliðina eintómar rúður, þá hefur hann gert ráð fyrir 44 lángrifum í miðhæðinni á kassa sínum sem hann kallar „nýa stjórnarráðshúsið“; en hætt er við að það dugi honum skamt og muni margur eftir sem áður tauta fyrir munni sér þetta Grettluorð: „og komið þér ekki þeim kassa á mig“. Ýmsir sem reifað hafa gaungumóðir um tískuborgir sem svo eru kallaðar, en það eru þær borgir sem gánga fljótast úr tísku, slíkir pílagrímar munu þess minnugir hver hvíld og hressíng það einatt var að hitta fyrir sér innanum gler og plast og ál fornhýsi með yfirsvip og andblæ liðinna tíða, hlutföll hvílandi í sjálfum sér og húsið alt í þokkafullu sambandi við jörð sína og loft án þess sólin hafi verið gerð að píslartæki á fólkið. Fyrri menn stóðu á jörðinni og vissu að himinninn var á sínum stað en því eiga menn bágt með að trúa nú á tímum. Á Bernhöftstorfunni standa enn fáein heldur lágreist hús. Ef ætti að brúka um þau lýsingarorð dytti manni helst í hug að kalla þau yfirlætislaus vinhlý og prúðmannleg, og mundu þær einkunnir ekki vera því fjarri að auðkenna þá menn ýmsa sem í þá daga settu bæarbraginn í Reykjavík eða jafnvel töluðu fyrir landið og þjóðina.“ Væri ekki ráð að viðbygging við Stjórnarráðshúsið, eitt elsta og sögufrægasta hús landsins, verði ekki tískuhús heldur yfirlætislaust, vinhlýtt og prúðmannlegt og í þokkafullu sambandi við jörð sína og loft? Þér hefðuð alla vega ekki komið þessum kassa á mig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í um tvo áratugi hef ég fjallað töluvert um þróun byggðarinnar í miðbæ Reykjavíkur. Gamli bærinn í höfuðborg Íslands er ekki stór en hann var engu að síður merkilegur. Það voru ekki hallir eða önnur glæsileg stórhýsi sem gerðu miðbæ Reykjavíkur merkilegan. Það voru þvert á móti litlu húsin, marglitu bárujárnshúsin og önnur fíngerð timburhús, íslenska steinsteypuklassíkin og hús eins og Stjórnarráðið. Stjórnarráðið vekur einmitt athygli fyrir hversu lítil og hófstillt byggingin er, þrátt fyrir hlutverkið og hina merku sögu.Virðingarleysi við söguna Í ljósi þess hvað miðbær Reykjavíkur er lítill og fíngerður, og byggir sérstöðu sína á því fremur en öðru, hefur borgin haft meiri þörf fyrir að vernda byggðina en nokkur önnur evrópsk höfuðborg. Það er því undarlegt og oft á tíðum sorglegt hversu verndunarsjónarmið hafa átt erfitt uppdráttar í borginni. Vakning hófst fyrir nærri 50 árum þegar hópur fólks stóð vörð um Bernhöftstorfuna þegar til stóð að rífa byggingarnar sem þar standa og reisa í staðinn nýja stjórnarráðsbyggingu. Síðan þá hefur við og við verið litið til sjónarmiða verndunar án þess að þau hafi fest sig í sessi eins og í öðrum löndum. Síðast varð vakning í þessum málum snemma á þessari öld. Þensla þess tíma hafði getið af sér umfangsmikil áform um að „byggja yfir“ gamla bæinn. Þau áform vöktu marga til umhugsunar og ég taldi að Reykjavík myndi loksins taka upp stefnu eins og þá sem ráðið hafði för annars staðar í Evrópu í hálfa öld. Svo kom bankahrunið og bjargaði hluta byggðarinnar, um sinn. Ekki leið þó á löngu áður en rúmmetravæðingin náði nýjum hæðum í formi stáls, steinsteypu og glers. Upp við elstu byggð Reykjavíkur og skáhallt á móti Stjórnarráðinu og Bernhöftstorfunni hefur farið fram einhver umfangsmesta uppbygging miðbæjarins. Á sínum tíma hafði mér tekist að fá fram endurskoðun þeirra áforma með það að markmiði að framkvæmdirnar féllu betur að umhverfinu. Ekki mátti þó bregða sér af bæ án þess að allt færi í fyrra horf. Hið litla stjórnarráð er nú komið í annað og nýtt samhengi sem er síður en svo til þess fallið að undirstrika hinn lágstemmda mikilfengleika þess.Vinningstillagan.Ný stjórnarráðsbygging Þegar ég var í forsætisráðuneytinu var aftur farið að skoða hugmyndir um viðbyggingu við Stjórnarráðið. Ráðuneytið komast ekki allt fyrir í gamla húsinu og útlit var fyrir að það missti skrifstofur sínar í næstu húsum vegna hótelvæðingar miðbæjarins. Þörfin bauð þannig upp á tækifæri til að fegra bakgrunn hinnar sögufrægu byggingar og skapa sterka heild. Nú hefur fjölgað mikið í ráðuneytinu á skömmum tíma og búið er að halda samkeppni um hönnun viðbyggingar. Miðað við niðurstöðurnar virðist ekki hafa verið veitt skýr leiðsögn um til hvers væri ætlast. Vinningstillagan minnir óneitanlega á stjórnarráðsbygginguna sem átti á sínum tíma að rísa í stað gömlu húsanna á næsta reit við gamla stjórnarráðið. Nú á nýbyggingin að standa á bak við þá gömlu en ekki við hliðina á henni og vissulega er um talsvert minni byggingu að ræða. Ég ætla enda ekki að setja út á húsin sem slík (hvorki tillögu ársins 1971 eða 2019) eða að efast um færni hönnuðanna. Það sem ég set út á er að slíkt hús sé byggt á þessum stað í þessum tilgangi. Þeir eru ekki margir staðirnir í Reykjavík þar sem varðveist hefur það sem kallast getur heildstæð gömul götumynd. Þó hafa austurhlið Lækjargötu og Bankastrætið að mestu náð að varðveita söguleg einkenni sín. Sú staðreynd veitir stjórnarráðsbyggingunni nauðsynlegt samhengi og dálítið mótvægi við þróunina vestan lækjarins. Tillagan um nýja stjórnarráðið setur þar strik í reikninginn. Þótt byggingin sé ekki há fer hún ekki fram hjá neinum. Byggingin væri ekki til þess fallin að styrkja merkilegustu heildarmynd bæjarins, þvert á móti. Heildarmynd í hjarta Reykjavíkur sem hefur varðveist vegna sögulegra tilviljana og baráttu liðinna áratuga. Vissulega er lóðin nú óbyggð en í þéttbýli mynda húsin einingu og geta því ekki bara skoðast hvert um sig. Ekki þarf að líta lengra en til Færeyja til að finna meiri virðingu fyrir sögunni en við eigum að venjast í Reykjavík. Stjórnarráðshverfið á Þinganesi í Þórshöfn er heildstæð byggð fallegra gamalla húsa sem mörg hver eru prýdd torfþaki. Hvers vegna ekki að nota tækifærið sem nú gefst til að undirstrika sambærilega kosti í umhverfi Stjórnarráðsins í Reykjavík (hvort sem menn vilja hafa torfþak eða ekki)?Stjórnarráðsbyggingar Færeyja.Laxness og stjórnarráðsbyggingin Þegar baráttan um Torfuna og nýja stjórnarráðsbyggingu stóð sem hæst, árið 1971, ritaði Halldór Laxness grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni „Brauð Reykjavíkur“. Þar segir skáldið: „Að öllu þessu athuguðu má segja meistaranum nafnlausa sem að ofan getur til hróss, að í staðinn fyrir að hafa forhliðina eintómar rúður, þá hefur hann gert ráð fyrir 44 lángrifum í miðhæðinni á kassa sínum sem hann kallar „nýa stjórnarráðshúsið“; en hætt er við að það dugi honum skamt og muni margur eftir sem áður tauta fyrir munni sér þetta Grettluorð: „og komið þér ekki þeim kassa á mig“. Ýmsir sem reifað hafa gaungumóðir um tískuborgir sem svo eru kallaðar, en það eru þær borgir sem gánga fljótast úr tísku, slíkir pílagrímar munu þess minnugir hver hvíld og hressíng það einatt var að hitta fyrir sér innanum gler og plast og ál fornhýsi með yfirsvip og andblæ liðinna tíða, hlutföll hvílandi í sjálfum sér og húsið alt í þokkafullu sambandi við jörð sína og loft án þess sólin hafi verið gerð að píslartæki á fólkið. Fyrri menn stóðu á jörðinni og vissu að himinninn var á sínum stað en því eiga menn bágt með að trúa nú á tímum. Á Bernhöftstorfunni standa enn fáein heldur lágreist hús. Ef ætti að brúka um þau lýsingarorð dytti manni helst í hug að kalla þau yfirlætislaus vinhlý og prúðmannleg, og mundu þær einkunnir ekki vera því fjarri að auðkenna þá menn ýmsa sem í þá daga settu bæarbraginn í Reykjavík eða jafnvel töluðu fyrir landið og þjóðina.“ Væri ekki ráð að viðbygging við Stjórnarráðshúsið, eitt elsta og sögufrægasta hús landsins, verði ekki tískuhús heldur yfirlætislaust, vinhlýtt og prúðmannlegt og í þokkafullu sambandi við jörð sína og loft? Þér hefðuð alla vega ekki komið þessum kassa á mig.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun