Fátækar konur og jaðarsettar njóta minnstra kyn- og frjósemisréttinda Heimsljós kynnir 10. apríl 2019 11:30 Ljósmynd frá Mósambík. gunnisal Verulegur ávinningur hefur náðst í kyn- og frjósemisréttindum frá árinu 1969 þegar Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) var stofnaður. Þrátt fyrir framfarir á þeirri hálfu öld sem liðin er standa hundruð kvenna í dag frammi fyrir meðal annars efnahagslegum og félagslegum hindrunum sem koma í veg fyrir að þær geti tekið ákvarðanir um það hvort, hvenær og hversu oft þær vilja verða barnshafandi. Á þessa leið hefst árleg skýrsla UNFPA um mannfjöldann í heiminum: State of World Population 2019, sem kom út í morgun. Í henni er tíundaður árangur síðustu fimmtíu ára sem tengist kyn- og frjósemisréttindum. Fram kemur að konur áttu árið 1969 að meðaltali 4,8 börn en í dag 2,5; í þróunarríkjum hafa þessar tölur farið úr 6,8 niður í 3,9 á sama tíma; konum sem deyja af barnsförum – miðað við 100 þúsund lifandi fædd börn – hefur fækkað úr 369 niður í 216, og hlutfall kvenna sem notar getnaðarvarnir hefur aukist úr 24% í 58% á síðustu fimm áratugum. Í skýrslunni segir að milljónir kvenna fái hins vegar ekki enn notið kyn- og frjósemisréttinda og að UNFPA telji þær vera um 200 milljónir sem vilji forðast þungun en fái hvorki aðgang að þjónustu né upplýsingar um getnaðarvarnir. „Án þessa aðgangs skortir konurnar vald til að taka ákvarðanir um eigin líkama, þar með talið hvort eða hvenær þær vilja verða barnshafandi,“ segir Natalia Kanem framkvæmdastjóri UNFPA í frétt. Fátækar konur, jafnt í borgum sem sveitum, eru meðal þeirra hópa sem njóta minnst kyn- og frjósemisréttinda, auk kvenna sem eru jaðarsettar, eins og þær sem tilheyra fámennum kynþáttum, hinsegin fólki, eru ógiftar eða ungar. Fram kemur í skýrslu UNFPA að um 800 milljónir núlifandi kvenna hafi gifst á barnsaldri. Þá segir að meðal þjóða þar sem neyð ríkir deyi á hverjum degi rúmlega 500 konur á meðgöngu eða við fæðingu. Utanríkisráðuneytið þrefaldi framlög til Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna árið 2017. Í febrúar í fyrra undirritaði ráðherra samning við UNFPA um stuðning Íslands við verkefni stofnunarinnar í Sýrlandi. Þá studdi Ísland UNFPA við gerð manntals í Malaví síðastliðið haust og veitti enn fremur framlög til UNFPA í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og í Jemen. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent
Verulegur ávinningur hefur náðst í kyn- og frjósemisréttindum frá árinu 1969 þegar Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) var stofnaður. Þrátt fyrir framfarir á þeirri hálfu öld sem liðin er standa hundruð kvenna í dag frammi fyrir meðal annars efnahagslegum og félagslegum hindrunum sem koma í veg fyrir að þær geti tekið ákvarðanir um það hvort, hvenær og hversu oft þær vilja verða barnshafandi. Á þessa leið hefst árleg skýrsla UNFPA um mannfjöldann í heiminum: State of World Population 2019, sem kom út í morgun. Í henni er tíundaður árangur síðustu fimmtíu ára sem tengist kyn- og frjósemisréttindum. Fram kemur að konur áttu árið 1969 að meðaltali 4,8 börn en í dag 2,5; í þróunarríkjum hafa þessar tölur farið úr 6,8 niður í 3,9 á sama tíma; konum sem deyja af barnsförum – miðað við 100 þúsund lifandi fædd börn – hefur fækkað úr 369 niður í 216, og hlutfall kvenna sem notar getnaðarvarnir hefur aukist úr 24% í 58% á síðustu fimm áratugum. Í skýrslunni segir að milljónir kvenna fái hins vegar ekki enn notið kyn- og frjósemisréttinda og að UNFPA telji þær vera um 200 milljónir sem vilji forðast þungun en fái hvorki aðgang að þjónustu né upplýsingar um getnaðarvarnir. „Án þessa aðgangs skortir konurnar vald til að taka ákvarðanir um eigin líkama, þar með talið hvort eða hvenær þær vilja verða barnshafandi,“ segir Natalia Kanem framkvæmdastjóri UNFPA í frétt. Fátækar konur, jafnt í borgum sem sveitum, eru meðal þeirra hópa sem njóta minnst kyn- og frjósemisréttinda, auk kvenna sem eru jaðarsettar, eins og þær sem tilheyra fámennum kynþáttum, hinsegin fólki, eru ógiftar eða ungar. Fram kemur í skýrslu UNFPA að um 800 milljónir núlifandi kvenna hafi gifst á barnsaldri. Þá segir að meðal þjóða þar sem neyð ríkir deyi á hverjum degi rúmlega 500 konur á meðgöngu eða við fæðingu. Utanríkisráðuneytið þrefaldi framlög til Mannfjöldasjóðs Sameinuðu þjóðanna árið 2017. Í febrúar í fyrra undirritaði ráðherra samning við UNFPA um stuðning Íslands við verkefni stofnunarinnar í Sýrlandi. Þá studdi Ísland UNFPA við gerð manntals í Malaví síðastliðið haust og veitti enn fremur framlög til UNFPA í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó og í Jemen. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent