Alltaf með annan fótinn í Metropolitan Elín Albertsdóttir skrifar 26. apríl 2019 13:30 Dísella er með annan fótinn í New York og oft lengi að heiman. Hún segist vera í stöðugu sambandi við fjölskyldu sína í gegnum Skype þann tíma. MYND/ERNIR Dísella Lárusdóttir er nýkomin heim frá New York þar sem hún söng hlutverk Serviliu í óperunni La Clemenza di Tito eftir Mozart í Metropolitan-óperunni. Þar hefur Dísella sungið undanfarin ár með reglulegu millibili. Dísella segir að það hafi ekki hentað sér að búa og starfa í New York. Hún er með tvo unga drengi og vill að þeir alist upp á Íslandi og læri móðurmálið. „Skólar í New York eru mjög dýrir og það hentar mér betur að fara út með reglulegu millibili og dvelja hér heima þess á milli,“ segir hún en synir hennar, Jökull Orri og Bjartur Lárus, eru 4 og 9 ára. „Þetta er púsl en gengur ágætlega. Ég var núna í burtu í sex vikur en maðurinn minn, Bragi Jónsson, kom með strákana og var með mér síðustu vikuna,“ segir Dísella en maður hennar er rekstrarstjóri leigumarkaðar BYKO. „Í haust dvaldi ég í tvo mánuði og mun gera aftur næsta haust. Einnig fer ég í sumar en þá get ég tekið þá með mér,“ útskýrir hún. „Skype er helsti vinur minn á ferðunum því ég er í stöðugu sambandi við fjölskylduna í gegnum tölvuna, get hjálpað við heimalærdóminn og lesið í svefn og svona þegar ég er að heiman. Það er þó ekki nóg að vera Skype-mamma þannig að við eigum okkar gæðastundir þegar ég er heima og get verið alveg til staðar. Ég vona að ég geti verið meira heima á næsta ári,“ bætir hún við.Dísella á mikið safn af glæsilegum síðkjólum enda þurfa söngkonur sífellt að koma fram í nýjum dressum. Hér er hún í fallegum bláum síðkjól.Dísella hefur ekki sungið mikið hér heima undanfarið en vonast til að það geti orðið breyting á því. „Ég er að undirbúa útgáfu geisladisks með klassískri tónlist og tveimur dægurlögum sem er mjög skemmtilegt. Hann er fyrir íslenskan markað,“ segir hún. Í júní syngur Dísella í nýrri óperu, Proserpine eftir Silviu Colasanti, á Spoleto Festival dei Due Mondi á Ítalíu og hlakkar mikið til þess.Glæsilegir indverskir kjólar Þótt Dísella klæðist ákveðnum búningum í óperuuppfærslum þá þarf hún að eiga mikið af glæsikjólum til að mæta á hinar ýmsu uppákomur og koma fram á tónleikum. „Ég hef fundið alls konar indverskar brúðarkjólaverslanir í New York. Þær bjóða hádramatíska, pallíettuskreytta glæsilega síðkjóla. Þetta eru litríkir kjólar sem henta mjög vel á sviði. Það er partur af „showinu“ að vera svolítið skrautlegur. Ég á orðið allt of marga kjóla sem fylla alla skápa. Þetta er að verða vandamál þar sem þeir taka mikið pláss. Ætli ég þurfi ekki að selja eitthvað af þessu til að grisja,“ segir hún. „Ég reyni að eiga sem flesta liti af kjólum sem henta við hin ýmsu tækifæri. Sumir eru aðsniðnir en aðrir með prinsessupilsi. Þegar ég söng á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2015 leitaði ég að alveg sérstökum kjól þar sem ég átti að flytja lag úr Frozen. Ég varð að finna bláan prinsessukjól fyrir litlu aðdáendur þeirrar teiknimyndar í salnum,“ segir Dísella og hlær. „Þegar ég er utan sviðsljóssins vel ég frekar gallabuxur og þægilegan fatnað. Það er mjög erfitt fyrir bakið að vinna á hallandi sviði, eins og þau eru oft, og þess vegna geng ég orðið alltaf í strigaskóm til að verja það dagsdaglega.