Stefnt á aukna efnistöku úr Ingólfsfjalli Sveinn Arnarsson skrifar 10. apríl 2019 06:45 Auka á efnistöku úr Ingólfsfjalli. fréttablaðið/óli kristján Fyrirhugað er að stækka Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli á næstu árum og vinna meira efni úr fjallinu til framkvæmda á Suðurlandi. Fulltrúi landeigenda og framkvæmdaaðili hafa kynnt Árborg og Ölfusi framkvæmdaáætlanir vegna fyrirhugaðrar stækkunar. Bæjarráð Árborgar fagnar stækkuninni. Á síðasta fundi bæjarráðs Árborgar var málið tekið fyrir. „Bæjarráð fagnar þeirri vinnu sem farin er af stað í þessum efnum enda eru miklir hagsmunir í húfi fyrir sveitarfélagið að náman verði starfrækt í sátt til framtíðar,“ segir í bókun fundarins. Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar, segir það skipta miklu máli að ná efni þarna úr fjallinu. „Það sem vakir helst fyrir okkur er mikilvægi þess að ná í efni stutt frá framkvæmdum í stað þess að þurfa að ná í efni lengra frá. Ef við þyrftum að gera það þá væri líklegt að húsnæðisverð yrði hærra sem og að allar framkvæmdir í bæjarfélaginu yrðu mun dýrari en nú er. Því er þetta hagsmunamál okkar að hægt sé að ná í efni í sátt við umhverfið á þessum stað,“ segir Eggert Valur. Landvernd hefur um langa hríð barist gegn þessum framkvæmdum og segir þær óafturkræfar með öllu. Skipulagsstofnun hafi einnig á síðasta áratug gefið afar neikvætt álit um framkvæmdirnar en leyfisveitandinn, Árborg, hafi farið gegn álitinu. „Við höfum alla tíð barist gegn þessum framkvæmdum í Ingólfsfjalli með þessum árangri, það er að segja, engum,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Eggert Valur er sammála því að auðvitað sé námuvinnsla í fjallinu ekki til þess fallin að fegra fjallið. „Auðvitað er þetta lýti, en það verður ekki bæði sleppt og haldið í þessum efnum,“ segir Eggert Valur. „Hins vegar höfum við séð tölvumyndir af svæðinu og þegar framkvæmdatíma lýkur á þetta nú að líta ágætlega út.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Ölfus Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Fyrirhugað er að stækka Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli á næstu árum og vinna meira efni úr fjallinu til framkvæmda á Suðurlandi. Fulltrúi landeigenda og framkvæmdaaðili hafa kynnt Árborg og Ölfusi framkvæmdaáætlanir vegna fyrirhugaðrar stækkunar. Bæjarráð Árborgar fagnar stækkuninni. Á síðasta fundi bæjarráðs Árborgar var málið tekið fyrir. „Bæjarráð fagnar þeirri vinnu sem farin er af stað í þessum efnum enda eru miklir hagsmunir í húfi fyrir sveitarfélagið að náman verði starfrækt í sátt til framtíðar,“ segir í bókun fundarins. Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar, segir það skipta miklu máli að ná efni þarna úr fjallinu. „Það sem vakir helst fyrir okkur er mikilvægi þess að ná í efni stutt frá framkvæmdum í stað þess að þurfa að ná í efni lengra frá. Ef við þyrftum að gera það þá væri líklegt að húsnæðisverð yrði hærra sem og að allar framkvæmdir í bæjarfélaginu yrðu mun dýrari en nú er. Því er þetta hagsmunamál okkar að hægt sé að ná í efni í sátt við umhverfið á þessum stað,“ segir Eggert Valur. Landvernd hefur um langa hríð barist gegn þessum framkvæmdum og segir þær óafturkræfar með öllu. Skipulagsstofnun hafi einnig á síðasta áratug gefið afar neikvætt álit um framkvæmdirnar en leyfisveitandinn, Árborg, hafi farið gegn álitinu. „Við höfum alla tíð barist gegn þessum framkvæmdum í Ingólfsfjalli með þessum árangri, það er að segja, engum,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Eggert Valur er sammála því að auðvitað sé námuvinnsla í fjallinu ekki til þess fallin að fegra fjallið. „Auðvitað er þetta lýti, en það verður ekki bæði sleppt og haldið í þessum efnum,“ segir Eggert Valur. „Hins vegar höfum við séð tölvumyndir af svæðinu og þegar framkvæmdatíma lýkur á þetta nú að líta ágætlega út.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Ölfus Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira