Ragnar: Gerum stóra hluti í Garðabænum næsta vetur, ég lofa því Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. apríl 2019 21:34 Ragnar Snær Njálsson spilaði lengi með KA og HK og svo erlendis. mynd/stöð 2 Stjarnan er komin í sumarfrí þetta árið eftir tap fyrir Haukum í oddaleik í 8-liða úrslitum Olísdeildar karla. Stjörnumenn munu koma til baka næsta vetur og gera góða hluti ef marka má Ragnar Snæ Njálsson. „Ég held að það sé rosa auðvelt að svara því, það var hausinn á mönnum,“ sagði Ragnar aðspurður hvað hafi klikkað en Stjarnan tapaði stórt, 30-23, í Schenkerhöllinni að Ásvöllum. „Við vorum bara andlega fjarverandi í fimmtán, tuttugu mínútur og eiginlega bara í fyrri hálfleik.“ „Hvað veldur bara veit ég engan vegin, mér fannst við rosalega vel stemmdir og ég hafði rosalega góða tilfinningu fyrir leikinn. Menn voru rosalega samheldnir í þessu liði og menn voru allir að gera þetta saman. En eitthvað fór úrskeiðis í dag og við erum bara vægast sagt svekktir með þessa frammistöðu.“ Stjarnan var liðið sem flestir afskrifuðu strax í úrslitakeppninni, enda liðið í áttunda sæti að mæta deildarmeisturunum. Garðbæingar voru þó þeir einu sem náðu í oddaleik. „Þeir sem hafa verið í íþróttum á einhverju alvöru leveli þekkja að þetta var bara olía á eldinn hjá okkur. Allt svona tal. Það býr miklu meira í þessu liði en fólk hefur verið að tala um. Fyrir okkur sem erum í þessu, ef við setjum þessi lið niður á blað hlið við hlið, stöðu fyrir stöðu, þá erum við alveg jafn góðir á okkar degi.“ „En við hittum engan vegin á þann dag í dag.“ „Við bara óskum Haukum til hamingju, þeir eru verðugir sigurvegarar, en við áttum mikið inni og það er sárt að þurfa að fara í sumarfrí á þennan hátt.“ Ragnar kom inn í Stjörnuliðið um miðjan vetur eftir langa pásu frá handbolta, verður hann með næsta vetur? „Bara 100 prósent. Ég er að komast í mitt allra besta form og við erum að plana skemmtilega og spennandi hluti fyrir næsta tímabil.“ „Við ætluðum okkur alla leið núna, ég ætla ekkert að fara neitt leynt með það að við ætluðum okkur miklu lengra og höfðum þvílíka trú á þessu verkefni. Ömurlegt að enda þetta svona en ég verð með allan tímann, það bætast nokkrir góðir við og við erum að fara að gera stóra hluti í Garðabænum, ég get lofað því.“ Stjarnan vann leik í úrslitakeppninni í fyrsta skipti í 19 ár þegar Garðbæingar unnu leik tvö í einvíginu, nú er ekkert annað í boði en að byggja ofan á það næst. „Við erum alvöru karlar með alvöru pung og okkur finnst við ekki vera að skrifa söguna nema fara áfram. Mér er drullu sama um þetta, ég er ekki að fela mig á bak við eitthvað svona, að þetta sé rosa flottur árangur bara af því við höfum ekki unnið leik í nítján ár.“ „Við ætluðum alla leið og erum ekki í þessu sem einhverjir ræflar.“ „Fyrir mig persónulega er geðveikt að koma inn í þetta, ég er ekki búinn að spila í einhvern áratug hérna heima og ekki í sex, sjö ár handbolta yfir höfuð. Erfiðir tímar í mínu lífi, brjálæðislega gaman að geta komið og fengið útrás með strákunum og kannski sýnt fólkinu hérna heima hvað í mér býr.“ „Gaman að byggja eitthvað flott með strákunum og það verða flottir hlutir í Garðabænum á næsta tímabili,“ sagði Ragnar Snær Njálsson. Olís-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Sjá meira
Stjarnan er komin í sumarfrí þetta árið eftir tap fyrir Haukum í oddaleik í 8-liða úrslitum Olísdeildar karla. Stjörnumenn munu koma til baka næsta vetur og gera góða hluti ef marka má Ragnar Snæ Njálsson. „Ég held að það sé rosa auðvelt að svara því, það var hausinn á mönnum,“ sagði Ragnar aðspurður hvað hafi klikkað en Stjarnan tapaði stórt, 30-23, í Schenkerhöllinni að Ásvöllum. „Við vorum bara andlega fjarverandi í fimmtán, tuttugu mínútur og eiginlega bara í fyrri hálfleik.“ „Hvað veldur bara veit ég engan vegin, mér fannst við rosalega vel stemmdir og ég hafði rosalega góða tilfinningu fyrir leikinn. Menn voru rosalega samheldnir í þessu liði og menn voru allir að gera þetta saman. En eitthvað fór úrskeiðis í dag og við erum bara vægast sagt svekktir með þessa frammistöðu.“ Stjarnan var liðið sem flestir afskrifuðu strax í úrslitakeppninni, enda liðið í áttunda sæti að mæta deildarmeisturunum. Garðbæingar voru þó þeir einu sem náðu í oddaleik. „Þeir sem hafa verið í íþróttum á einhverju alvöru leveli þekkja að þetta var bara olía á eldinn hjá okkur. Allt svona tal. Það býr miklu meira í þessu liði en fólk hefur verið að tala um. Fyrir okkur sem erum í þessu, ef við setjum þessi lið niður á blað hlið við hlið, stöðu fyrir stöðu, þá erum við alveg jafn góðir á okkar degi.“ „En við hittum engan vegin á þann dag í dag.“ „Við bara óskum Haukum til hamingju, þeir eru verðugir sigurvegarar, en við áttum mikið inni og það er sárt að þurfa að fara í sumarfrí á þennan hátt.“ Ragnar kom inn í Stjörnuliðið um miðjan vetur eftir langa pásu frá handbolta, verður hann með næsta vetur? „Bara 100 prósent. Ég er að komast í mitt allra besta form og við erum að plana skemmtilega og spennandi hluti fyrir næsta tímabil.“ „Við ætluðum okkur alla leið núna, ég ætla ekkert að fara neitt leynt með það að við ætluðum okkur miklu lengra og höfðum þvílíka trú á þessu verkefni. Ömurlegt að enda þetta svona en ég verð með allan tímann, það bætast nokkrir góðir við og við erum að fara að gera stóra hluti í Garðabænum, ég get lofað því.“ Stjarnan vann leik í úrslitakeppninni í fyrsta skipti í 19 ár þegar Garðbæingar unnu leik tvö í einvíginu, nú er ekkert annað í boði en að byggja ofan á það næst. „Við erum alvöru karlar með alvöru pung og okkur finnst við ekki vera að skrifa söguna nema fara áfram. Mér er drullu sama um þetta, ég er ekki að fela mig á bak við eitthvað svona, að þetta sé rosa flottur árangur bara af því við höfum ekki unnið leik í nítján ár.“ „Við ætluðum alla leið og erum ekki í þessu sem einhverjir ræflar.“ „Fyrir mig persónulega er geðveikt að koma inn í þetta, ég er ekki búinn að spila í einhvern áratug hérna heima og ekki í sex, sjö ár handbolta yfir höfuð. Erfiðir tímar í mínu lífi, brjálæðislega gaman að geta komið og fengið útrás með strákunum og kannski sýnt fólkinu hérna heima hvað í mér býr.“ „Gaman að byggja eitthvað flott með strákunum og það verða flottir hlutir í Garðabænum á næsta tímabili,“ sagði Ragnar Snær Njálsson.
Olís-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Sjá meira