Fótbolti

Pochettino: Við erum að lifa drauminn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pochettino og Lucas Moura trúa.
Pochettino og Lucas Moura trúa. vísir/getty
Tottenham tekur á móti Ajax í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Verkefni Lundúnaliðsins er stórt enda hefur Ajax hent Real Madrid og Juventus úr keppninni.

Þetta er í fyrsta sinn sem Tottenham kemst svona langt í Meistaradeildinni en liðið komst í undanúrslit í Evrópubikarnum árið 1962 og tapaði þá fyrir Benfica.

„Maður þarf að leyfa sér að dreyma stóra drauma. Er lið ná árangri þá er það vegna þess að þau hafa dreymt þessa hluti. Þessi staða var aðeins draumur fyrir fimm árum síðan og nú erum við að lifa drauminn,“ sagði Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham.

Spurs hefur klárað Dortmund og Man. City í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og er svo nálægt sjálfum úrslitaleiknum.

„Andinn í liðinu er frábær og liðið trúir því að allt sé hægt. Það er okkar styrkur. Þetta er frábært tækifæri sem við fáum og við verðum að nýta þetta tækifæri því það gefst ekki oft.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×