“Dísella er óhrædd við liti og hún á kjóla í öllum regnbogans litum.Dísella segist vera dugleg að hreyfa sig og göngutúrar séu í mestu uppáhaldi. „Mér finnst gott að fara út og labba í ferska loftinu. Svo er ég að reyna að lyfta meira til að styrkja mig. Þar sem ég er alltaf á ferðalögum get ég þó ekki fest mig í einni líkamsræktarstöð. Í þessu starfi er engu að síður nauðsynlegt að hreyfa sig reglulega. Maður þarf að geta notað allan líkamann í söngtúlkuninni.“Frábær ferill Dísella útskrifaðist úr Söngskólanum í Reykjavík árið 2002 og fór þaðan í meistaranám við Westminster Choir College, Rider University í Princeton í Bandaríkjunum. Þaðan útskrifaðist hún í maí 2005. Stuttu síðar bar hún sigur úr býtum í Astral Artistic Services 2006 National Auditions, komst í undanúrslit í Lauren S. Zachary National Vocal Competition, og í undanúrslit í söngkeppni Plácido Domingo, Operalia 2006. Árið 2007 bar hún sigur úr býtum í Greenfield-keppni Fíladelfíu-hljómsveitarinnar. Síðan hefur verið nóg að gera hjá söngkonunni.Sumir kjólarnir eru fyrirferðarmiklir og það setur skápapláss í uppnám á heimilinu. Allir skápar fullir af síðkjólum, segir söngkonan.Hún hefur lítið sungið í Evrópu en því meira í Bandaríkjunum og mest hjá Metropolitan-óperunni í New York. Fyrir tveimur árum söng hún titilhlutverkið í óperunni Lulu eftir Alban Berg í Róm. „Núna er draumur minn að syngja meira hér heima. Því miður eru tækifærin ekki mörg í íslenska óperuheiminum en það er ágætt að minna á sig með plötu,“ segir söngkonan en eins og flestir vita er mikil tónlist í ætt hennar. Móðir hennar, Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona, söng í revíum á fjölum leikhússins og faðir hennar, Lárus heitinn Sveinsson, var trompetleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þá hafa systur hennar tvær, Þórunn og Ingibjörg, báðar verið öflugar söngkonur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn Sjá meira
Dísella Lárusdóttir er nýkomin heim frá New York þar sem hún söng hlutverk Serviliu í óperunni La Clemenza di Tito eftir Mozart í Metropolitan-óperunni. Þar hefur Dísella sungið undanfarin ár með reglulegu millibili. Dísella segir að það hafi ekki hentað sér að búa og starfa í New York. Hún er með tvo unga drengi og vill að þeir alist upp á Íslandi og læri móðurmálið. „Skólar í New York eru mjög dýrir og það hentar mér betur að fara út með reglulegu millibili og dvelja hér heima þess á milli,“ segir hún en synir hennar, Jökull Orri og Bjartur Lárus, eru 4 og 9 ára. „Þetta er púsl en gengur ágætlega. Ég var núna í burtu í sex vikur en maðurinn minn, Bragi Jónsson, kom með strákana og var með mér síðustu vikuna,“ segir Dísella en maður hennar er rekstrarstjóri leigumarkaðar BYKO. „Í haust dvaldi ég í tvo mánuði og mun gera aftur næsta haust. Einnig fer ég í sumar en þá get ég tekið þá með mér,“ útskýrir hún. „Skype er helsti vinur minn á ferðunum því ég er í stöðugu sambandi við fjölskylduna í gegnum tölvuna, get hjálpað við heimalærdóminn og lesið í svefn og svona þegar ég er að heiman. Það er þó ekki nóg að vera Skype-mamma þannig að við eigum okkar gæðastundir þegar ég er heima og get verið alveg til staðar. Ég vona að ég geti verið meira heima á næsta ári,“ bætir hún við.Dísella á mikið safn af glæsilegum síðkjólum enda þurfa söngkonur sífellt að koma fram í nýjum dressum. Hér er hún í fallegum bláum síðkjól.Dísella hefur ekki sungið mikið hér heima undanfarið en vonast til að það geti orðið breyting á því. „Ég er að undirbúa útgáfu geisladisks með klassískri tónlist og tveimur dægurlögum sem er mjög skemmtilegt. Hann er fyrir íslenskan markað,“ segir hún. Í júní syngur Dísella í nýrri óperu, Proserpine eftir Silviu Colasanti, á Spoleto Festival dei Due Mondi á Ítalíu og hlakkar mikið til þess.Glæsilegir indverskir kjólar Þótt Dísella klæðist ákveðnum búningum í óperuuppfærslum þá þarf hún að eiga mikið af glæsikjólum til að mæta á hinar ýmsu uppákomur og koma fram á tónleikum. „Ég hef fundið alls konar indverskar brúðarkjólaverslanir í New York. Þær bjóða hádramatíska, pallíettuskreytta glæsilega síðkjóla. Þetta eru litríkir kjólar sem henta mjög vel á sviði. Það er partur af „showinu“ að vera svolítið skrautlegur. Ég á orðið allt of marga kjóla sem fylla alla skápa. Þetta er að verða vandamál þar sem þeir taka mikið pláss. Ætli ég þurfi ekki að selja eitthvað af þessu til að grisja,“ segir hún. „Ég reyni að eiga sem flesta liti af kjólum sem henta við hin ýmsu tækifæri. Sumir eru aðsniðnir en aðrir með prinsessupilsi. Þegar ég söng á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2015 leitaði ég að alveg sérstökum kjól þar sem ég átti að flytja lag úr Frozen. Ég varð að finna bláan prinsessukjól fyrir litlu aðdáendur þeirrar teiknimyndar í salnum,“ segir Dísella og hlær. „Þegar ég er utan sviðsljóssins vel ég frekar gallabuxur og þægilegan fatnað. Það er mjög erfitt fyrir bakið að vinna á hallandi sviði, eins og þau eru oft, og þess vegna geng ég orðið alltaf í strigaskóm til að verja það dagsdaglega.“Dísella er óhrædd við liti og hún á kjóla í öllum regnbogans litum.Dísella segist vera dugleg að hreyfa sig og göngutúrar séu í mestu uppáhaldi. „Mér finnst gott að fara út og labba í ferska loftinu. Svo er ég að reyna að lyfta meira til að styrkja mig. Þar sem ég er alltaf á ferðalögum get ég þó ekki fest mig í einni líkamsræktarstöð. Í þessu starfi er engu að síður nauðsynlegt að hreyfa sig reglulega. Maður þarf að geta notað allan líkamann í söngtúlkuninni.“Frábær ferill Dísella útskrifaðist úr Söngskólanum í Reykjavík árið 2002 og fór þaðan í meistaranám við Westminster Choir College, Rider University í Princeton í Bandaríkjunum. Þaðan útskrifaðist hún í maí 2005. Stuttu síðar bar hún sigur úr býtum í Astral Artistic Services 2006 National Auditions, komst í undanúrslit í Lauren S. Zachary National Vocal Competition, og í undanúrslit í söngkeppni Plácido Domingo, Operalia 2006. Árið 2007 bar hún sigur úr býtum í Greenfield-keppni Fíladelfíu-hljómsveitarinnar. Síðan hefur verið nóg að gera hjá söngkonunni.Sumir kjólarnir eru fyrirferðarmiklir og það setur skápapláss í uppnám á heimilinu. Allir skápar fullir af síðkjólum, segir söngkonan.Hún hefur lítið sungið í Evrópu en því meira í Bandaríkjunum og mest hjá Metropolitan-óperunni í New York. Fyrir tveimur árum söng hún titilhlutverkið í óperunni Lulu eftir Alban Berg í Róm. „Núna er draumur minn að syngja meira hér heima. Því miður eru tækifærin ekki mörg í íslenska óperuheiminum en það er ágætt að minna á sig með plötu,“ segir söngkonan en eins og flestir vita er mikil tónlist í ætt hennar. Móðir hennar, Sigríður Þorvaldsdóttir leikkona, söng í revíum á fjölum leikhússins og faðir hennar, Lárus heitinn Sveinsson, var trompetleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Þá hafa systur hennar tvær, Þórunn og Ingibjörg, báðar verið öflugar söngkonur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn Sjá meira