Enski boltinn

Bottas á ráspól í Bakú

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Valtteri Bottas
Valtteri Bottas vísir/getty
Valtteri Bottas á Mercedes verður á ráspól í Formúla 1 kappakstrinum í Bakú í Aserbaídsjan eftir viðburðaríka tímatöku í dag.

Bottas verður á ráspól, annan kappaksturinn í röð, en liðsfélagi hans Lewis Hamilton verður annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji.

Tímatakan tók langan tíma vegna tveggja óhappa. Fyrst keyrði Robert Kubica (Williams) á öryggisvegg og skömmu síðar klessti Charles Leclerc (Ferrari) á sama vegg af miklum krafti en hann var á góðri leið með að tryggja sér ráspólinn.

Útsending frá keppninni í Bakú hefst klukkan 11:50 á morgun á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×