Auðlindirnar okkar Oddný G. Harðardóttir skrifar 26. apríl 2019 07:00 Umræðan um þriðja orkupakkann er afar ruglingsleg. Svo virðist sem þau sem hafa þar hæst séu í raun alls ekkert að tala um það sem er í pakkanum. Þau draga fram skýra línu þar sem öðrum megin við hana er almenningur og hinum megin eru útlendingar sem vilja komast yfir auðlindir þjóðarinnar. Og svo eru bjargvættir leiddir til sögunnar sem einir geta og vilja vernda þjóðina fyrir gömmunum. En umræðan er líka um raunveruleg áhyggjuefni. Ég fæ ekki betur séð en að orkupakkinn fjalli helst um neytendavernd, orkuöryggi og virkari samkeppni. Pakkinn mun ekki hafa mikil áhrif hér á landi á meðan orkan okkar er ekki á orkumarkaði ESB. Til þess þyrfti sæstreng sem gæti reyndar flutt rafmagn til okkar ef við værum í neyð. Og þeir sem allra síst vilja aukna samkeppni í sölu rafmagns eru eigendur stóriðjunnar sem kaupir 70-80% alls rafmagns hér á landi. Þeir eru nú í lykilstöðu við samningaborðið um rafmagnsverðið enda engir aðrir kaupendur því enginn er sæstrengurinn. Sæstrengur er ekki í sjónmáli og ekki er heldur verið að leggja drög að lagningu hans eftir að Bretar tóku ákvörðun um Brexit. Kannski kemur hann aldrei. Samt er ljóst af umræðunni um orkupakkann að margir eru uggandi og vilja tryggari umgjörð um auðlindir þjóðarinnar. Og það viljum við í Samfylkingunni líka. Lausnin er auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Ákvæði þar sem áréttað er að enginn geti fengið auðlindirnar eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota og aldrei megi selja þær eða veðsetja. Í kosningunum um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá í mars 2012 fékk spurningin „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar í þjóðareign“ mikinn stuðning kjósenda. Ef ruglingslega umræðan um orkupakkann leiðir til þess að við fáum auðlindaákvæði í stjórnarskrá, þá væri hún sannarlega til einhvers.Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Oddný G. Harðardóttir Þriðji orkupakkinn Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Umræðan um þriðja orkupakkann er afar ruglingsleg. Svo virðist sem þau sem hafa þar hæst séu í raun alls ekkert að tala um það sem er í pakkanum. Þau draga fram skýra línu þar sem öðrum megin við hana er almenningur og hinum megin eru útlendingar sem vilja komast yfir auðlindir þjóðarinnar. Og svo eru bjargvættir leiddir til sögunnar sem einir geta og vilja vernda þjóðina fyrir gömmunum. En umræðan er líka um raunveruleg áhyggjuefni. Ég fæ ekki betur séð en að orkupakkinn fjalli helst um neytendavernd, orkuöryggi og virkari samkeppni. Pakkinn mun ekki hafa mikil áhrif hér á landi á meðan orkan okkar er ekki á orkumarkaði ESB. Til þess þyrfti sæstreng sem gæti reyndar flutt rafmagn til okkar ef við værum í neyð. Og þeir sem allra síst vilja aukna samkeppni í sölu rafmagns eru eigendur stóriðjunnar sem kaupir 70-80% alls rafmagns hér á landi. Þeir eru nú í lykilstöðu við samningaborðið um rafmagnsverðið enda engir aðrir kaupendur því enginn er sæstrengurinn. Sæstrengur er ekki í sjónmáli og ekki er heldur verið að leggja drög að lagningu hans eftir að Bretar tóku ákvörðun um Brexit. Kannski kemur hann aldrei. Samt er ljóst af umræðunni um orkupakkann að margir eru uggandi og vilja tryggari umgjörð um auðlindir þjóðarinnar. Og það viljum við í Samfylkingunni líka. Lausnin er auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Ákvæði þar sem áréttað er að enginn geti fengið auðlindirnar eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota og aldrei megi selja þær eða veðsetja. Í kosningunum um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá í mars 2012 fékk spurningin „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar í þjóðareign“ mikinn stuðning kjósenda. Ef ruglingslega umræðan um orkupakkann leiðir til þess að við fáum auðlindaákvæði í stjórnarskrá, þá væri hún sannarlega til einhvers.Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar