Snorri Steinn: Þarf að finna aðeins sterkara lýsingarorð en karakter Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2019 22:44 Snorri Steinn hvetur sína menn áfram. vísir/bára Snorri Steinn Guðjónsson, annar þjálfara Vals, var stoltur af sínu liði eftir sigurinn á Aftureldingu, 28-25, á Hlíðarenda í kvöld. „Ég er bara ánægður en þarf að fá nokkrar mínútur til að melta þetta og átta mig á þessu. Þetta er risasigur fyrir okkur. Við vorum komnir í erfiða stöðu en kreistum fram framlengingu,“ sagði Snorri Steinn eftir leik. „Við sýndum karakter en ég þarf kannski að finna aðeins sterkara lýsingarorð. Þetta var frábært hjá drengjunum. Við vorum í basli í sókninni þar sem mæðir mikið á fáum mönnum. En við misstum aldrei móðinn og héldum alltaf áfram. Seinni hálfleikurinn var frábær hjá okkur. Við misstum tvo menn út af en aukaleikararnir komu með risa framlag.“ Valur var fjórum mörkum undir í hálfleik, 10-14. Eftir hlé skelltu heimamenn í lás í vörninni og gestirnir skoruðu aðeins tvö mörk á fyrstu 18 mínútum seinni hálfleiks. „Við áttum í vandræðum með eitt leikkerfi hjá þeim í fyrri hálfleik og fengum of mörg auðveld mörk á okkur. Að öðru leyti fannst mér vörnin ekkert hræðileg en hún átti eitthvað inni. Við gerðum of mörg mistök í fyrri hálfleik og buðum þeim upp á auðveld mörk og það fór mest í taugarnar á mér. Mér fannst fjögur mörk vera of mikill munur í hálfleik,“ sagði Snorri Steinn. Hann var að vonum ánægður með Daníel Frey Andrésson sem varði 21 skot í marki Vals. „Danni er frábær enda í landsliðsklassa,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Afturelding 28-25 │Endurkomusigur Valsmanna í framlengdum leik Valur knúði fram framlengingu á síðustu sekúndunum gegn Aftureldingu á heimavelli sínum í fyrsta leik í 8-liða úrslitum Olísdeildar karla. Heimamenn höfðu svo betur í framlengingunni. 20. apríl 2019 22:30 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, annar þjálfara Vals, var stoltur af sínu liði eftir sigurinn á Aftureldingu, 28-25, á Hlíðarenda í kvöld. „Ég er bara ánægður en þarf að fá nokkrar mínútur til að melta þetta og átta mig á þessu. Þetta er risasigur fyrir okkur. Við vorum komnir í erfiða stöðu en kreistum fram framlengingu,“ sagði Snorri Steinn eftir leik. „Við sýndum karakter en ég þarf kannski að finna aðeins sterkara lýsingarorð. Þetta var frábært hjá drengjunum. Við vorum í basli í sókninni þar sem mæðir mikið á fáum mönnum. En við misstum aldrei móðinn og héldum alltaf áfram. Seinni hálfleikurinn var frábær hjá okkur. Við misstum tvo menn út af en aukaleikararnir komu með risa framlag.“ Valur var fjórum mörkum undir í hálfleik, 10-14. Eftir hlé skelltu heimamenn í lás í vörninni og gestirnir skoruðu aðeins tvö mörk á fyrstu 18 mínútum seinni hálfleiks. „Við áttum í vandræðum með eitt leikkerfi hjá þeim í fyrri hálfleik og fengum of mörg auðveld mörk á okkur. Að öðru leyti fannst mér vörnin ekkert hræðileg en hún átti eitthvað inni. Við gerðum of mörg mistök í fyrri hálfleik og buðum þeim upp á auðveld mörk og það fór mest í taugarnar á mér. Mér fannst fjögur mörk vera of mikill munur í hálfleik,“ sagði Snorri Steinn. Hann var að vonum ánægður með Daníel Frey Andrésson sem varði 21 skot í marki Vals. „Danni er frábær enda í landsliðsklassa,“ sagði Snorri Steinn að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Afturelding 28-25 │Endurkomusigur Valsmanna í framlengdum leik Valur knúði fram framlengingu á síðustu sekúndunum gegn Aftureldingu á heimavelli sínum í fyrsta leik í 8-liða úrslitum Olísdeildar karla. Heimamenn höfðu svo betur í framlengingunni. 20. apríl 2019 22:30 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Afturelding 28-25 │Endurkomusigur Valsmanna í framlengdum leik Valur knúði fram framlengingu á síðustu sekúndunum gegn Aftureldingu á heimavelli sínum í fyrsta leik í 8-liða úrslitum Olísdeildar karla. Heimamenn höfðu svo betur í framlengingunni. 20. apríl 2019 22:30