59 ár síðan félag vann báða þessa titla á sama ári og Valur vann þá báða á sömu helgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2019 11:30 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fagnar Íslandsmeistarattilinum. Vísir/Daníel Kvennalið Vals unnu tvo Íslandsmeistaratitla um helgina og báðir unnust á Hlíðarenda. Körfuboltastelpurnar lönduðu sínum titli með sigri á Keflavík á laugardaginn og í gær unnu handbolastelpurnar þriðja sigurinn í röð á Fram. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Vals í kvennakörfunni en sá sautjándi í kvennahandboltanum. Handboltastelpurnar höfðu beðið í fimm ár eftir þessum titli að hafa unnið fjóra titla á fimm árum frá 2010 til 2014. Bæði Íslandsmeistaralið Valsmanna unnu úrslitaeinvígin 3-0 og handboltaliðið fór taplaust í gegnum úrslitakeppnina í ár. Körfuboltastelpurnar töpuðu einum leik á móti KR í undanúrslitunum en það var eina tap liðsins síðan í nóvember. Þessi helgi var mjög söguleg enda gerist ekki á hverri helgi að sama félag vinnur Íslandsmeistaratitla tvo daga í röð.Íslandsmeistarar Vals í körfubolta kvenna.Vísir/DaníelAðeins eitt félag hafði náð að verða Íslandsmeistari í handbolta og körfubolta kvenna á sama ári en síðan voru liðin 59 ár. Fyrsta félag til að vinna þessa Íslandsmeistaratvennu var Ármann veturinn 1959-1960. Það merkilega við þau lið að þau voru að mestu skipuð sömu leikmönnunum. Handboltastelpurnar í Ármanni kepptu líka í körfubolta en bættu þá við tveimur handboltastelpum úr Val. Önnur þeirra var Sigríður Sigurðardóttir sem var fyrst kvenna kosin Íþróttamaður ársins fjórum árum síðar. Valur hefur unnið annars konar tvennu hjá stelpunum á sama ári en handbolta- og fótboltalið félagsins urðu bæði Íslandsmeistarar árið 2001. Kvennalið KR hafa einnig unnið tvennu á sama ári en það var í körfubolta og fótbolta (1999 og 2002). Það sem ekkert félag hefur náð áður er aftur á móti að vinna þrefalt í tveimur af þremur stærstu boltagreinunum á sama tímabili. Valsliðin urðu nefnilega bæði Íslandsmeistari, bikarmeistari og deildarmeistari í vetur. Það höfðu körfubolta- og handboltalið sama félags aldrei gert áður á sama tímabili.Íslandsmeistarar Vals í handbolta kvenna.Vísir/Daníel Dominos-deild kvenna Olís-deild kvenna Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Kvennalið Vals unnu tvo Íslandsmeistaratitla um helgina og báðir unnust á Hlíðarenda. Körfuboltastelpurnar lönduðu sínum titli með sigri á Keflavík á laugardaginn og í gær unnu handbolastelpurnar þriðja sigurinn í röð á Fram. Þetta var fyrsti Íslandsmeistaratitill Vals í kvennakörfunni en sá sautjándi í kvennahandboltanum. Handboltastelpurnar höfðu beðið í fimm ár eftir þessum titli að hafa unnið fjóra titla á fimm árum frá 2010 til 2014. Bæði Íslandsmeistaralið Valsmanna unnu úrslitaeinvígin 3-0 og handboltaliðið fór taplaust í gegnum úrslitakeppnina í ár. Körfuboltastelpurnar töpuðu einum leik á móti KR í undanúrslitunum en það var eina tap liðsins síðan í nóvember. Þessi helgi var mjög söguleg enda gerist ekki á hverri helgi að sama félag vinnur Íslandsmeistaratitla tvo daga í röð.Íslandsmeistarar Vals í körfubolta kvenna.Vísir/DaníelAðeins eitt félag hafði náð að verða Íslandsmeistari í handbolta og körfubolta kvenna á sama ári en síðan voru liðin 59 ár. Fyrsta félag til að vinna þessa Íslandsmeistaratvennu var Ármann veturinn 1959-1960. Það merkilega við þau lið að þau voru að mestu skipuð sömu leikmönnunum. Handboltastelpurnar í Ármanni kepptu líka í körfubolta en bættu þá við tveimur handboltastelpum úr Val. Önnur þeirra var Sigríður Sigurðardóttir sem var fyrst kvenna kosin Íþróttamaður ársins fjórum árum síðar. Valur hefur unnið annars konar tvennu hjá stelpunum á sama ári en handbolta- og fótboltalið félagsins urðu bæði Íslandsmeistarar árið 2001. Kvennalið KR hafa einnig unnið tvennu á sama ári en það var í körfubolta og fótbolta (1999 og 2002). Það sem ekkert félag hefur náð áður er aftur á móti að vinna þrefalt í tveimur af þremur stærstu boltagreinunum á sama tímabili. Valsliðin urðu nefnilega bæði Íslandsmeistari, bikarmeistari og deildarmeistari í vetur. Það höfðu körfubolta- og handboltalið sama félags aldrei gert áður á sama tímabili.Íslandsmeistarar Vals í handbolta kvenna.Vísir/Daníel
Dominos-deild kvenna Olís-deild kvenna Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira