Innlent

Tekst á við veikindin á eigin forsendum

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Atli Eðvaldsson fyrrum landsliðsmaður í fótbolta.
Atli Eðvaldsson fyrrum landsliðsmaður í fótbolta. vísir
Fyrir þremur árum síðan greindist Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, með krabbamein í blöðruhálskirtli. Hann var kominn með meinvörp í bein og sögðu læknar að sjúkdómurinn myndi draga hann til dauða á allra næstu vikum.

Atli ákvað að fara óhefðbundna leið þegar kemur að meðferðarúrræðum og hefur notast við náttúrulyf, breytt mataræði o.fl. Þetta sagði hann í samtali við Heimi Karlsson á Bylgjunni á föstudag.

Atli ákvað, tveimur árum áður en hann greindist með meinið, að myndi hann einhvern tímann með sjúkdóminn myndi hann ekki fara í lyfjameðferð, eins og mælt er með, en að eigin sögn fékk hann ákveðna dellu fyrir sjúkdóminum og mögulegum meðferðarúrræðum við honum. Hann sagði öll meðferðarúrræði sem eru til staðar í hinum vestrænu læknavísindum skerða lífsgæði of mikið. Lyfin séu algjört eitur og það sem hann vildi gera væri að byggja upp ónæmiskerfið áður en hann færi í baráttuna við sjúkdóminn.

Hann sagði það allra versta við sjúkdóminn vera hve fólk yrði hrætt við hann, sérstaklega ættingjar og vinir. Fólk vildi helst stinga hausnum í sandinn og deyja. Sama ætti við um óhefðbundin úrræði, það erfiðasta væri að sannfæra ættingja og vini um að það væri rétta leiðin og hann hafi verið mjög heppinn hvað börnin hans hafi verið opin fyrir því. Ef hann þyrfti að játa sig sigraðan gerði hann það allavega á sínum forsendum.

„Maðurinn með ljáinn kemur, þá ætla ég ekki að lúta höfði, ég fer bara beint í andlitið á honum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×