Segir Skota þurfa að taka völdin á ný Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. apríl 2019 09:00 Nicola Sturgeon, leiðtogi SNP. Fréttablaðið/Ernir Breskt þingræði er í lamasessi og því þurfa Skotar sjálfir að taka ákvörðun um framtíð þjóðarinnar. Þetta sagði Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins (SNP) og fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, á landsfundi flokksins í gær. „Atburðarás síðustu þriggja ára hefur leitt það í ljós, og það er hafið yfir allan vafa, að í augum Skotlands er Westminster-kerfið ekki að virka,“ hafði Reuters eftir Sturgeon. Skoski leiðtoginn bætti því svo við að nú væri það undir SNP komið að afla meiri stuðnings fyrir sjálfstæði. „Og að tryggja það að stjórnvöld í Westminster geti ekki staðið í vegi fyrir rétti Skota til þess að taka þessa ákvörðun.“ Stuðningur við sjálfstætt Skotland er nú sá mesti frá árinu 2015, samkvæmt nýrri könnun YouGov. Alls segjast 49 prósent Skota vilja lýsa yfir sjálfstæði frá Bretlandi. 51 prósent er andvígt sjálfstæði og munurinn því afar lítill. Ef litið er til könnunar YouGov frá því í júní í fyrra má sjá að staðan hefur breyst nokkuð. Þá sögðust 45 prósent fylgjandi sjálfstæði en 55 prósent sögðu nei. Greinendur YouGov vilja meina að hægt sé að rekja þessa þróun til sívaxandi óánægju Skota með gang mála í útgöngumálum, en meirihluti Skota lagðist gegn útgöngu úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Skotland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Breskt þingræði er í lamasessi og því þurfa Skotar sjálfir að taka ákvörðun um framtíð þjóðarinnar. Þetta sagði Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins (SNP) og fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, á landsfundi flokksins í gær. „Atburðarás síðustu þriggja ára hefur leitt það í ljós, og það er hafið yfir allan vafa, að í augum Skotlands er Westminster-kerfið ekki að virka,“ hafði Reuters eftir Sturgeon. Skoski leiðtoginn bætti því svo við að nú væri það undir SNP komið að afla meiri stuðnings fyrir sjálfstæði. „Og að tryggja það að stjórnvöld í Westminster geti ekki staðið í vegi fyrir rétti Skota til þess að taka þessa ákvörðun.“ Stuðningur við sjálfstætt Skotland er nú sá mesti frá árinu 2015, samkvæmt nýrri könnun YouGov. Alls segjast 49 prósent Skota vilja lýsa yfir sjálfstæði frá Bretlandi. 51 prósent er andvígt sjálfstæði og munurinn því afar lítill. Ef litið er til könnunar YouGov frá því í júní í fyrra má sjá að staðan hefur breyst nokkuð. Þá sögðust 45 prósent fylgjandi sjálfstæði en 55 prósent sögðu nei. Greinendur YouGov vilja meina að hægt sé að rekja þessa þróun til sívaxandi óánægju Skota með gang mála í útgöngumálum, en meirihluti Skota lagðist gegn útgöngu úr Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Skotland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira