Innflutningur blóma mengandi og óþarfur Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 9. maí 2019 08:00 Árlega eru flutt 300 þúsund afskorin blóm til landsins. vísir/getty Innflutningur á afskornum blómum skilur eftir sig mun stærra kolefnisspor en innlend ræktun blóma. Kolefnisspor innlendrar ræktunar er einungis 18 prósent af innfluttum afskornum blómum. Axel Sæland, blómabóndi á Espiflöt, segir innflutning afskorinna blóma ekki nauðsynlegan. Hann segir þau blóm sem flutt eru inn langflest vera af sömu tegundum og þau sem ræktuð eru hér á landi og að innlend framleiðsla geti vel staðið undir íslenskum blómamarkaði. „Mest er verið að flytja inn tegundir sem eru í ræktun á Íslandi, það er það sem blómabúðirnar og kúnnarnir þekkja. Það er rosalega lítið um það að verið sé að flytja inn eitthvert framandi efni sem enginn þekkir því þá þorir enginn að nota það.“ Óskað var eftir umsóknum um tollkvóta vegna innflutnings á blómum seinni hluta ársins 2019 á vef atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins í lok síðasta mánaðar. Ekki liggur fyrir niðurstaða útboðsins en samkvæmt niðurstöðum útboða síðastliðinna tveggja ára má gera ráð fyrir því að um 300 þúsund afskorin blóm séu flutt inn til landsins á ári hverju. Axel segir tollkvótann ekki hvetjandi fyrir íslenska blómabændur. „Það var settur tollkvóti fyrir einhverjum árum síðan, tollur settur á hvert stykki, einhver krónutala. Sú krónutala hefur alls ekki haldið gildi sínu þar sem hún fylgir ekki verðlagi en það hefur breyst síðastliðin 20 ár. Tollverndin heldur því ekki lengur, verndunin er ekki fyrir innlendan markað. Við getum því ekki leyft okkur verðhækkanir á innlendum blómum sem þýðir bara minna í kassann fyrir íslenska framleiðendur og meiri óvissu á markaði“. Meirihluti þeirra blóma sem seljast hér á landi er framleiddur hér en Axel framleiðir um tvær milljónir blóma á ári hverju. Hann segir neytendur á Íslandi vera meðvitaða um þær vörur sem þeir kaupa og treystir á þá frekar en stjórnvöld til að halda lífi í íslenskum blómabændum. „Hugsunin mín er farin úr því að treysta stjórnvöldum til að vernda og passa okkur í það að almenningur muni gera það með sinni umhverfishugsun. Það er það sem mun halda okkur á lífi í þessum bransa,“ segir Axel og bætir við að stjórnvöld stjórnist af markaðsöflum frekar en lýðheilsu og náttúruvernd: „Það eru ekki lýðheilsa eða náttúruvernd sem stjórna ákvörðunum stjórnvalda. Því bindur maður hreinlega vonir við íslenska kúnnann, að hann sé nógu vel upplýstur til að taka ákvarðanir um það hvað hann vill.“ Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Umhverfismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Innflutningur á afskornum blómum skilur eftir sig mun stærra kolefnisspor en innlend ræktun blóma. Kolefnisspor innlendrar ræktunar er einungis 18 prósent af innfluttum afskornum blómum. Axel Sæland, blómabóndi á Espiflöt, segir innflutning afskorinna blóma ekki nauðsynlegan. Hann segir þau blóm sem flutt eru inn langflest vera af sömu tegundum og þau sem ræktuð eru hér á landi og að innlend framleiðsla geti vel staðið undir íslenskum blómamarkaði. „Mest er verið að flytja inn tegundir sem eru í ræktun á Íslandi, það er það sem blómabúðirnar og kúnnarnir þekkja. Það er rosalega lítið um það að verið sé að flytja inn eitthvert framandi efni sem enginn þekkir því þá þorir enginn að nota það.“ Óskað var eftir umsóknum um tollkvóta vegna innflutnings á blómum seinni hluta ársins 2019 á vef atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins í lok síðasta mánaðar. Ekki liggur fyrir niðurstaða útboðsins en samkvæmt niðurstöðum útboða síðastliðinna tveggja ára má gera ráð fyrir því að um 300 þúsund afskorin blóm séu flutt inn til landsins á ári hverju. Axel segir tollkvótann ekki hvetjandi fyrir íslenska blómabændur. „Það var settur tollkvóti fyrir einhverjum árum síðan, tollur settur á hvert stykki, einhver krónutala. Sú krónutala hefur alls ekki haldið gildi sínu þar sem hún fylgir ekki verðlagi en það hefur breyst síðastliðin 20 ár. Tollverndin heldur því ekki lengur, verndunin er ekki fyrir innlendan markað. Við getum því ekki leyft okkur verðhækkanir á innlendum blómum sem þýðir bara minna í kassann fyrir íslenska framleiðendur og meiri óvissu á markaði“. Meirihluti þeirra blóma sem seljast hér á landi er framleiddur hér en Axel framleiðir um tvær milljónir blóma á ári hverju. Hann segir neytendur á Íslandi vera meðvitaða um þær vörur sem þeir kaupa og treystir á þá frekar en stjórnvöld til að halda lífi í íslenskum blómabændum. „Hugsunin mín er farin úr því að treysta stjórnvöldum til að vernda og passa okkur í það að almenningur muni gera það með sinni umhverfishugsun. Það er það sem mun halda okkur á lífi í þessum bransa,“ segir Axel og bætir við að stjórnvöld stjórnist af markaðsöflum frekar en lýðheilsu og náttúruvernd: „Það eru ekki lýðheilsa eða náttúruvernd sem stjórna ákvörðunum stjórnvalda. Því bindur maður hreinlega vonir við íslenska kúnnann, að hann sé nógu vel upplýstur til að taka ákvarðanir um það hvað hann vill.“
Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Umhverfismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira