ESA borgar sig Björn Berg Gunnarsson skrifar 24. apríl 2019 07:00 Menntamálaráðherra lýsti á dögunum áhyggjum sínum af spekileka frá landinu. Það er gott að hið opinbera gefi málefninu gaum en vegna smæðar samfélagsins og takmarkaðra tækifæra ætti ekki að koma á óvart að sprenglært fólk kjósi af og til að freista gæfunnar utan landsteinanna. Í ljósi þessa mætti hvetja til þess að kraftur verði lagður í aðildarferli Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu (ESA). Það er auðvelt að afskrifa og gera grín að draumórum um íslenska geimferðaáætlun en málið snýst um allt annað og meira. Á verksviði stofnunarinnar er margvísleg starfsemi, allt frá hugbúnaðarþróun að jarðfræði og veðurrannsóknum. Hver aðildarþjóð stýrir sinni þátttöku að umtalsverðu leyti og leitast þannig við að nýta krafta síns fólks sem best. Fjárframlag hvers lands byggir á landsframleiðslu þess og umfangi þátttöku. Evrópusambandsþjóðir, auk Noregs, Sviss og Kanada, eru aðilar að stofnuninni en ESB leggur auk þess til tæpan fjórðung fjárframlaga. Að lágmarki er andvirði greiðslna til ESA svo látið renna til baka til aðildarþjóðar í formi verkefna sem leyst eru þar í landi. Framlögin eru því í raun ekki greidd úr landi heldur nýtast að fullu í vísindastarf heima fyrir auk þess sem allir njóta góðs af viðamiklu samstarfi á sviði stofnunarinnar. Ef þátttaka okkar Íslendinga væri hlutfallslega svipuð og þátttaka hinna Norðurlandaþjóðanna að jafnaði næmu árleg fjárframlög okkar um 390 milljónum króna. Í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn varðandi stöðu mála fyrir nokkru kom þó fram að framlagið gæti orðið umtalsvert minna, en umsóknarferlið sjálft gæti þó tekið „um eða yfir áratug“. Það teldi ég góða fjárfestingu en of langan tíma. Fjöldi Íslendinga starfar nú í útlöndum við verkefni sem hægt væri að bjóða upp á hér á landi ef Ísland gerðist aðili að ESA. Aðildin væri mikilvægur tappi í spekilekann sem menntamálaráðherra ræddi, væri lyftistöng fyrir raungreinanám og byði íslensku vísindafólki fleiri og áhugaverðari atvinnutækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Skoðun Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Menntamálaráðherra lýsti á dögunum áhyggjum sínum af spekileka frá landinu. Það er gott að hið opinbera gefi málefninu gaum en vegna smæðar samfélagsins og takmarkaðra tækifæra ætti ekki að koma á óvart að sprenglært fólk kjósi af og til að freista gæfunnar utan landsteinanna. Í ljósi þessa mætti hvetja til þess að kraftur verði lagður í aðildarferli Íslands að Geimvísindastofnun Evrópu (ESA). Það er auðvelt að afskrifa og gera grín að draumórum um íslenska geimferðaáætlun en málið snýst um allt annað og meira. Á verksviði stofnunarinnar er margvísleg starfsemi, allt frá hugbúnaðarþróun að jarðfræði og veðurrannsóknum. Hver aðildarþjóð stýrir sinni þátttöku að umtalsverðu leyti og leitast þannig við að nýta krafta síns fólks sem best. Fjárframlag hvers lands byggir á landsframleiðslu þess og umfangi þátttöku. Evrópusambandsþjóðir, auk Noregs, Sviss og Kanada, eru aðilar að stofnuninni en ESB leggur auk þess til tæpan fjórðung fjárframlaga. Að lágmarki er andvirði greiðslna til ESA svo látið renna til baka til aðildarþjóðar í formi verkefna sem leyst eru þar í landi. Framlögin eru því í raun ekki greidd úr landi heldur nýtast að fullu í vísindastarf heima fyrir auk þess sem allir njóta góðs af viðamiklu samstarfi á sviði stofnunarinnar. Ef þátttaka okkar Íslendinga væri hlutfallslega svipuð og þátttaka hinna Norðurlandaþjóðanna að jafnaði næmu árleg fjárframlög okkar um 390 milljónum króna. Í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn varðandi stöðu mála fyrir nokkru kom þó fram að framlagið gæti orðið umtalsvert minna, en umsóknarferlið sjálft gæti þó tekið „um eða yfir áratug“. Það teldi ég góða fjárfestingu en of langan tíma. Fjöldi Íslendinga starfar nú í útlöndum við verkefni sem hægt væri að bjóða upp á hér á landi ef Ísland gerðist aðili að ESA. Aðildin væri mikilvægur tappi í spekilekann sem menntamálaráðherra ræddi, væri lyftistöng fyrir raungreinanám og byði íslensku vísindafólki fleiri og áhugaverðari atvinnutækifæri.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun