Flugrekstrarhluti í þrotabúi WOW Air úreldist hratt og verðmætin rýrna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. apríl 2019 19:15 Flugrekstrarhluti í þrotabúi WOW Air úreldist hratt og verðmætin rýrna að sögn forstjóra Samgöngustofu. Nokkrar vikur eru síðan skiptastjórar þrotabúsins sögðu mikilvægt að selja rekstrarhlutann sem fyrst til að koma í veg fyrir að hann rýrnaði. Nokkrar vikur eru síðan kom fram að Skúli Mogensen fyrrverandi eigandi WOW Air ásamt lykilstarfsmönnum hugðist endurvekja rekstur félagsins og kaupa hann út úr þrotabúi félagsins. Skiptastjórar WOW Air búsins sögðu fyrir nokkrum vikum að mikil tímapressa væri á þeim sem vildu kaupa rekstrarhlutann og það kæmi í ljós á allra næstu dögum hvort WOW yrði endurreist. Engar fregnir hafa hins vegar borist um að Skúla og félögum hafi tekist að safna nægu fé til að endurreisa félagið. Í dag þegar fréttastofa hafði samband sagðist Skúli ekki hafa neitt um málið að segja.Flugvél WOW air safnaði snjó á Keflavíkurflugvelli.Vísir/vilhelmForstjóri Samgöngustofu tekur undir að verðmæti í rekstrarhluta í WOW AIR þrotabúinu úreldist fljótt en þá er til dæmis um að ræða bókunarkerfi, samningamál og flugafgreiðslutímar. „Efnislegar eignir eins og merktar flugvélar, flughæfni, viðhaldssamningar, flugmannaðgengi og þjónustuhandbækur og fleira er flokkað undir verðmæti að það hefði tekist eða gæti tekist að fara yfir í nýtt félag með sama mannskap, sama slott á flugvöllum og fleira þá felur slíkt í sér efnisleg verðmæti en svona lagað úreldist bara mjög hratt,“ segir Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu. Við fall WOW Air var flugrekstrarleyfi félagsins skilað til Samgöngustofu en það tekur um þrjá mánuði að fá slíkt leyfi. Þórólfur segir að ef fyrirætlanir um endurreisn flugfélagsins takist þrátt fyrir tímarammann ætti ekki að taka langan tíma að fá leyfið. Það sé hins vegar háð því að sami mannskapur, samningar og eignir séu til staðar og var hjá WOW air. „Ef og þegar vel undirbúnar umsóknir berast þá er hugsanlega hægt að afgreiða flugrekstrarleyfið á styttri tíma en þremur mánuðum.“ Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skoða riftun á um 550 milljóna greiðslu Fimm milljóna dala yfirdráttarlán WOW var gert upp og Arion eignaðist skuldabréf á félagið. Þrotabúið kannar hvort tilefni sé til að rifta þeirri ráðstöfun. 24. apríl 2019 06:15 Mikil pressa á þeim sem vilja kaupa rekstrarhluta WOW úr þrotabúinu Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann úr búinu og að úrslitin gætu skýrst í dag. 8. apríl 2019 11:45 Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Flugrekstrarhluti í þrotabúi WOW Air úreldist hratt og verðmætin rýrna að sögn forstjóra Samgöngustofu. Nokkrar vikur eru síðan skiptastjórar þrotabúsins sögðu mikilvægt að selja rekstrarhlutann sem fyrst til að koma í veg fyrir að hann rýrnaði. Nokkrar vikur eru síðan kom fram að Skúli Mogensen fyrrverandi eigandi WOW Air ásamt lykilstarfsmönnum hugðist endurvekja rekstur félagsins og kaupa hann út úr þrotabúi félagsins. Skiptastjórar WOW Air búsins sögðu fyrir nokkrum vikum að mikil tímapressa væri á þeim sem vildu kaupa rekstrarhlutann og það kæmi í ljós á allra næstu dögum hvort WOW yrði endurreist. Engar fregnir hafa hins vegar borist um að Skúla og félögum hafi tekist að safna nægu fé til að endurreisa félagið. Í dag þegar fréttastofa hafði samband sagðist Skúli ekki hafa neitt um málið að segja.Flugvél WOW air safnaði snjó á Keflavíkurflugvelli.Vísir/vilhelmForstjóri Samgöngustofu tekur undir að verðmæti í rekstrarhluta í WOW AIR þrotabúinu úreldist fljótt en þá er til dæmis um að ræða bókunarkerfi, samningamál og flugafgreiðslutímar. „Efnislegar eignir eins og merktar flugvélar, flughæfni, viðhaldssamningar, flugmannaðgengi og þjónustuhandbækur og fleira er flokkað undir verðmæti að það hefði tekist eða gæti tekist að fara yfir í nýtt félag með sama mannskap, sama slott á flugvöllum og fleira þá felur slíkt í sér efnisleg verðmæti en svona lagað úreldist bara mjög hratt,“ segir Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu. Við fall WOW Air var flugrekstrarleyfi félagsins skilað til Samgöngustofu en það tekur um þrjá mánuði að fá slíkt leyfi. Þórólfur segir að ef fyrirætlanir um endurreisn flugfélagsins takist þrátt fyrir tímarammann ætti ekki að taka langan tíma að fá leyfið. Það sé hins vegar háð því að sami mannskapur, samningar og eignir séu til staðar og var hjá WOW air. „Ef og þegar vel undirbúnar umsóknir berast þá er hugsanlega hægt að afgreiða flugrekstrarleyfið á styttri tíma en þremur mánuðum.“
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skoða riftun á um 550 milljóna greiðslu Fimm milljóna dala yfirdráttarlán WOW var gert upp og Arion eignaðist skuldabréf á félagið. Þrotabúið kannar hvort tilefni sé til að rifta þeirri ráðstöfun. 24. apríl 2019 06:15 Mikil pressa á þeim sem vilja kaupa rekstrarhluta WOW úr þrotabúinu Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann úr búinu og að úrslitin gætu skýrst í dag. 8. apríl 2019 11:45 Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Skoða riftun á um 550 milljóna greiðslu Fimm milljóna dala yfirdráttarlán WOW var gert upp og Arion eignaðist skuldabréf á félagið. Þrotabúið kannar hvort tilefni sé til að rifta þeirri ráðstöfun. 24. apríl 2019 06:15
Mikil pressa á þeim sem vilja kaupa rekstrarhluta WOW úr þrotabúinu Skiptastjóri þrotabús WOW air segir mikinn þrýsting vera á þeim sem vilja kaupa rekstrarhlutann úr búinu og að úrslitin gætu skýrst í dag. 8. apríl 2019 11:45
Nýtt flugfélag gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með. 23. apríl 2019 19:28